Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Agust]T Æ R S N I L L L D . . .

Ódýrum síma breytt í vefmyndavél sem gengur mánuðum saman á rafhlöðu... Sendir myndir með mínútna millibili til að spara GSM kostnað.

http://www.instructables.com/id/GSM-And ... or-webcam/

http://www.instructables.com/files/orig ... CVGKS8.pdf



https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 1806_0.jpg


Spjall: "Open SmartCam": http://www.me-systeme.de/forum/opensmartcam-f16/




Tílbúið:

http://www.me-systeme.de/catalog/ip-cam ... c-216.html

http://www.me-systeme.de/catalog/osc-ip ... 6_217.html[/quote]


Já þetta er málið.

Nú er bara að finna einhvern sem er til í að gefa okkur síma í þetta og síðan er bara að framkvæma þetta.

Við skulum taka þessa umræðu á aðalfundinum.
Svo er líka tímabært að félagið okkar fjárfesti í sólarsellu fyrir 12v kerfi húsins sem kæmi líka sér vel fyrir svona Gsm búnað.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Það kemur fram á síðunum um þessa vefmyndavél að síminn kosti ekki nema um 100 evrur. Svo er einhver að selja þetta tilbúið með öllu fyrir 235 evrur. Það er ekki mikið meira en ef hver félagsmaður leggði til andvirði kók+prins.

Ef vel tekst til, þá gætu jafnvel allir klúbbarnir sett upp svona myndavélar. Myndir frá þeim mætti síðan hafa á sameiginlegri vefsíðu. Eitthvað í þessum dúr eins og þessi prufusíða mín: http://agust.net/sveitin-temp/

Rafmagnsnotkunin er mjög lítil. Rafhlaða sem tengd var við símann (um 5V og 4Ah) entist minnir mig í 3 mánuði ef sendar voru myndir með 10 mínútna millibili. Mynd á 10 fresti er nóg til að sjá hvort eitthvað líf sé á vellinum.

Sólarsellu er auðvelt að fá fyrir lítið. Hver veit nema ég eigi þannig...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Ef úr þessu GSM síma vefmyndavéla-verkefni verður þá er ég tilbúinn að leggja til Siemens 50 watta sólarrafhlöðu sem koma mætti fyrir uppi á þaki á flugstöð Hamranesflugvallar. Hún hleður um 3 amper í sól og oft um 1/10 af því þegar skýjað er.

Ný 50 W sólarsella kostar 50 þús. hjá Skorra. Hjá Fjarorku er verðið 70þ+VSK.
Hleðslustýring fylgir ekki með (er ónýt) en hægt er að fá þannig fyrir 10þ og uppúr.

Svo þyrfti liðuga handlagna menn til að fara upp á þak og koma henni fyrir.

Vefmyndavélin eyðir ekki nema um 10 mA á 5V (50mW) svo þetta ætti að vera yfirdrifið og gæti afgangsrafmagnið nýst í eitthvað annað...


Samsung I5500 Galaxy 5 er með 1200x1660 pixel myndavél sem er nánast HD. Mun meiri upplausn en í hefðbundnum vefmyndavélum.

.

https://plus.google.com/+Opensmartcam/posts

Bæklingur
: http://www.me-systeme.de/docs/de/flyer/ ... artcam.pdf
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Einn af okkar góðu félögum sendi mér póst og kvaðst tilbúinn að leggja til nýjan 80 amperstunda rafgeymi (sérstaklega ætlaðan fyrir sólarrafhlöður) í verkefnið á Hamranesi. Þetta þýðir að við gætum nýtt umframorkuna í kerfinu á staðnum og þyrftum ekki að losna við hana um sæstreng, eða þannig..

Planið er einnig að reyna að koma fjarskiptamálum þannig fyrir að þau kosti okkur lítið.

Bestu upplýsingarnar um hvernig hægt er að endurnýta gamlan GSM síma sem hágæða vefmyndavél eru hér: http://www.instructables.com/files/orig ... CVGKS8.pdf.
Skoðið vel krækjurnar sem þar eru.

Þó svo að þetta verkefni snúist um Hamranes, þá þarf auðvitað lítið meira en copy-paste til að útvíkka það fyrir aðra módelflugvelli landsins. Allar vefmyndavélarnar á sömu síðu!

.

Hvernig lýst ykkur á? Látið í ykkur heyra! Það er eitthvað svo hljótt hér...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Þetta er frabær umræða hja þer Agust, þar sem þu ert serfræðingur a þessu sviði
þa mundi eg mæla með að þu gerðir verkefna aætlun fyrir okkur og við færum i þessa
framkvæmd, þetta er ju það sem við höfum verið að tala um svo lengi.
Kv
Einar Pall
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Þetta verkefni er ekki flókið, en best væri ef nokkrir hjálpuðust að við að leysa það. Við eigum nefnilega sérfræðinga og laghenta menn á mörgum sviðum. Þegar búið er að setja upp vefmyndavél á einum módelflugvelli, þá er leikur einn að bæta við myndum frá vefmyndavélum á öðrum flugvöllum.
Aðstæður geta verið mjög mismunandi. Við reiknum með að hvorki sé ramagn né internetsamband á viðkomandi flugvelli, við viljum að myndavélin sé ódýr, við viljum helst fá fjarskiptasambandið fyrir lítið sem ekkert og sama er að segja um rafmagnið og vefhýsinguna.
Við höldum okkur við Hamranesflugvöll sem fyrsta áfanga:

1) RAFGEYMIR
Í húsinu er lagt fyrir 12V rafmagn og einhvern tíman vorum við að burðast með gamlan stóran bílrafgeymi sem við fórum með reglulega í bæinn til hleðslu. Við þurfum að fá okkur góðan rafgeymi af þeirri gerð sem ætlaður er fyrir neyslurafmagn en ekki bíla. Björn Geir vill gjarnan styrkja okkur. Við vorum með rafgeyminn okkar undir húsinu. Mikilvægt er að vera með öryggi (stofnvar t.d. 30A) nærri rafgeyminum áður en vírarnir frá honum fara inn í húsið. Þetta er til að koma í veg fyrir íkviknun ef skammhlaup verður í 12V lögnum. Ekki væri verra að smíða góðan kassa fyrir fargeyminn úr t.d. vatnsheldum krossvið, eða finna hæfilegan plastkassa,

2) SÓLARRAFHLAÐA
Ég á að eiga sólarrafhlöðu í geymslu í sveitinni. Hún hleður mest 3A og gefur frá sér mest 17V og er því kölluð 50W. Stærðin gæti verið um það bil 40cm x 100 cm Ég þarf að muna eftir að taka hana með næst þegar ég á leið í sveitina. Það þarf að ákveða henni stað á húsinu. Annað hvort uppi á þakinu eða ofarlega á suðurgaflinum, þ.e. þeim sem snýr að gámnum. Sólarsellan á að snúa sem næst í sólarátt þegar sólin er hæst á lofti, en það er um klukkan 13:30. Síðan þarf að miða við „meðal“ sólarhæð yfir árið, og mætti etv miða við sólarhæð á vor- og haustjafndægri. Nú væri gott að fá aðstoð frá einhverjum sem gæti tekið að sér að smíða festigrind sem með þarf.

3) HLEÐSLUSTÝRING
Við þurfum að ná okkur í hleðslustýringu sem ver rafgeyminn. Góð hleðslustýring hleður í byrjun við tiltölulega háa spennu (rúmlega 14V) en lækkar síðan spennuna niður í viðhaldsspennu (13,8V) þegar hann er fullhlaðinn. Rafmagnstækin sem tengjast rafgeyminum tengjast í gegn um hleðslustýringuna, en ekki beint við rafgeyminn. Þannig getur hleðslustýringin frátengt allt álag (öll tengd rafmagnstæki) rétt áður en geymirinn er orðinn tómur (spennan um 11,5V), og þannig hindrað að hann skemmist.
Skorri selur ýmsar gerðir og kostar þá ódýrasti sem er án mæla kr. 10.900.

4) GSM SÍMI
Við þurfum að komast yfir gamlan GSM síma með Android stýrikerfi. Menn hafa prófað ýmsa og er listi yfir þá hér: http://www.me-systeme.de/forum/hardware ... -t131.html
Svo má ekki gleyma spjallsíðunni: http://www.me-systeme.de/forum/opensmartcam-f16/

5) FORRIT Í SÍMANN:
Í símann þarf að setja sérstakt App sem góður maður úti í heimi hefur búið til og gefur okkur. Þetta App sér um að taka mynd með ákveðnu stillanlegu millibili og senda á vefslóð. Sunir stilla tímann á 10 mínútur til að minnka símakostnaðinn og stilla jafnframt Appið þannig að það sendi ekki myndir eftir myrkur. Appið má sækja hér: http://www.appbrain.com/app/mobilewebca ... bilewebcam

6) HLEÐSUTENGING AÐ SÍMANUM:
Menn hafa prófað að hlaða innbyggða batteríið í símanum í gegn um USB tengið, en það virðist hafa gefið betri raun að nota 12V/4,20V spennugjafa sem tengist batteríinu beint.

7) UMBÚÐIR:
Það má gjarnan koma símanum fyrir í kassa, sérstaklega ef hann er hafður utanhúss. Kassa má jafnvel fá hjá Smith og Norland, Rönning, o.s.frv., eða kaupa hér: http://www.me-systeme.de/catalog/ip-cam ... c-216.html
Einnig: http://www.instructables.com/id/GSM-And ... or-webcam/
http://www.instructables.com/files/orig ... CVGKS8.pdf

8) TILBÚIN GRÆJA:
Ef menn vilja, þá er hægt að kaupa endurnýttan GSM síma með Appi sem búið er að ganga frá í kassa og og er því tilbúinn í leikinn. Kostar 235 Evrur hér: http://www.me-systeme.de/catalog/ip-cam ... c-216.html

9) VEFSÍÐAN:
Nú er að koma þessu inn á vefsíðu. Það er ekki flókið. Það eru reyndar tveir aðilar sem leyfa ókeypis aðgang fyrir fáeinar myndir í takmarkaðan tíma ( http://www.me-systeme.de/catalog/osc-se ... p-809.html https://sensr.net/ ). Miklu berta er þó að setja upp eigin vefsíðu á eigin vefsetur. Hugbúnaður fyrir slíkt (html, php, ...) er á netinu nánast tilbúinn til notkunar. Sjá http://www.appbrain.com/app/mobilewebca ... bilewebcam
http://forum.xda-developers.com/showthread.php?t=950933
Hér kemur auðvitað Sverrir í hugann sem mikill kunnáttumaður á þessu sviði. Ef til vill mætti hýsa þessa síðu á Fréttavefnum?

10) FJARSKIPAMÁLIN:
Varðandi fjarskiptamálin þá höfum við Björn Geir rætt um að hafa samband við lítið fjarskiptafélag þar sem við þekkjum aðeins til, og bjóða þeim samstarf. Við fengjum GSM áskrift gegn því að vera með auglýsingu frá þeim á síðunni. Við þurfum ekki 3G eða 4G, 2G (GPRS) nægir ef það er ódýrara eða ef síminn er bara með það.

---

Þetta var sem sagt gróf 10 skrefa lýsing. Ef við einbeitum okkur að einum velli í byrjun, þá verður fljótlegt og lítið mál að bæta við fleiri völlum þar sem hvorki er nettenging né rafmagn, og enn minna mál ef hvort tveggja er til staðar.

Þessi stóra sólarrafhlaða og stóri rafgeymir er auðvitað miklu meira en þarf fyrir þessa vefmyndavél, en við stefnum að því að eiga einhvaja afgangsorku fyrir eitthvað annað...

Skemmtilegast væri að hafa þetta allt á sömu vefsíðunni jafnvel ásamt veðurupplýsingum frá nálægri sjálfvirkri veðurstöð.

Auðvitað er ekkert að því að byrja að undirbúa strax vefmyndavélar á öðrum flugvöllum.

Nú, ekki má gleyma því að sumir hafa tengt hreyfiskynjara við myndavélina sem þá tekur myndir þegar einhver er nærri skynjaranum. Þannig má vakta húsið.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Sverrir »

9) Við ættum að geta fundið lausn á því.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Vignir »

3) HLEÐSLUSTÝRING
Ég get útvegað hjá fyrirtæki sem ég starfa hjá þessa hleðslustýringu og klúbburinn fengi hana á 4500kr
Þetta er 5A útgáfan. BlueSolar 12/24-PWM 5A
http://www.victronenergy.com/upload/doc ... -%20EN.pdf ef menn hafa áhuga.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Þessi hleðslustýring líkist þeirri sem ég notaði á sínum tíma. 5A er nóg fyrir 3A sólarsellu. Hámarksálag rafbúnaðar sem er tengdur má mest vera 10A og ætti það að vera nóg.

Á myndin hér fyrir neðan er tekin í janúar 2002 skömmu eftir að húsið var flutt á staðinn. Ljósið í húsinu kom frá rafgeymi sem hlaðinn var með sólarsellu. Áður en húsið kom var sellan notuð til að hlaða rafgeymi fyrir fellihýsi, þess vegna er "sólarorkuverið" svona langt frá húsinu. Rafmagn frá Rarik kom síðan um sumarið.

Aftan á sellunni eru tvær festingar sem ætlaðar eru fyrir lárétt rör, líklega 1,5". Þannig er hægt að stilla hallann á sellunni. Hugsanlega má greina það á myndinni. Í kassanum var rafgeymir og hleðslustýring.

Ég var með tvo 70Ah "frístundarafgeyma". Annar var í hleðslu meðan ég notaði hinn.

Nú er bara að velja hentugan stað fyrir sólarsellurnar:

- Smíða eitthvað svo hægt sé að festa sólarsellunni uppi á þaki? Hefði mænir hússins snúið í austur-vestur, þá hefði einfaldlega mátt láta hana liggja á þakinu móti suðri. Mænirinn snýr ca í norður-suður svo það er ekki eins auðvelt.

- Koma fyrir láréttu röri ofarlega á mæninum sem snýr í átt til suðurs? Sólarsellan skrúfast beint þar á.

-Koma henni fyrir uppi á gámnum?

-

Hleðslustýringin er með innbyggðum hitanema sem þarf að skynja umhverfishita rafgeymisins. Þess vegna væri best að koma henni fyrir utanhúss, etv í þéttum plastkassa. Á hleðslustýringunni eru ljós sem sýna ástand kerfisins og hleðslu rafgeymisins. Þessi ljós þurfa að vera sýnileg.



Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Er það kannski málið að hafa allt raforkuvirkið úti í gámi?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara