23.06.2006 - Baunflugsmótið 2006

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 23.06.2006 - Baunflugsmótið 2006

Póstur eftir Sverrir »

Veðrið var ekki sem best, svolítil gola en lægði þegar leið á kvöldið. Við reyndum að breyta aðeins reglunum í ár til þess að hafa þetta fjölbreytilegt. Núna voru teknar þrjár umferðir og í hverri umferð átti flugmaður að taka í loft með litla dollu festa á flugvélinni, taka eitt lúpp og lenda aftur. Í dollunni voru svo settar baunir og var keppst um að vera með sem flestar eftir að lent var.

Í fyrstu umferð voru settar 10 kjúklingabaunir, í annarri umferð voru settar 20 kjúklingabaunir og í þriðju voru settar 10 grænar baunir frá ORA. Eftir harða keppni þar sem ókyrrð átti sinn þátt varð lokastaðan svona :

Í fyrsta sæti varð Guðjón Kjartansson á Ready 2 með 39 baunir af 40 mögulegum. Í öðru sæti varð Veigar Hreggviðsson á Novu með 26, í þriðja sæti varð Þórir Tryggvason á Giles með 20 baunir og í síðasta sæti og með aðeins laskaðan Zlin varð Steinar Guðjónsson með 17 baunir.

Við minnum svo að lokum á Jónsmessuhátíðina á næsta laugardag, 24. júní, þar sem flugið verður meira og minna allan daginn og eru allir velkomnir. Um kvöldmatarleitið verður grillaðstaða á svæðinu. (Menn koma með matinn sjálfir.)

Fréttavefurinn þakkar Alex, Einari og Smástundarmönnum fyrir pistilinn og myndirnar.
Icelandic Volcano Yeti
Svara