Multiplex FunJet

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Multiplex FunJet

Póstur eftir Agust »

Ég setti i vikunni saman FunJet frá Multiplex. Þetta er ekki mikil smiði, og tók það líklega alls um þrisvar sinnum tvær klukkustundir að klára vélina.

Vélin er úr EPP og því sterk. Allt smellpassaði eins og venjan er þegar um kit frá Multiplex er að ræða. Ég er með tvö Hitec digital miniservo (5065MG minnir mig) og nokkuð öflugan hraðgengan outrunner 3500kV). Ég á eftir að prufufljúga vélinni.

Eins og sjá á myndunum þá er smiðaborðið nokkuð óvenjulegt, en mestur hluti smíðinnar fór fram utadyra.



Mynd


Mynd


Mynd


Mynd




http://www.hitecrcd.com/products/digita ... 065mg.html

Mótorinn er "BRC 283635 3500Kv (370W) 'Outrunner/inrunner' Brushless Motor" . Hann er nokkuð sérstakur, því utan um outrunner mótorinn er annað hús sem ekki snýst með mótornum. Þaðan kemur nafnið 'Outrunner/inrunner'þ






Það fæst ýmislegt sniðugt hjá Multiplex. Sjá vörulistann þeirra:
http://www.multiplex-rc.de/cms/vorschau ... log_GB.pdf
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Multiplex FunJet

Póstur eftir Agust »

Nú er ég búinn að fljúga FunJet töluvert, bæði í töluverðum vindi og litlum vindi. Reglulega skemmtileg vél.

Ég er með heldur stærri mótor en gert er ráð fyrir, gefinn upp fyrir að vera um 400 wött með 3s LiPo, og er það mjög mátuleg stærð. Fugtakið er auðvelt því aflið er nóg. Ég kasta vélinni á loft, án þess að hlaupa, um 30 gráður uppávið með vinstri hendi og hún bara flýgur af stað. Yfirleitt flýg ég á um 1/3 gjöf, en í klifri 2/3 gjöf, og þegar mig skortir adrenalín flýg ég í low pass í 2ja metra fjarlægð á fullri gjöf. - Vá! Það minnir á tilfinninguna á Tungubökkum síðastliðið sumar þegar Ali flaug litlu svifflugunni með þotumótornum! Ekki smá hraði, og doppler hljóðið æðislegt!

Vélin virkar í flugi sem þónokkuð stærri vél. Er stöðug og þolir vel vind. Maður treystir henni vel og er óhræddur við að fljúga lágt, bæði hratt og hægt.

Í flugtakinu hef ég hæðarstýristrimmið um 6 klikk upp, en stilli það síðan niður eftir flugtak. Þannig klifrar vélin án hiks... Ég nota einnig vinstri hendina til að kasta henni, því þá er ég tilbúinn með hægri hendi að grípa í halla- og hæðarstýrið ef með þarf. Reyndar flýgur hún nánast lárétt uppávið, þannig að lítið þaf að leiðrétta.

Ég er með tvö góð servó, digital og metal gear. Kannski óþarfa bruðl.

Ég get ekki annað en dáðst að smíðinni og hönnuninni. Mótorfestingin er með gráðu-kvarða og stilliskrúfu til að fínstilla downthrust eða upthrust. Smellurnar fyrir lokið (kanapíuna) virka mjög vel, og allir hlutir smellpassa saman. Greinilega töluverð hugsun að baki.

Ég notaði einungis milliþykkt venjulegt cyanoacrylat lím og kicker sem ég úðaði á annan flötinn og lét þorna áður en ég bar límið á hinn flötinn. Samsetningin gengur því hratt og vel.

Ég málaði stél og vængenda með flúrocent málningu og notaði einnig límmiðana. Margir mála vélarnar eftir sínu höfði eins og sjá má á netinu. Eftir á að hyggja hefði ég átt að mála aðeins meira með áberandi lit til að gera vélina betur sýnilega úr fjarlægð. Það gengur vel að mála EPP plastið, en Multiplex selur einnig sérstakan grunn sem gerir það að verkum að málningin á að tolla enn betur.

Sem sagt, eintóm ánægja... Ekki er ólíklegt að næsta vél verði einnig Multiplex eftir þessa reynslu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Multiplex FunJet

Póstur eftir Haraldur »

Mér sýnist þetta vera sama efni og festingar og er í Acromaster og það kit er mjög vandað.
Þar notaði ég bara venjulegt CA lím engann kicker. Til að mála notaði ég venjulega acryl málingu og tollir hún ágætlega á. Vélin er úr Elapor plasti sem er Multiplex útgáfa af EPP efnum. Þeir segja að maður eigi að nota sérstakt lím frá þeim og eins sérstaka málingu frá þeim.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Multiplex FunJet

Póstur eftir Agust »

Bara svo það gleymist ekki:

Mótor: "BRC 283635 3500Kv (370W) 'Outrunner/inrunner' Brushless Motor".

Spaði: APC 4,7" x 4,2"

Rafhlaða Turnigy 2600 mAh, 3 sellur.

Straumur skv. mælingu: um 35A

Afl skv. mælingu: um 400 wött
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Multiplex FunJet

Póstur eftir Þórir T »

Ágúst, hvað var þessi pakki að kosta heim kominn?
Mér líst vel á þessa vél hjá þér..
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Multiplex FunJet

Póstur eftir Agust »

Sæll Þórir.

Ég keypti allt efnið árið 2009, en setti það ekki saman fyrr en í júlí s.l.

Vélina keypti ég frá Sussex Model Centre. Kostaði 54 pund.
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=19743

Mótor, hraðastýringu og servó keypti ég aftur á móti frá BRC Hobbies í UK.


BRC HOBBIES
http://www.brchobbies.com


Þetta er það helsta úr pöntuninni:

Description Unit price Qty Amount

Combo Deal - 'Sports' Funjet Power Set - BRC 283635 Brushless Inrunner/Outrunner Motor & Wasp 40A ESC+adaptor+prop. brc427
Item #: 427 £39.99 GBP 1 £39.99 GBP


BRC HOBBIES 2200 3S (11.1V) 20C (44.0A) Lithium Battery. brc256
Item #: 256 £19.99 GBP 1 £19.99 GBP


Hitec HS5065MG 11.9g Digital Metal Geared Mini Servo. brc996
Item #: 996 £26.99 GBP 2 £53.98 GBP



Ég held að þetta ákveðna "combo deal" með mótor fáist ekki lengur.

Menn hafa verið að nota alls konar mótora í þessa vél. Einn sá ég sem hafði sett 1200 Watta mótor í þotuna! Mig minnir að Multiplex hafi verið að selja u.þ.b. 200W mótora, en minn er um 400W. Alveg mátuleg stærð finnst mér. (400W outrunner, 3500KV, og 4,7" x 4,2" spaði).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Multiplex FunJet

Póstur eftir Agust »

Fyrir um viku vorum við feðgarnir í sumarbústaðnum í sveitinni. Í smá bríaríi kastaði ég vélinni fram af pallinum og klifraði lóðrétt.

Hvar ætlaðru að lenda, spurði Ragnar. Den tid, den sorg, svaraði ég. Ég hafði reyndar ætlað mér að prófa að lenda í ósléttum móanum.

Ég rétti honum fjarstýringuna og flaug hann eins og alvanur þotuflugmaður, þó hann hafi varla snert á módeli í 15 ár.

Nú var komið að því að lenda. Vindáttin var þannig að ekki var fýsilegt að lenda á grasbalanum við ánna. Ragnari leist ekki á þúfurnar í móanum.

Við vorum komnir hálfa leið niður að ánni eftir göngustíg. Ég stakk upp á því við flugmanninn að reyna aðflug að stígnum og tókst það vel í fyrstu tilraun. Hann lenti síðan á miðjum 2ja metra breiðum göngustígnum við tærnar á sér. Klapp bergmálaði í fjöllunum.

Þetta sýnir mér tvennt:
Menn gleyma ekki flugkunnáttunni þó ekki hafi verið flogið í meira en áratug.
TwinJet hefur mjög góða flugeiginleika. Flýgur eiginlega eins og hugur manns.

Þetta er alveg frábær Park Flyer varð Ragnari að orði eftir lendingu, enda er nóg af pörkunum þar sem hann býr. Hver veit nema hann fái sér svona til að leika sér að.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara