Grindavík - 24.ágúst 2011

Þeim fer fjölgandi
Svara
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir INE »

Flugmálastjóri Grindavíkur fyrirskipaði í morgun að flugvöllur bæjarins yrði sleginn og hirtur. Mér rann blóðið til skyldunar og svaraði kallinu.

Allt annað líf:

Mynd


Í síðustu viku var fyrsta þotuflugið í Grindavík framkvæmt af undirrituðum, vindátt var hagstæð og hægt að fara í loftið til austurs.

Í dag var vestanátt sem gerir aðflugið svolítið krefjandi sökum þess að húsið mitt er við brautarendann:

Mynd

Eftir að búið var að færa GOA (God of Aviation) fórn, kveikja á reykelsi og signa sig, var þotuhreyfillinn ræstur og Intro fór í loftið


Frúin var fengin til að documenta atburðinn, hún týndi Intro nokkrum sinnum en þetta er þó sönnun þess að það er hægt að lenda þotu til vesturs bak við hús...

(Available in HD)



Samtals voru tekin 4 flug á Extru300 og 3 á Intro - frábær dagur :)


Kveðja,

Ingólfur
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir Jónas J »

Góður !! Bara með flugbraut í garðinum :) he he he
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir Sverrir »

Flottir brautarhattar svo sé ég að það er tvistur á fæti þarna! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir Þórir T »

Smá forvitni, hvað myndi tryggingafélagið segja ef einhvað færi á annan hátt en ætlað væri? Við hálf flúðum með fyrsta völlinn okkar hér á Selfossi, niður á strönd, þó var hann töluvert fjær en td gamli völlurinn í Kef...
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

[quote=Sverrir]Flottir brautarhattar svo sé ég að það er tvistur á fæti þarna! ;)[/quote]
Ég afrekaði það í gamla daga í Vestm.eyjum að lenda á hausnum á svona tvisthrúgu :cool:
Kv.
Gústi
Passamynd
maggikri
Póstar: 5878
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir maggikri »

[quote=Þórir T]Smá forvitni, hvað myndi tryggingafélagið segja ef einhvað færi á annan hátt en ætlað væri? Við hálf flúðum með fyrsta völlinn okkar hér á Selfossi, niður á strönd, þó var hann töluvert fjær en td gamli völlurinn í Kef...[/quote]
Flottur völlur hjá þér INE.

Þórir: Varðandi tryggingar þá er þetta heima hjá INE, dekkar þá ekki bara "heimilistryggingin" ef allt færi á annan veg en ætlað er. Þetta er líka "einkavöllur". En ég veit alveg hvað þú átt við Þórir.

kv
MK
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir INE »

Það segir sjálft að sjálfssögðu er verið að bjóða hættunni heim þegar að það er verið að fljúgja módellum nærri byggð.

Sem betur fer þá bý ég í útjaðri Grindavíkur og það svæði sem ég flý yfir eru mannlaus tún, hraun og tjarnir. Það sem mig mest varðar um er að valda ekki tjóni á fólki.

Hinsvegar að þegar að ég lendi til vestur þá er aðflugið yfir hús mitt og tveggja nágranna minna. Þetta fólk hefur gaman af þessu flug brölti mínu, þeim er augljóst að ef ég veld eignatjóni þá er ég borgunarmaður fyrir það.

Hvað tryggingarnar segja: Tja... tryggingasalinn minn kemur nánast daglega að horfa á mig fljúga og hann segir allt gott, er með rollur í húsi hér rétt sunnann við húsið mitt.


Ávallt gott að hafa umræðu um öryggi.

Kveðja,

Ingolfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir INE »

Jæja nú er nóg komið.

Ég hóf þennann þráð og áskil mér rétt til að enda hann.

Þeir sem hafa áhuga að ræða þessi mál getað hafið nýjann þráð en hafið hugfast að það eru fleiri en bara við fastagestir sem skoða þennann vef og það er ekkert sérstaklega aðlaðandi fyrir þá sem eru að kynna sér hobbyið okkar að lesa neikvæða pósta.

Gangi okkur öllum vel og höfum sem mest gaman af þessu áhugamáli okkar.

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir Sverrir »

Umræðum um tryggingamál hefur verið splittað yfir á annan þráð.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grindavík - 24.ágúst 2011

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég kom heim til Ingólfs fyrir nokkru og get staðfest að hann býr í hálfgerðri paradís módelflugmannsins. Væri alveg til í að hjálpa honum einhverja nóttina að saga niður nokkra illa staðsetta ljósastaura :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara