Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Hvort sem það er hástart eða hang, sjálfknúið eða vindknúið, þá er þetta ágætis staðsetning fyrir það.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Agust »

Þeir sem eiga Futaba 9C fjarstýringar og flugvél með flapsa og vilja fikta með crow og butterfly gætu haft gagn af Excel skjali sem finna má á þessari síðu:
http://www.stoneridgetech.com/rc/f9c-spreadsheet.shtml
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mín spoileron-reynsla er frá tveimur módelum, annarsvegar Júkandúinum og svo Hawk-rafmagnssvifflugunni.

Júkandúinn, U-can-do .46 frá Great Planes, er "Fun-fly" módel með risastóran þykkan væng og mikil stjórnbörð fyrir hægflug og 3D listflug. Mín Júkandú er nú löngu komin til módelhimna og myndirnar í tölvunni heima.

Ég var með bæði flaperon og spoileron stillingar á minni. Með því fyrrnefnda man ég nú ekki eftir að mér hafi funndist það gera neitt áhugavert fyrir hana, kannski vantaði að mixa hæðarstýrið með til að fá eitthvað vit í það, en með talsverðu spoileroni á þessum risastóru eilerón-börðum var hægt að láta hana hanga í "Harrier" stöðu með uþb 45°"reisn og nokkra inngjöf á mótor. Þannig gat maður látið hana hreinlega rölta um í rólegheitum ef þið áttið ykkur á hvað ég meina. Ef maður svo dró af mótornum þá "mössaði hún niður en það hefur verið kallað "elevator" á 3D máli ef mér skjátlast ekki.

Hawk svifflugan er með löngum eilerónum og ég er með einfalda ca 35°upp-stillingu gegnum flapsarofann. Virkar eins og loftbremsurnar ("spoilers") á "alvöru" svifflugum og eiginlega alveg nauðsynlegt til þess að koma henni niður þar sem maður vill. Maður bara smellir því á á lokastefnunni og hún "súnkar" niður í stað þess að fljóta endalaust eins og svifflugu er háttur annars.
Um leið og lognið lægir hérna í Eyjafirðinum þá raða ég henni saman og smelli mynd af því hvernig þetta lítur út. Kannski bið ég dótturina að filma fyrirbærið fyrir ykkur ef veðrið einhvern tíma fæst til þess að hætta þessum látum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Agust »

Það væri auðvitað kjörið að prófa lendingar með spoilerónum með þessari vél í sýndarheimi. Akkúrat það ég ætla að gera síðan í raunheimi. Sama vél, sami flugvöllur.

AeroflyProDeluxe simminn með heimatilbúnum flugvelli.

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Olddog »

Þetta eru mjög gagnlegar pælingar varðandi Flaperone og Spoilerone, sérlega fyrir þá sem ekki hafa hugsað um þessa hluti og hafa talið að flapsar væru aðal málið. Ég benti á hér að framan að ég mælti ekki með Flaperones fyrir flugmódelin,nema sem skala ætem, aftur á móti er Spoilerone afar gott fyrirbæri og ég skal reyna að skýra út af hverju.

Þegar ég flaug í stórskala, semsagt Fútabalaust, þá voru tvær aðferðir til að koma bratt inn til lendingar. Fullir Flapsar og Side-Slip. Fyrstu verðlaun frá mér fékk alltaf slippið vegna þess að maður gat komið niður einsog Otis lyfta, en um leið og vélin var tekin útúr slippinu var hún umsvifalaust full-fljúgandi á eðlilegun hraða og í eðlilegu svifi.

Að koma bratt inn á fullum flöpsum þýddi að þú varst nánast neyddur til að lenda með fullum flöpsum m.ö.o. þá er ekki hægt að taka flapsana af eða minnka þá til að "lengja í" ( minnka drag) því vélin óhjákvæmilega sunkar þegar flapsar eru teknir af. Það er hægt að minnka þetta sink með inngjöf en það hefur í för með sér að erfitt er að halda nákvæmum hrað og maður er ekki með góðu móti að taka af flapsa og gefa í með sömu hendinni á sama tíma. Sem sagt þá slippaði ég ef aðstæður voru þannig að bratt aðflug var óhjákvæmilegt.

Hvaða árhif hefur þetta á módelflugið? Jú við erum með flugvöll eða tún sem ekki eru mjög stór (Mosó er nóttúrlega sér á parti, enda flugvöllur) og allt fyrir utan þessa fleti er óhollt fyrir módelin að lenda í. Það er því æskilegt að við getum tekið frekar bratt aðflug, allavega og sér í lagi á stærri vélunum sem eru með lága vænghleðslu.

Ef við t.d. horfum á Steina málara koma inn, t.d. á Hamranesi frá suðri, hvort sem það er á Katönunni eða SBach þá byrjar hann talsvert langt úti og kemur inn í frekar aflíðandi aðflugi (munið að þetta er m.a. vegna þess að vélarnar eru "afturþungar" ) til að geta lent framarlega á svæðinu því vélarnar fljóta meðan hraðinn er að blæða af. Ef mótotinn tæki upp á því að deyja í svona flötu aðflugi er vandi á höndum og hætta á að vélin færi í hraunið eða fyrir framan braut.

Betra væri ( og nú er ég ekki að fjalla um fluggetu Steina, hún er frábær og menn fljúga eins og þeim finnst best og eru vanir, þannig að þetta er ekki um Steina þó ég noti hans nafn í þessu, þetta á við um okkur alla. Steini er bara svo góður að þegar hann er að fljúga þá erum við allir að horfa á hann og þess vegna þekkið þið hvernig hann kemur inn, í því felst valið í dæmisöguna hjá mér)

semsagt, betra væri að nota Spoilerones sem gæfi aðflugshorn sem væri tvöfalt (eða meira) brattara, með uppmix á hæðarstýri sem gæfi sama flughraða og venjulega, þannig að hægt væri að byrja aðflugið mun nær svæðinu, ef eitthvað kæmi upppá t.d. mótorstopp þá er vélin í fyrsta lagi mun nær, en aðalatriðið væri að það þyrfti ekki annað en að sá út einum rofa og spoilerone fer af , flugvélin nær fullu flugi á skúndubroti og aðflugshallinn verður flatur, og svifgetan tvöfaldast. Alveg einsog í slippinu. Þetta er líka raunin þegar hætt er við lendingu, gefa í og flippa Spoilerone af og full stöðugt flug komið um leið

Svo kæmi aukatalan í lottóinu að undir venjulegum kringumstæðum með Spoilerones á koma bratt niður og þegar flerað er við brautina, þá flýtur vélin nánast ekkert þar sem liftið í vængnum er mun minna og vélin lendir því mun styttra. Munið að í raun er ástæðan fyrir því að vélin kemur brattar niðu með Spoilerones á er að "Center of lift" fer aftar í vænginn og það gerir vélina einfaldlega nefþyngri, og þar af leiðandi stöðugri á litlum hraða.

Ég er sammála Ágústi og hvet því menn til að prufa sig áfram, en muna að þetta hentar ekki endilega öllum vélum, en endilega prufa.

M.Kv.

Lárus
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Agust »

Hér er 5 ára gamall pistill um side-slip http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=602.

Meðal annars er minnst á sömu CAP232 vélina og hér. Hann virðist hafa verið orðinn 9 ára árið 2006.

Mér hefur alltaf liðið hálf illa þegar ég kem inn lágt yfir móann í sveitinni sem bíður eftir að brjóta hjólastellið ef mótorinn svíkur. Þess vegna er best að koma bratt inn.

Að hafa möguleika á sideslip eða lofthemlum (spoilerons) kemur sér líka vel ef það drepst á mótornum í sæmilegri hæð. Þá þarf maður ekki að fara eins langt út til að svifa niður að brautinni og getur stjórnað miklu betur hvar maður lendir. Hættan á yfirskoti verður minni, og líka hættan á að ná ekki inn á braut.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara