CNC Time - Katana Mini Motorbox

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Jón Björgvin
Póstar: 103
Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir Jón Björgvin »

væri hægt að smíða svona í þessari græju?

http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wti0001p?&I=LXDTM5

bráðvantar svona stykki þetta brotnaði á pittsinum síðast :( og það er soldið síðan að þeir hættu að framleiða þennan pitts og ég finn hvergi vara hluti. á öllum síðum sem ég fer er allt búið svo nú er ég í veseni :)
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir Messarinn »

Sæll Einar
Það er best að vera með 2ja skera fræs í álinu því það er svo lítið pláss fyrir spónin í 4 skera fræsara og meiri hætta á að álið klessist (bráðni) í hann. Vatns kæling er líka mikið notuð í Ál spóntöku en þú gætir verið með loftblástur t.d. beint á fræsaran.?

[quote]væri óhætt að keyra þá í álið á S11000 (hægasta sem routerinn snýst) og F300 (hraðasta sem borðið fer)?[/quote]
Ef þú ert með tveggja skera 3mm fræsara þá ætti það að ganga þó að F300 sé heldur hæg borðfærsla fyrir S11000 rpm


[quote]Hvar getur maður verslað svona bita á landinu? Það er svo ansi langdregið að þurfa alltaf að bíða í 2-3 vikur ef maður pantar á netinu...[/quote]
Þú gætir ath í Byko eða húsasmiðjunni t.d.
http://www.byko.is/vorur/?product_category_id=672


Kv Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir einarak »

Takk fyrir þetta Gummi gott að fá góð ráð frá atvinnu mönnum.

JónB Ef á annað borð ég kemst upp á lag með að skera ál þá væri þetta stykki ekkert mál, en ertu viss um að þetta sé ekki járn?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Messarinn][quote]Hvar getur maður verslað svona bita á landinu? Það er svo ansi langdregið að þurfa alltaf að bíða í 2-3 vikur ef maður pantar á netinu...[/quote]
Þú gætir ath í Byko eða húsasmiðjunni t.d.
http://www.byko.is/vorur/?product_category_id=672[/quote]
Ætli Fossberg eigi ekki líka svona bita? Eiga alla veganna eitt sett sýnist mér? Svo eflaust líka til í lausu. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jón Björgvin
Póstar: 103
Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir Jón Björgvin »

okok nei var bara að spá ef það væri hægt væri það mjög gott veit ekki hvar ég get látið gera þetta :-D en já þetta er ál mætti vera járn þá hefði þetta ekki farið :-D
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Sverrir][quote=Messarinn][quote]Hvar getur maður verslað svona bita á landinu? Það er svo ansi langdregið að þurfa alltaf að bíða í 2-3 vikur ef maður pantar á netinu...[/quote]
Þú gætir ath í Byko eða húsasmiðjunni t.d.
http://www.byko.is/vorur/?product_category_id=672[/quote]
Ætli Fossberg eigi ekki líka svona bita? Eiga alla veganna eitt sett sýnist mér? Svo eflaust líka til í lausu. :)[/quote]
Ég kaupi mína fræsara hjá Steingrími Ingasyni í Hveragerði hann er með Hanita Widia og Kennametal verkfæri sem eru á heimsmælikvarða og ekki það ódýrasta.

Svo hef ég verið að kaupa af Iðnvélum í Kópavogi. Daníel heitir Strákurinn sem ég versla þar við
og er með umboð fyrir Japönsk verkfæri http://www.vertextools.com/

Ég hef lítið sem ekkert keypt af Fossberg. kaupi þó kælivökvan hjá þeim
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir einarak »

Jæja þá er katan loks komin með flughæfnisskirteinið aftur

Mynd
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir Gunni Binni »

Hvaða mótor og propp notarðu á hana og hvernig virkar(Þegar þú ert ekki að brjóta mótorboxið :) )
Er að púsla einni svona saman.
kv.
Gunni Binni
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir einarak »

Ég er með Turnigy2836 Brushless Outrunner 1000kv
11x3.8 slow fly prop, 25amp hraðastillir & 3sellu 2200mah lipo
Það er alveg mega power í þessu combo, hún hangir á proppanum á svona 50-60% gjöf. Passaðu bara að hafa mótorinn ekki mikið yfir 80-90gr þá verður hún of framþung
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: CNC Time - Katana Mini Motorbox

Póstur eftir hrafnkell »

Formula 1 ehf sérhæfir sig í að flytja inn fræsara bita - Getur örugglega fengið allt hjá honum sem þú þarft - fyrir hvaða efni sem er :)
Svara