Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Glöggir menn hafa tekið eftir að í dag er klukkan í vefmyndavélinni 1 klukkustund of fljót.
Það er vegna þess að s.l. nótt var klukkum víða í Evrópu breytt í sumartíma. GSM síminn var stilltur á breskan vetrartíma og leiðrétti hún sig sjálf yfir á breskan sumartíma. Ég lagfæri þetta við tækifæri.
Það er vegna þess að s.l. nótt var klukkum víða í Evrópu breytt í sumartíma. GSM síminn var stilltur á breskan vetrartíma og leiðrétti hún sig sjálf yfir á breskan sumartíma. Ég lagfæri þetta við tækifæri.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Klukkan farin að sýna réttan tíma.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Af einhverjum ástæðum sýnir myndavélin að rafhlöðuspennan sé að lækka. Þetta gerist í stökkum, ca með sólarhrings millibili. Nú sýnir myndavélin 0006% og verður fróðlegt að fylgjast með þegar hún fellur niður í núll. Kannski slökknar á myndavélinni og kannski ekki.
Hleðstutækið er tengt beint inn á rafhlöðuna í símanum og hleður rafhlöðuna framhjá hleðslustýringunni sem er í símanum. Kannski er það að rugla eitthvað símann í ríminu. Hleðslutækið er tengt við 12 volta rafgeymi sem ætti að endast í 3000 tíma með þessari litlu straumnotkun (um 20mA).
Hleðstutækið er tengt beint inn á rafhlöðuna í símanum og hleður rafhlöðuna framhjá hleðslustýringunni sem er í símanum. Kannski er það að rugla eitthvað símann í ríminu. Hleðslutækið er tengt við 12 volta rafgeymi sem ætti að endast í 3000 tíma með þessari litlu straumnotkun (um 20mA).
- Flugvelapabbi
- Póstar: 589
- Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Eg var að skoða vefmyndavelina um kl 8:40 þa var siðasta mynd fra kl 6:40 ca, hvað veldur þessu ?
kv
Einar
kv
Einar
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Það er ekki gott að segja.
1) Hleðslutækið ekki tengt við rafgeyminn. Það var þó í lagi þegar ég færði myndavélina s.l. mánudag.
2) Hleðslutýringin í símanum að misskilja eitthvað því batteríinu í símanum er haldið hlöðnu framhjá henni. og sýnir því fallandi spennu.
3) Bilun í hleðslutæki. Frekar ólíklegt, en möguleiki.
4) Rafgeymirinn tómur. Mjög ólíklegt.
5) Símakortið mitt (frelsi hjá Nova) tómt.
Sanleikurinn kemur í ljós þegar ég kíki á málið.
Myndavélin er búin að vera í gangi á flugvellinum frá 22. mars.
1) Hleðslutækið ekki tengt við rafgeyminn. Það var þó í lagi þegar ég færði myndavélina s.l. mánudag.
2) Hleðslutýringin í símanum að misskilja eitthvað því batteríinu í símanum er haldið hlöðnu framhjá henni. og sýnir því fallandi spennu.
3) Bilun í hleðslutæki. Frekar ólíklegt, en möguleiki.
4) Rafgeymirinn tómur. Mjög ólíklegt.
5) Símakortið mitt (frelsi hjá Nova) tómt.
Sanleikurinn kemur í ljós þegar ég kíki á málið.
Myndavélin er búin að vera í gangi á flugvellinum frá 22. mars.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Komið í lag, í bili að minnsta kosti.
- Rafgeymaspennan var 12.1V.
- Rafhlöðuspennan í símanum var 3,9V, eins og ég stillti hleðslutækið á.
- Slökkt var á símanum. Þegar ég ræsti hann sýndi hleðslumælirinn á skjánum ca 60%. Ræsti síðan MobileWebCam appið og allt hrökk í gang. Myndin sýnir nú 56% hleðslu.
Þetta virðist vera eitthvað eins og í ágiskun 2) hér að ofan. Þarf að kanna betur.
http://agust.net/rc/webcam/
- Rafgeymaspennan var 12.1V.
- Rafhlöðuspennan í símanum var 3,9V, eins og ég stillti hleðslutækið á.
- Slökkt var á símanum. Þegar ég ræsti hann sýndi hleðslumælirinn á skjánum ca 60%. Ræsti síðan MobileWebCam appið og allt hrökk í gang. Myndin sýnir nú 56% hleðslu.
Þetta virðist vera eitthvað eins og í ágiskun 2) hér að ofan. Þarf að kanna betur.
http://agust.net/rc/webcam/
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Ég væri ekki hissa á að einhverjir geri http://www.agust.net/rc/webcam/ að upphafs-síðu í vafrara hjá sér.
Svo mikil er byltingin, sem þessi tækniframför er á málefnum félagsins.
Bestu þakkir, Kv. Lúlli.
Svo mikil er byltingin, sem þessi tækniframför er á málefnum félagsins.
Bestu þakkir, Kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélag Suðurnesja
- Örn Ingólfsson
- Póstar: 274
- Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Þetta er allavega fyrsta bookmark hjá mér.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
[quote=Agust]Komið í lag, í bili að minnsta kosti.
- Rafgeymaspennan var 12.1V.
- Rafhlöðuspennan í símanum var 3,9V, eins og ég stillti hleðslutækið á.
- Slökkt var á símanum. Þegar ég ræsti hann sýndi hleðslumælirinn á skjánum ca 60%. Ræsti síðan MobileWebCam appið og allt hrökk í gang. Myndin sýnir nú 56% hleðslu.
Þetta virðist vera eitthvað eins og í ágiskun 2) hér að ofan. Þarf að kanna betur.
http://agust.net/rc/webcam/[/quote]
Þarf rafhlaðan að vera í símanum, mætti ekki tengja beint frá aflgjafanum í símann og sleppa rafhlöðinni? Þá er ég líka að hugsa hreinlega varðandi brunahættu ef hleðslustýringinn klikkar og ofhleður rafhlöðuna
- Rafgeymaspennan var 12.1V.
- Rafhlöðuspennan í símanum var 3,9V, eins og ég stillti hleðslutækið á.
- Slökkt var á símanum. Þegar ég ræsti hann sýndi hleðslumælirinn á skjánum ca 60%. Ræsti síðan MobileWebCam appið og allt hrökk í gang. Myndin sýnir nú 56% hleðslu.
Þetta virðist vera eitthvað eins og í ágiskun 2) hér að ofan. Þarf að kanna betur.
http://agust.net/rc/webcam/[/quote]
Þarf rafhlaðan að vera í símanum, mætti ekki tengja beint frá aflgjafanum í símann og sleppa rafhlöðinni? Þá er ég líka að hugsa hreinlega varðandi brunahættu ef hleðslustýringinn klikkar og ofhleður rafhlöðuna
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Þetta virkar, bíllinn minn lenti á tveimur myndum rétt um kl 7. Tók eitt flug í logni og súld. Þetta verður enþá flottara þegar vindpokinn veður kominn á sinn stað.
Guðjón
Guðjón