Í gær fékk ég sendingu með Telemetry kit frá Sussex Model Centre.
Í pakkanum var GPS, tveir hitanemar, einn magnetiskur RMP nemi, einn optískur RPM nemi og einn hæðarskynjari fyrir bensíntank (glóðareldsneyti). Einnig örlítið samtengibox. Allt einstaklega nett.
Ég tengdi þetta saman áðan og prófaði bæði inni og fyrir utan húsið. Hitaneminn reyndist furður réttur og bar vel saman við aðra mæla inni og utan á húsinu. GPS fann hnitin nánast alveg strax og má lesa þau í sendinum ásamt hraða og hæð. Húsið virðist vera í 120m hæð sem er nokkuð rétt, en á 0-2 km hraða sem ég vissi ekki um. Sendirinn sýnir einnig rétta dagsetningu og tíma sem ber upp á sekúndu saman við atómklukkuna í Englandi. GPS neminn er nú úti í glugga og virkar vel þar.
Allt virkaði strax án nokkurra vandræða. Ég hef þó hvorki prófað RPM nemana né bensínmælinn.
Samtengiboxið mitt er þetta svarta (HTS-SS). Einnig er til svokallað blátt box sem ætlað er fyrir rafmagnsflugvélar og má þá tengja við það t.d. straumnema til að mæla amperin inn á mótorinn.
---
Einnig var í pakkanum lítið tæki sem líkist digrum USB minnislykli eða 3G pung. Þetta er viðtæki sem stungið er í ferðatölvu. Það nemur merki frá sendinum með öllum fjarmæli eða telemetry upplýsingunum. HTS-NAVI heitir það. Á skjá tölvunar er þá hægt að fylgjast með ferðum módelsins á korti, eða lesa öll mæligildin á skjánum, og jafnvel geyma þau fyrir seinni tíma úrvinnslu.
Þetta á HTS-NAVI ég eftir að prófa.
---
http://www.hitecrcd.com/products/aircra ... telemetry/
Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Ég skellti GPS í UltraStick-25e rafmagnsvélina og flaug á laugardag og sunnudag. Skemmst er frá því að segja að búnaðurinn virkaði strax og sýndi flughæð og hraða í glugga sendisins.
Hægt er að velja i sendinum hvort hæðarmælingin er hæð yfir sjó eða hæð yfir landi, en í síðara tilvikinu miðar tækið við þá hæð sem módelið er í þegar kveikt er á viðtækinu í módelinu og dregur frá mældri flughæð.
Flughraðinn er auðvitað groundspeed, en ekki airspeed, þ.e. hraði miðað við jörð.
Ég fór hæst með þetta litla módel í 260m hæð yfir flugbraut, en þá var það orðið mjög lítið.
Hægt er að velja i sendinum hvort hæðarmælingin er hæð yfir sjó eða hæð yfir landi, en í síðara tilvikinu miðar tækið við þá hæð sem módelið er í þegar kveikt er á viðtækinu í módelinu og dregur frá mældri flughæð.
Flughraðinn er auðvitað groundspeed, en ekki airspeed, þ.e. hraði miðað við jörð.
Ég fór hæst með þetta litla módel í 260m hæð yfir flugbraut, en þá var það orðið mjög lítið.
Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Er ekki ráðlegt að horfa frekar á módelið fljúga en að rýna í skjáinn á sendinum?
Datt bara í hug að spurja.

Datt bara í hug að spurja.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
[quote=Gaui]Er ekki ráðlegt að horfa frekar á módelið fljúga en að rýna í skjáinn á sendinum?
Datt bara í hug að spurja.
[/quote]
Þú hefðir átt að sjá hann á laugardaginn. Hann horfði meira á fjarstýringuna en módelið. Og núna er hann að hugsa um að fá konu í tækið til að lesa upp tölurnar. Bara hún verði í bikiní, þá fer maður að mæta oftar á völlinn.
Datt bara í hug að spurja.

Þú hefðir átt að sjá hann á laugardaginn. Hann horfði meira á fjarstýringuna en módelið. Og núna er hann að hugsa um að fá konu í tækið til að lesa upp tölurnar. Bara hún verði í bikiní, þá fer maður að mæta oftar á völlinn.

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Það er ágætt ráð að hafa spegil nærri skjánum á sendinum. Þá sér maður módelið líka þó andlitið snúi niður. Prófaðu það bara Gaui!
Halli, Hitec konan er fáklædd!

Halli, Hitec konan er fáklædd!

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
[quote=Agust]Halli, Hitec konan er fáklædd![/url][/quote]
Mér sýnist að hún hafi líka verið afskipt þegar kom að því að veita næringu: hún er við það að falla úr ófeiti !

Mér sýnist að hún hafi líka verið afskipt þegar kom að því að veita næringu: hún er við það að falla úr ófeiti !

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Það er kominn smá vísir að safni á uppsetningum og stillingum fyrir ýmis módel hér:
http://www.rcgroups.com/forums/showpost ... stcount=40
Þessum skrám er hlaðið inn á Aurora 9 sendinn og þá er hann stilltur fyrir viðkomandi módel.
.
Aðal Aurora 9 spjallið: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=996037
Góð kynning: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1179322
Fyrir fiktara: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1474513
Aurora models setup/templates: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1255733
Aurora 9 guide for DLG: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1189448
Aurora 9, Spectra Modules & Optima : FAQ, Undocumented Features & Mixes, Setups,Tips: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1141715
Aurora manual: http://www.hitecrcd.com/files/Manual_Aurora9.pdf
Aurora 9 Review (Fly R/C Magazine): http://images.rcuniverse.com/forum/upfi ... v62876.pdf
Hitec Aurora 9 Channel 2.4GHz Radio System Review (RC Groups.com): http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1179322
Hitec Aurora 9 vs Spektrum DX8: http://z8rc.blogspot.com/2011/03/hitec- ... m-dx8.html
Hitec Aurora 9 Radio Videos: http://www.helifreak.com/showthread.php?t=223607
Servórafhlaðan og SPC tengda rafhlaðan látnar vinna báðar inn á RX: http://www.rcgroups.com/forums/showpost ... ount=20361
http://www.rcgroups.com/forums/showpost ... stcount=40
Þessum skrám er hlaðið inn á Aurora 9 sendinn og þá er hann stilltur fyrir viðkomandi módel.
.
Aðal Aurora 9 spjallið: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=996037
Góð kynning: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1179322
Fyrir fiktara: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1474513
Aurora models setup/templates: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1255733
Aurora 9 guide for DLG: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1189448
Aurora 9, Spectra Modules & Optima : FAQ, Undocumented Features & Mixes, Setups,Tips: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1141715
Aurora manual: http://www.hitecrcd.com/files/Manual_Aurora9.pdf
Aurora 9 Review (Fly R/C Magazine): http://images.rcuniverse.com/forum/upfi ... v62876.pdf
Hitec Aurora 9 Channel 2.4GHz Radio System Review (RC Groups.com): http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1179322
Hitec Aurora 9 vs Spektrum DX8: http://z8rc.blogspot.com/2011/03/hitec- ... m-dx8.html
Hitec Aurora 9 Radio Videos: http://www.helifreak.com/showthread.php?t=223607
Servórafhlaðan og SPC tengda rafhlaðan látnar vinna báðar inn á RX: http://www.rcgroups.com/forums/showpost ... ount=20361
Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Hitec Aurora 9 á góðu verði hjá Íslandvininum Ali:
Hitec Aurora 9 Channel 2.4Ghz Radio Combo With 7 Channel Receiver (No Servos)
£233.29 excluding VAT
http://alshobbies.com/shop/search.php?Desc=aurora
Viðtækin geta varla talist dýr:
Hitec Optima 7 Channel 2.4Ghz AFHSS Receiver: £31.66 excluding VAT
Hitec Optima 9 Channel 2.4Ghz AFHSS Receiver: £49.16 excluding VAT

Hitec Aurora 9 Channel 2.4Ghz Radio Combo With 7 Channel Receiver (No Servos)
£233.29 excluding VAT
http://alshobbies.com/shop/search.php?Desc=aurora
Viðtækin geta varla talist dýr:
Hitec Optima 7 Channel 2.4Ghz AFHSS Receiver: £31.66 excluding VAT
Hitec Optima 9 Channel 2.4Ghz AFHSS Receiver: £49.16 excluding VAT

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Bruce á Nýja Sjálandi er að fjalla um þessa stýringu í RCModelReviews rásinni á YouTube:
Hann finnur margt jákvætt við þessa stýringu, en hann er líka ófeiminn að segja frá því sem honum finnst mætti betur fara.

Hann finnur margt jákvætt við þessa stýringu, en hann er líka ófeiminn að segja frá því sem honum finnst mætti betur fara.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Takk fyrir ábendinguna Gaui. Ég lenti í smá vandræðum með að opna vídeóið, en það tókst þó.
Þetta er ágætt hjá honum Brúsa. Ég horfði mikið á platskrúfurnar kjánalegu sem virðast vera til að festa niður stýripinnaeiningunni, en þetta virðist vera á flestum fjarstýringum. Ég vil hafa umbúðirnar sléttar eins og t.d. er yfirleitt á Multiplex. Mér líkar þó svarti liturinn vel
Annars finnst mér mín fara vel í hendi og þægileg grip á sendinum sem virðast gera kassann heldur þykkari. Það kemur fram í athugasemdunum fyrir neðan myndbandið á YouTube að auðvelt er að flytja módel milli senda með trainer snúrunni eða þráðlaust, en einnig er það auðvelt með hjálp internetsins ef menn vilja. Einnig hefur lengdinni á stýripinnunum verið breytt fyrir þá sem eru með litla putta eins og Brúsi. Ég hef uppfært hugbúnaðinn í sendi og viðtæki og var það minnsta mál, gekk hratt og vel. Hitec menn hafa verið iðnir við að endurbæta búnaðinn, bæði lagfæra smávegis og ekki síður hafa þeir hlustað á okkur elskendur Áróru og komið með nýja fídusa, en auðvitað kemur það ekki fram í handbókinni.
Nú það er ekki flókið að flytja módel milli senda:
Það er margt fróðlegt hjá honum Brúsa: http://www.youtube.com/user/RCModelReviews/
Þetta er ágætt hjá honum Brúsa. Ég horfði mikið á platskrúfurnar kjánalegu sem virðast vera til að festa niður stýripinnaeiningunni, en þetta virðist vera á flestum fjarstýringum. Ég vil hafa umbúðirnar sléttar eins og t.d. er yfirleitt á Multiplex. Mér líkar þó svarti liturinn vel

Annars finnst mér mín fara vel í hendi og þægileg grip á sendinum sem virðast gera kassann heldur þykkari. Það kemur fram í athugasemdunum fyrir neðan myndbandið á YouTube að auðvelt er að flytja módel milli senda með trainer snúrunni eða þráðlaust, en einnig er það auðvelt með hjálp internetsins ef menn vilja. Einnig hefur lengdinni á stýripinnunum verið breytt fyrir þá sem eru með litla putta eins og Brúsi. Ég hef uppfært hugbúnaðinn í sendi og viðtæki og var það minnsta mál, gekk hratt og vel. Hitec menn hafa verið iðnir við að endurbæta búnaðinn, bæði lagfæra smávegis og ekki síður hafa þeir hlustað á okkur elskendur Áróru og komið með nýja fídusa, en auðvitað kemur það ekki fram í handbókinni.
Nú það er ekki flókið að flytja módel milli senda:
Það er margt fróðlegt hjá honum Brúsa: http://www.youtube.com/user/RCModelReviews/