Brusless

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Pétur
Póstar: 5
Skráður: 17. Jan. 2014 13:12:07

Re: Brusless

Póstur eftir Pétur »

Halló,

Eru einhverjir hérna á spjallinu sem kunna að meðhöndla Brusless motora og brusless ESC og
hverning hægt er að stilla þá af ?
Þetta er Brusless motor og ESC eru frá E-flite.

- Motor Park 480 BL Outrunner, 1020 kv
- 40 amp brusless ESC
- 11.1V Thunder Power LiPoly

Kveðja

Pétur N. Bjarnason
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Brusless

Póstur eftir Sverrir »

Stilla þá af? Nákvæmlega hvað viltu vita? Ertu búinn að tengja þetta og setja í gang?
Ef þú ert að lenda í því að mótorinn snýst í vitlausa átt þá er nóg að víxla einhverjum tveimur vírum á milli mótorsins og hraðastillisins.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Brusless

Póstur eftir HjorturG »

lárus á einhvern ESC stillara veit ekki hvort hann virkar fyrir þessa ESC'a en virkaði vel fyrir mig...
Passamynd
Pétur
Póstar: 5
Skráður: 17. Jan. 2014 13:12:07

Re: Brusless

Póstur eftir Pétur »

Sæll Sverrir,

Í leiðbeiningum um ESC segir að það skipti engu hverning maður tengir þessa 3 víra sem koma frá brushless motornum. Ég gerði það og tengdi +/- alveg rétt. En þegar ég tengi ESC við Lipoly battery-ið þá koma bara
"píp" hljóð og maður sér að loftskrúfan hreyfist pínu lítið í takt við "pípin"

Mín spurning er sú, er nóg að tengja bara batterí-ið við ESC og á þá motorinn að fara snúast þegar maður gefur inn eða þarf eitthvað meira að gera?

Svo er það stilling á Futaba fjarstýringunni sem kallast End Point Adjustment.
Þegar ég er að stilla channel 3 sem er Throttle control og horfi á skjáinn þegar ég er að gefa inn þá breytist talan á skjánum þegar ég er að verða kominn hálfa leið með throttluna þá breytist talan úr 50 í 100.
Var að spá líka hvort þetta hafi einhver áhrif á ESC.

kv.

Pétur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Brusless

Póstur eftir Sverrir »

Þegar þú heyrir pípinn þá er esc að segja þér að hann sé virkur, prófaðu að hreyfa pinnann í fulla gjöf eftir að pípið heyrist, gætir þurft að bíða eftir öðru pípi þar, og svo aftur niður og athugaðu hvort að mótorinn fer ekki í gang þá.

Það væri líka athugandi að hreinsa minnið í fjarstýringunni sem þú ert að nota fyrir þetta módel ef stillingar þar skyldu vera að stríða þér e-ð.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Pétur
Póstar: 5
Skráður: 17. Jan. 2014 13:12:07

Re: Brusless

Póstur eftir Pétur »

Sæll Sverrir,

Ég var að spá hvort ég mætti hringja í þig og spjalla aðeins við þig um þetta ?
Ég held að það sé of mikil vinna að vera reyna lýsa þessum hljóðum og hreyfingum á skriflegu máli :).
Hvar myndi ég finna símanúmerið þitt hérna á spjallinu ?



Kveðja

Pétur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Brusless

Póstur eftir Sverrir »

Með því að smella á nafnið mitt í undirskriftinni eða bara hér http://frettavefur.net/nafnalisti/1/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Brusless

Póstur eftir Haraldur »

Ef þú ferð eftir leiðbeiningunum þá er ekkert mál að stilla ESC'inn.

Áður en þú setur ESC í samband við batteríið þá þarf inngjöfin að vera allveg í núll (allveg niður) því af örryggis ástæðum þá hleypir ESC ekki rafmagni inn á mótorinn ef það er einhver inngjöf.

ESC spilar á vindinga mótorsins og þannig gefur það frá sér hljóð. ESC sjálfur hefur engann hátalara. Hljóðin sem ESC spila eru mismunandi og segja þér nákvæmlega hvað er að og hvað ESC er að gera. Lærði þessi hljóð og þú lærir að skilja þinn ESC.

Þegar straumur er settur á ESC þá spilar hann nokkra tóna og kveikir ljós og þá á allt að vera í lagi.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Brusless

Póstur eftir Agust »

Ég er með JETI hraðastilli. Hann er með innbyggðan summer og gefur frá sér um fimm hljóðmerki með um sekúndu millibili eftir að kveikt er á honum. Með því að hreyfa inngjöfina á réttu augnabliki er hægt að forstilla tækið fyrir soft/hard, NiCd/LiPo o.fl. Þetta má einnig gera með sérstökum búnaði sem settur er milli hraðastýringarinnar og móttakara.

http://www.bphobbies.com/pdf/esc1.pdf

http://plawner.net/4/hardware/esc/jeti/esc_tests.html

Þannig gæti pípið hjá þér verið eitthvað í sambandi við forritun eða forstillingu.


Þar sem loftskrúfan hreyfist í takt við pípið: Getur verið að rafhlaðan sé nánast tóm og haldi ekki uppi spennu? Þetta gæti þá verið aðvörunarpíp.

Aðalatriðið er að lesa leiðbeiningarnar (RFM).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara