03.07.2006 - Flugkoma Þyts afstaðin

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 03.07.2006 - Flugkoma Þyts afstaðin

Póstur eftir Sverrir »

Bærilega tókst til með flugkomu Þyts sem haldin var sl. laugardag út á Hamranesflugvelli. Veðrið hefði getað verið betra en þar sem við búum nú jú á Íslandi þá vitum við að allra veðra er von.

Fínasta þátttaka var og sást Kengúra fljúga um loftin blá, eða réttara sagt grá, og hverfa inn á milli skýjabakka áður en snúið var aftur til jarðar. Fleiri föngulegar vélar voru á svæðinu og mikið fjör og gaman. ´

Hægt er að sjá nokkrar myndir frá seinni hluta dagsins í Myndasafninu.

Næsta mót á mótadagskránni er ekki skráð fyrr en þann 18.júlí nk. en það er svokallað Opið mót sem Smástund heldur á Eyrarbakkaflugvelli.
Icelandic Volcano Yeti
Svara