Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Rætt hefur verið um að setja upp vefmyndavélar á módelflugvelli þannig að menn geti fylgst með veðri og vindum, jafnvel mannaferðum, úr tölvunni eða símanum.

Er eitthvað af vefmyndavélum komið upp?

Hér er reyndar einn módelflugvöllur á vefmyndavél. Hann er efst í horninu vinstra megin. Lárétta ljósgræna svæðið í bláhorninu. Jafnvel má sjá glitta í vindpoka "neðan" við brautina. Hann var reyndar aðeins lýstur upp með Photoshop. Myndin er tekin fyrir nokkrum mínútum.

http://live.mila.is/geysir/

Myndin er misskýr eftir birtu. Hægt er að stækka myndina hjá Mílu með því að hægrismella og nota Toggle Fullscreen.

Mynd

>>>Smella á mynd til að stækka<<<
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Sverrir »

Það var myndavél á Melunum en hún fór á eitthvað flakk um daginn, málið er í vinnslu.

Sjá eldri póst um myndavélina > http://flugmodel.net/viewtopic.php?id=2738
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Jónas J »

Þetta hljómar mjög vel. :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Óli Kr
Póstar: 11
Skráður: 30. Des. 2006 17:02:31

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Óli Kr »

Eyrarbakkaflugvöllur er kominn með myndavél það var Lárus Jónsson félagi okkar sem útvegaði hana,það er hringt.í hana og þú færð mynd í síman en það er einn galli það geta bara 4 númer hringt
en það er verið að finna svar við þessu kær kveðja frá Eyrarbakka
Kærar kveðjur
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Olddog »

Hagkvæm notin fyrir vefmyndavélar á flugvöllunum er ótvíræð. Það eru margar lausnir til fyrir vefmyndavélar, einsog fram kemur í bloggunum hér að framan, þ.e.a.s. á stöðum þar sem er rafmagn. Á Eyrarbakka, sem og á Hamranesi er ekkert rafmagn og því ekki hægt að koma nettengingum upp, því miður.
Sú lausn sem ég hef verið að prufa byggist á því að nota GSM 3G vefmyndavél, sem almennt notar mjög lítinn straum, þær eru 5 volta og mér tókst að hafa uppá hagkvæmum spenni sem tekur 12v niður í 5v og Gaui "fann" stórann 12v rafgeymi fyrir Smástundina, þannig að straumur er nægur á þessu allt sumarið. Einsog Óli segir þá eru myndavélarnar gerðar þannig að þær svara bara 4 eða 5 númerum, sem er jú ekki nægjanlegt fyrir félagasamtök. Ég er samt nokkuð klár á lausn á þessu sem þeir á Nova eru að athuga fyrir mig og geri ég ráð fyrir því að það verði OK eftir helgina.

Ég fór með svona vél á Hamranes í síðustu viku og það þrælvirkaði þar líka. Þetta er ekki "optimal" lausn en hún er það eina sem mér dettur í hug og veit af sem er gerlegt í rafmagnslausri aðstöðu. Þetta gerir okkur kleyft að sjá vindinn og sjá hvort einhverjir eru á svæðinu o.s.frv.

Ég geri ráð fyrir því að ansi margir séu einsog ég, nenni ekki að fara að keyra 20Km. til að gá hvort vindur sé fjarverandi og einhverjir félagar viðverandi, og þurfa svo að aka aðra 20Km heim þar sem hvorugt var til staðar. Maður skiptir bara yfir á aðra rás á Sky og segir við sjálfansig, nenni ekki að fara og gá. Þegar maður getur hringt og skoðað svæðið, séð pokann hanga og fullt af bílum á svæðinu, þá drífur maður sig.

þannig gæti þetta aukið viðveru okkar á völlunum.

M.B.Kv.
LJ
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Spurning fyrir þá sem vita allt um Eplakassa:

Ég tók eftir því að þegar ég opna vefsíðuna með vefmyndavélum hjá www.mila.is ( http://live.mila.is/geysir/ ) að þá sé ég alls ekki neitt. Ég er að nota iPad-2 sem er eins kona Mac.

(Ég tek líka reyndar líka eftir því þegar ég skoða Moggasíðuna www.mbl.is, að þá sé ég ekki neinar auglýsingar).

Nú held ég að það sé að renna upp fyrir mér að Mac tölvur geta ekki með nokkru móti skoðað Flash hreyfimyndir. Er það rétt?

Þetta er auðvitað ekki nógu gott ef rétt er, þ.e. að ekki sé hægt að skoða allar vefmyndavélar á netinu. Kannski er þetta bara minn klaufaskapur.

Hvað er til ráða?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Helgi Helgason »

Það á ekki að vera neitt mál að setja flashplayer upp í makka, prófaðu að fara á adobe.com og smelltu á get flashplayer hægramegin á síðunni. Þetta er leiðin í windows og síðan ætti að finna stýrikerfið sjálf eða leiða þig á síðu til að velja handvirkt.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Sverrir »

Tækin frá Apple sem nota iOS stýrikerfið, iPhone, iTouch og iPad styðja ekki Flash.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Sverrir]Tækin frá Apple sem nota iOS stýrikerfið, iPhone, iTouch og iPad styðja ekki Flash.[/quote]
Hérna er grein frá Steve Jobs, himself, afhverju apple tæki styðja ekki flash og koma aldrei til með að styðja flash. En þeir koma til með að styðja HTML5 sem er með full media support.

http://appletoolbox.com/2011/03/why-fla ... around-it/
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Eru Apple tölvurnar virkilega svona bæklaðar?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara