Dúittjorself servótengi?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Dúittjorself servótengi?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Var að hugsa um að ná mér í töng og efni til heimabruggunar á servótengjum,,,þessum venjulegu þriggja pinna.
Hefur einhver reynslu af því.
Var búinn að finna þetta í einhverri póstverslun en kannski áhugavert að heyra hvort einhver hafi ráð í þessu sambandi áður en ég læt vaða.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Dúittjorself servótengi?

Póstur eftir Sverrir »

Keypti mitt sett hjá Ash, hann er reyndar kominn með nýja töng sem á að vera enn betri en sú sem ég er með núna og er varla á bætandi. ;)
http://ashtekelectronics.com/store/serv ... f44f31145b
Svo er ég líka með strippara
http://ashtekelectronics.com/store/auto ... -p-83.html
og fínan bítara sem er bara notaður í servóvírana
http://ashtekelectronics.com/store/cost ... -p-84.html
Svo eru margar gerðir af köplum
http://ashtekelectronics.com/store/serv ... 31_33.html
Meira að segja ein gerð með glæru plasti utan um neikvæða vírinn til að auðveldara sé að fylgjast með tæringu(black wire)
http://ashtekelectronics.com/store/asht ... p-358.html
Hægt að fá servótengin í nokkrum litum líka sem skemmir ekki fyrir
http://ashtekelectronics.com/store/serv ... 31_32.html

Veit ekki með ráð en þetta er bæði skemmtilegt og ótrúlega þægilegt að vera sjálfbjarga með öll þessi snúrumál, þú ert enga stunda að ná tökum á þessu :)
Svo má líka finna ágætis leiðbeiningar á http://ashtekelectronics.com/store/tutorials.php
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Dúittjorself servótengi?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Heyrðu... hér er þetta bara allt komið. Dánlódaði kattalóknum þeirra og sjá... fullt af öðru gagnlegu dóti sem ég vissi ekki að ég get ekki verið án.

Takk Sverrir.

Annars.. er einhver sem notar ferrít hringi á langar framlengingar (stuttar líka??) eða er nóg að nota snúinn kapal???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Dúittjorself servótengi?

Póstur eftir Sverrir »

Ég hef notað snúnar snúrur hingað til, það á að duga til að skerma vírinn... skilst að aðalhættan sé ef snúran er nálægt lengd loftnetsins eða margfeldi þeirrar tölu en minnir að það hafi verið með hefðbundnar framlengingar, ætla þó ekki að fara að hengja mig upp á það.

Ágúst náttúrulega stunginn af í verðskuldað frí þegar við þurfum á honum að halda ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara