Flugmódelfélag Akureyrar verður með kynningu á sportinu og sýningu á flugmódelum á Glerártorgi nk. föstudag 16.júni frá kl.16 til 19.
Margt glæsilegra gripa verður þar til sýnis ásamt því sem félagasmenn flugmódelfélagsins verða á staðnum og svara þeim spurningum sem brenna á gestum og gangandi. Þyrluflug verður einnig fyrir utan Glerártorg kl.16 ef veður og aðstæður leyfa
Að auki eru flugmódel til sýnis á Glerártorgi vikuna 12. til 16.júní.
Áhugasamir eru hvattir til að taka þjóðhátíðarhelgina snemma og mæta á svæðið og fræðast nánar um sportið.
12.06.2006 - Flugmódelkynning á Glerártorgi
Re: 12.06.2006 - Flugmódelkynning á Glerártorgi
Icelandic Volcano Yeti