13.07.2006 - Cosford 2006 nálgast

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 13.07.2006 - Cosford 2006 nálgast

Póstur eftir Sverrir »

Nú er farið að styttast í hina árlegu flugkoma LMA sem haldin er í Cosford ár hvert og að þessu sinni eru 170 flugmenn skráðir til leiks ásamt 65 verslunum.

Það sem gerir árið í ár sérstakara en önnur, fyrir utan að haldið verður upp á 70 ára afmæli Spitfire(gera má ráð fyrir að allir módelmenn komi með amk. eina slíka) og mun full skala Spitfire mæta á svæðið og gleðja módelmenn og aðra með loftfimi sinni.

En þetta er svo sem ekki stærsta málið heldur mun Guðjón Ólafsson verða á svæðinu, ásamt fríðu föruneyti, með 1/3 Sopwith Pub smíðaðan úr Balsa USA kitti og fetar þar með í fótspor Skjaldar Sigurðssonar sem fór vel klyfjaður út sumarið 2004.

Gera má ráð fyrir að Íslendingar á svæðinu slagi hátt í tuginn og mun Fréttavefurinn að sjálfsögðu vera á staðnum til að útvega þeim sem heima sitja fréttir og efni, en það kemur þó vonandi betur í ljós þegar líða fer á vikuna hvernig þeim málum verður háttað.

Minnum svo að lokum á Opið mót sem haldið verður á Eyrarbakkaflugvelli nk. þriðjudag, 18.júlí, og hefst það stundvíslega kl.19. Miðvikudagurinn 19.júlí er svo til vara ef veðurguðirnir skyldu fara í fýlu!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 13.07.2006 - Cosford 2006 nálgast

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 13.07.2006 - Cosford 2006 nálgast

Póstur eftir Sverrir »

Já ef sumarið kemur ekki til mín þá fer ég til þess ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 13.07.2006 - Cosford 2006 nálgast

Póstur eftir maggikri »

Sverrir. Mundu eftir aðalatriðinu.................................................Sólaráburðinum

kv

MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 13.07.2006 - Cosford 2006 nálgast

Póstur eftir Sverrir »

Fyrsti hlutuirnn sem fór ofan í tösku :D
Icelandic Volcano Yeti
Svara