Flugvöllur til sölu!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Agust »

Flugvöllur til sölu!

Eiginlega ætti þessi tilkynning að heima undir flokknum "Til Sölu", en vegna þess hve málið er sérstakt læt ég þetta undir almennt spjall.

Flugvöllur til sölu! Ha? Getur það verið? Jamm, og ekki bara einhver smávöllur, heldur 800 metra flugbraut á einu fallegasta svæði landsins. Flugvellinum fylgir land uppi á barðinu þar sem reisa má sumarhús.

Þetta er hvorki meira né minna en Geysisflugvöllur, sem er rétt fyrir austan hverasvæðið. Vinur minn Bjarni Sigurðsson (Greipssonar) hyggst selja landið. Af þeim sökum hefur Flugmálastjórn sent út tilkynningu um að vellinum verði lokað 1. júlí.

Á þessum flugvelli má stundum sjá einkaflugvélar, litlar farþegavélar, svifdreka og svifflugur. Ég hef heyrt að margir muni sjá eftir þessum flugvelli í uppsveitunum, rétt sunnan hálendisins.

Vitið þið um einhvern sem vill kaupa þetta land og varðveita flugvöllinn á þessu frábæra svæði, og jafnvel reisa sér sumarhús þar sem veðursæld er einstök?

Um er að ræða einstakt tækifæri.... Ég gæti komið áhugasömum í samband við seljanda.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Birgir
Póstar: 74
Skráður: 4. Apr. 2005 20:52:21

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Birgir »

Vá.. flott að eiga þetta land, hvert er verðið ?
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Agust »

Veit ekki verðið. Þetta eru 25 hektarar alls. Talaði við Bjarna áðan. Ekkert fast verð, hann er opinn fyrir hugmyndum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Agust »

Bjarni landeigandi hringdi í mig áðan. Flugvöllurinn barst í tal og kom það fram hjá honum að langhelst vildi hann að þarna yrði áfram flugvöllur. Hann sá fyrir sér að fáeinir gætu sameinast um kaup á vellinum. Þarna væri pláss fyrir nokkur sumarhús og jafnvel flugskýli. Hugsanlegir kaupendur gætu skipulagt svæðið að vild.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Sverrir »

Eigum við ekki bara að kýla á LM :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Birgir
Póstar: 74
Skráður: 4. Apr. 2005 20:52:21

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Birgir »

Ágúst !!! :)

Sæll Ágúst.

Tengdapabbi minn hefur mikinn áhuga á að kaupa sumarbústað eða land á næstunni..

Það væri gaman að skoða þetta dæmi með flugvöllinn og landið sem er til sölu.
Sér í lagi þar sem hann bað mig um að hafa opinn huga og kanna með sér hvað væri í boði.
Það væri náttúrulega frábært að planta sumarbústað þarna, að ég held, þó að ég hafi ekki séð þetta.

Eða er þetta ennþá til sölu Ágúst ?

Ef að þetta land er ennþá í boði væri gaman að skoða, heyra einhverja verðhugmynd, og eða tala við eigandann..


................. Biggi................... ( 849 2557 )
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Agust »

Sæll Birgir.

Flugvöllurinn er ennþá óseldur. Eigandinn er Bjarni Sigurðsson sem býr í Reykjavík og á Geysi. Bjarni sagði mér að landið sé um 25 ha, en þá er mælt út í mitt Tungufljót. Hann vill selja það sem eina heild og helst að það verði nýtt áfram sem flugvöllur. Ég get sent þér símanúmer Bjarna ef þú vilt, en s.l. sumar talaði hann um 1,5 Mkr fyrir hektarann, og var harður á því. Veit ekki hvort hann hefur breytt um skoðun.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Var ekki tvöfaldur í Lottóinu um næstu helgi?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Sverrir »

Víkinga þá?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Birgir
Póstar: 74
Skráður: 4. Apr. 2005 20:52:21

Re: Flugvöllur til sölu!

Póstur eftir Birgir »

Oh my golly ! :) 1.5 Mkr. fyrir hektarann.

Er þá ekki gullnáman innifalin í verðinu ?
Eru einhver hús, bústaður, eða kofar á þessu landi, og innifaldir í þessu verði ?

Mágur minn var nýlega að kaupa land einhversstaðar fyrir austan a 400 þús per ha. ca 15 hektara og þar fylgdi með 100 fm hús, ásamt litlu hesthúsi,
gott fyrir hann þar sem hann er hestamaður.

Einn kunningi minn keypti nýlega 800 ha. land einhversstaðar á Snæfellsnesinu og hann borgaði 40M fyrir allt, og þar fylgdi með 4 hús, ( bústaðir )

En þetta er náttúrulega allt annað dæmi, gríðalega flott staðsetning á landi við Geysi, og Geysis flugvöllur innifalinn í verðinu, nokkuð dýr flugvöllur þó.

Alla vega er ég hrikalega spenntur fyrir þessu, og ég mun spjalla við tengdapabba um þetta, það er aldrei að vita hvort að hann muni hafa
áhuga á þessu,, honum langar að gera eitthvað, kaupa land og byggja flottan bústað, og maður minn... ekki skemmir að hafa flugvöll,, ehehee,,,

Ég tala við karlinn þegar tækifæri gefst, og læt þig vita Ágúst..

...Bið að heilsa að sinni...... Biggi
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Svara