[quote=Vignir][quote=Vignir]3) HLEÐSLUSTÝRING
Ég get útvegað hjá fyrirtæki sem ég starfa hjá þessa hleðslustýringu og klúbburinn fengi hana á 4500kr
Þetta er 5A útgáfan. BlueSolar 12/24-PWM 5A
http://www.victronenergy.com/upload/doc ... -%20EN.pdf ef menn hafa áhuga.[/quote]
Ég skal útvega þessa hleðslustýringu klúbbnum að kostnaðarlausu.
Látið mig bara vita hvenær þið viljið fá hana.
Kveðja
Vignir V.[/quote]
Þetta er vel þegið.
Á fundi Þyts í gær voru rafmagns- og vefmyndavélamálin rædd fram og aftur. Eysteinn mun á næstu dögum smíða festingu fyrir sólarrafhlöðuna. Við munum prófa að setja hana hátt á suðurgafl hússins þar sem lítið ber á henni.
Nýr rafgeymir sem Björn Geir lagði til bíður í skúrnum hjá mér ásamt sólarsellunni. Ég skal taka við hleðslustýringunni og koma henni á Hamranes þegar við tengjum búnaðinn.
Vefmyndavélin bíður einnig. Ég á eftir að setja hana í kassa og tengja 12V straumgjafa/hleðslutæki, en það er lítið mál.
Sýnishorn af vefsíðu er hér:
http://www.agust.net/rc/webcam/
Þetta er bara prufa sem ég skellti upp fyrir fundinn, en í framtíðinni væri best að hýsa betur hannaða vefsíðu hér á Fréttavefnum. Best væri einnig að vera laus við milligeymsluna í Þýskalandi sem ég nota, og vista myndirnar hjá okkur. Þarna er einnig smá tillaga að auglýsingu ef við getum fengið styrktaraðila.