DA-50 mótor með brotið festingareyra

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Maggi eg held að þu ættir ekki að reyna að sjoða þetta, hafðu samband við Desert Aircraft og faðu nytt stykki i motorinn.
DA motorarnir eru of goðir til að kluðra einhverju svona, margir eru spekingarnir bestir eru DA.
Kv
Einar P
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 219
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

Ef þú hefur samband við ALVÖRU suðukarla þá er hægt að laga svona hluti.
Kannaðu álsuðu fyrirtæki eins og Málmtækni Vagnhöfða 29 Reykjavík ( Már eða Örn) s: 580-4500 eða spyrja þá um aðra góða sem kunna á mikrómálin í álsuðu.
Kv.
PH
Pétur Hjálmars
Passamynd
maggikri
Póstar: 5705
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir maggikri »

Takk fyrir þetta félagar!

Ég hafði samband við þá hjá DA. Þeir segja að það hafi viðskiptavinir þeirra notað álsuðu á svona, en það endist bara nokkur flug. Þannig að þeir mæla með nýju bakstykki á gripinn.
kv
MK
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 219
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

þetta eru sölumenn, þeir eru i fullu starfi sem slíkir.
þú færð ekkert betra frá þeim.
Pétur Hjálmars
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Svo ég endurtaki mig þá er eins og ég sagði best að fá nýtt stykki og sjálfur mundi ég panta það.

En það er HÆGT að gera við þetta með Durafix lóðningu. Sjálfur mundi ég ekki víla fyrir mér að gera það ef ekki næðist í orgínal stykki.
Auðvitað er fullt af fólki sem hefur reynt að sjóða og lóða svona og mistekist. Það þarf að gera það rétt. Durafix er ein leið og hún getur gefið alveg jafn góðan árangur og fellur undir þann flokk sem Pétur kallar "ALVÖRU", ef rétt er að farið. Ég er búnn að nota þetta nokkrum sinnum og það er ótrúlega auðvelt og níðsterkt. Suða er mun vandasamari og krefst dýrra tækja.

Það þarf auðvitað að stilla þessu rétt upp hvort sem á að sjóða eða lóða. Ég mundi halda að það væri best að festa bakstykkið með stand-off stöngunum á plötu eins og það er á eldveggnum eða jafnvel á eldvegginn á vélinni en þá þarf auðvitað að fjarlægja bensínslöngu og tank ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Fridrik »

Daginn,

Held að það borgi sig bæði gæðalega og peningalega að fá bakplötuna frá DA, það er nú ekki ódýrt að fá mann í að sjóða ál mun sennilega kosta hressilega mikið meira en varahlutur frá DA fyrir utan að vera tilraunarverkefni.

kv
Friðrik
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir einarak »

Svo er JB Weld einn möguleiki líka, mig minnir að það fáist í Fossberg. það er epoxymálmlím sem er vel þekkt um allan heim meðal kappaksturskarla, ég hef t.d. séð það notað til að festa aftur eyru á vélarblokk þar sem startarinn braut sig frá blokkinni, svo er það líka notað til að steypa í hedd og soggreinar þegar verið er að "porta" til að breyta loftflæði inn á vélar. Og ef að því er treystandi til að loða innan í heddportum á 10.000$ keppnisvélum þá hlítur það að virka
http://jbweld.net/index.php
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þegar þið fáið varahlutinn þá væri ég þakklátur fyri rað fá brotna stykkið. Það er bara gaman að spreyta sig á lóða svona.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir hrafnkell »

Svo er til ál- og málm epoxy sem væri líklega sniðugt að skoða. Grunar að það sé til í bílanaust.
Passamynd
Óli Kr
Póstar: 11
Skráður: 30. Des. 2006 17:02:31

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Óli Kr »

sælir félagar. það er hækt að smíða festingu og setja hana undir boltana tvo sem halda cylinder við blokkina sé ekki annað en þetta sé einfalt ég held lím og önnur töfraefni dugi ekki á þetta kannski Gaui k leyfi mér að prufa þetta á sínum mótor kveðja Óli kr selfossi
Kærar kveðjur
Svara