[quote=einarak][quote=Agust]Komið í lag, í bili að minnsta kosti.
- Rafgeymaspennan var 12.1V.
- Rafhlöðuspennan í símanum var 3,9V, eins og ég stillti hleðslutækið á.
- Slökkt var á símanum. Þegar ég ræsti hann sýndi hleðslumælirinn á skjánum ca 60%. Ræsti síðan MobileWebCam appið og allt hrökk í gang. Myndin sýnir nú 56% hleðslu.
Þetta virðist vera eitthvað eins og í ágiskun 2) hér að ofan. Þarf að kanna betur.
http://agust.net/rc/webcam/[/quote]
Þarf rafhlaðan að vera í símanum, mætti ekki tengja beint frá aflgjafanum í símann og sleppa rafhlöðinni? Þá er ég líka að hugsa hreinlega varðandi brunahættu ef hleðslustýringinn klikkar og ofhleður rafhlöðuna[/quote]
Ég veit ekki hvað síminn þarf mikinn straum meðan hann er að senda, en ef sendiaflið út er 2 wött og nýtnin 50% þá þarf 4 wött til að aflfæða símann meðan hann er að senda. Rafhlaðan er 4V svo þetta jafngildir um 1 amperi. Þetta 1 amper þarf aflgjafinn að geta gefið ef engin rafhlaða er í símanum til að taka á sig straumtoppana.
Hleðsluspennan er viljandi höfð lág, 3,9V í stað 4,2V. Lægri spennan 3,9V jafngildir um 60% hleðslu (gróflega reiknað) en 4,2V 100% hleðslu. Lægri spennan er nærri því spennugildi sem mælt er með að lithium rafhlöður sem eru í eru í langtímageymslu hafi. Þetta ætti að minnka hættu á að rafhlaðan springi vegna ofhleðslu og auka líftíma hennar.
Hleðslutækið getur mest gefið 0,1 amper, en LM317 spennustillirinn þolir rúmlega 10 sinnum meiri straum. Viðnámið í seríu við innganginn og díóðuna takmarkar strauminn við þetta gildi, þannig að þessi gerð af hleðslurás ætti að vera nokkuð traust.
Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
væri ekki nóg að endurræsa símann daglega? https://play.google.com/store/apps/deta ... erschedule
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Væntanlega er þetta spurning um einhverja stillingu því samskonar búnaður er notaður víða með góðum árangri.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Nú í dag klukkan 9:50 sýnir hleðslumælirinn enn 53% eins og í gær sem er í lagi.
Ég skoða málið ef hann fer að falla meira.
Ég skoða málið ef hann fer að falla meira.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Spennan var í upphafi um 40% 4.04 2014 og féll síðan jafnt og þétt á þremur dögum og var neðst 6% að morgni dags 7. apríl og þá slöknaði á búnaðinum.
kl. 17:00 07.04 2014 kemur Ágúst og lagfærir búnaðinn og spennan fer upp í 63%
Síðan 07.04. 2014 hefur spennan fallið hægar á þremur dögum og er núna 50% kl.17:10 10.04.2014
kl. 17:00 07.04 2014 kemur Ágúst og lagfærir búnaðinn og spennan fer upp í 63%

Síðan 07.04. 2014 hefur spennan fallið hægar á þremur dögum og er núna 50% kl.17:10 10.04.2014
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Svo virðist sem einhverjar myndtruflanir hafi verið annað slagið í útsendingu undanfarið, sem lýsa sér þannig að það vantar neðan á myndina. Ég veit ekki hvort ástæðan er í myndavélinni eða gagnageymslunni sem er núna í Þýskalandi.
Ég hef lúmskan grun um að svona flugvallamyndavélum eigi eftir að fjölga á næstu dögum og verður þá auðveldara að greina svona dynti eins og myndtruflanir og spennusig, því þá höfum við samanburð.
Nú í snemma morgun var spennan samkvæmt myndavélinni á Hamranesi ennþá 50%.
Að lokum er rétt að minna á vindhraðamælinguna á Reykjanesbraut og veðurspána fyrir Hafnarfjörð sem eru neðst á síðunni. Ekki gleyma að skruna alla leið niður! Nú, svo er þetta auðvitað ennþá tilraunasíða...
Ég hef lúmskan grun um að svona flugvallamyndavélum eigi eftir að fjölga á næstu dögum og verður þá auðveldara að greina svona dynti eins og myndtruflanir og spennusig, því þá höfum við samanburð.
Nú í snemma morgun var spennan samkvæmt myndavélinni á Hamranesi ennþá 50%.
Að lokum er rétt að minna á vindhraðamælinguna á Reykjanesbraut og veðurspána fyrir Hafnarfjörð sem eru neðst á síðunni. Ekki gleyma að skruna alla leið niður! Nú, svo er þetta auðvitað ennþá tilraunasíða...
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Klukkan 11:31 í morgun voru 3 á hjóli við húsið. Eftir þar rofnaði myndasendingin. Getur verið að hliðið hafi verið opið?
Smella á mynd til að stækka.

Smella á mynd til að stækka.

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
12 apríl Í morgun voru þessir módel menn á Hamranesi frá kl. 09:51 til kl. 11:11
Þessi módelmaður fór síðastur af Hamranesi kl. 11:11
Svo komu þrír forvitnir á hjólum
Grunsamleg kona á hjóli með rauða verkfæratösku rennur upp að húsinu á Hamranesi kl. 11:31 og allt verður svart!


Þessi módelmaður fór síðastur af Hamranesi kl. 11:11

Svo komu þrír forvitnir á hjólum
Grunsamleg kona á hjóli með rauða verkfæratösku rennur upp að húsinu á Hamranesi kl. 11:31 og allt verður svart!

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Ég fór að kanna málið.
Rafgeymaspenna 11,94 V.
Spenna á Lithium rafhlöðu í síma 3,92V (rétt spenna).
Straumurinn á hleðslutæki ca 15 mA (í lagi).
Hleðslu "mælir" á síma: Táknið blikkaði mynd af tómu batteríi.
Kveikt var á simanum, en á honum var tilkynning: "Sorry! Application MobileWebCam (in process com.dngames mobilewebcam) is not responding".
Slökkt á síma og ræstur aftur og MobileWebCam ræst: Allt OK og batteríindicator sýnir rétt, eða ca 70%.
Sem sagt: Það er eitthvað í forriti símans sem telur niður og slekkur á honum. Hleðslutæki er í lagi og vinnur vel.
(Allt var með kyrrum kjörum og hliðið læst).
Rafgeymaspenna 11,94 V.
Spenna á Lithium rafhlöðu í síma 3,92V (rétt spenna).
Straumurinn á hleðslutæki ca 15 mA (í lagi).
Hleðslu "mælir" á síma: Táknið blikkaði mynd af tómu batteríi.
Kveikt var á simanum, en á honum var tilkynning: "Sorry! Application MobileWebCam (in process com.dngames mobilewebcam) is not responding".
Slökkt á síma og ræstur aftur og MobileWebCam ræst: Allt OK og batteríindicator sýnir rétt, eða ca 70%.
Sem sagt: Það er eitthvað í forriti símans sem telur niður og slekkur á honum. Hleðslutæki er í lagi og vinnur vel.
(Allt var með kyrrum kjörum og hliðið læst).
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Rosalega er þetta myndadót að virka vel. (Þetta er ekki háð heldur hrós). Það á eftir að koma sér vel sem öryggistæki.