20.06.2006 - Cosford 2006 og baunaflug

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 20.06.2006 - Cosford 2006 og baunaflug

Póstur eftir Sverrir »

Large Model Association, betur þekkt sem LMA, í Bretlandi heldur árlega nokkrar flugkomur víðs vegar um Bretland og sú allra stærsta er haldin á Cosford herflugstöðinni í júlí ár hvert.

Í ár verður sérstaklega haldið upp á 70 ára afmæli Spitfire og er ætlunin að fá sem flest módel af þessari sögufrægu vél á svæðið ásamt því sem fullskala Spitfire mun mæta á svæðið og skemmta viðstöddum.

Nokkuð hefur verið um að Íslendingar líti þarna út enda eigum við nokkra góða kunningja í þessum hópi sem hafa m.a. heimsótt okkur hingað heim en við höfum líka átt okkar fulltrúa þarna úti, bæði sem keppendur og áhorfendur.

Í ár verða alla veganna 6 glæsilegir fulltrúar frá okkur þarna út og munu Norðanmenn fjölmenna, en ekki færri en 4 koma þaðan að þessu sinni. Með í ferð verður eitt stykki [url=http:// myndir.frettavefur.net/thumbnails.php?album=34]flugmódel[/url].

Minnum einnig á miðnætur- og baunflug sem haldið verður á Eyrarbakkaflugvelli af Smástund annað kvöld og hefst stundvíslega kl.20.
Icelandic Volcano Yeti
Svara