Hraðflugskeppni(r) 2012

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Sverrir »

Eftir langa og mikla fundarsetu í kvöld þá hefur hraðflugsnefnd FMS ákveðið að keppt verði í Stinger 64 flokki næsta sumar. Þetta er auðveldasta, og ódýrasta, leiðin til að koma öllum á sambærilegar vélar svo keppnin snúist um flugmennina en ekki vélarnar þeirra. :)

* * * * * * * * * * * * * * * * * * * *

Tvær bestu keppnirnar munu svo gilda til heildarstigameistara. Keppnirnar hefjast kl.19:30 nema sú fjórða en hún hefst kl.19.
15.maí - Hraðflugskeppni 1 - FMS
14.júní - Hraðflugskeppni 2 - Þytur
10.júlí - Hraðflugskeppni 3 - FMS
16.ágúst - Hraðflugskeppni 4 - Þytur

* * * * * * * * * * * * * * * * * * * *

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Mynd

* * * * * * * * * * * * * * * * * * * *

Hérna eru vélarnar, þær koma í tveimur litum:
Rauðum(PNF) | Bláum(PNF) | Rauð með fjarstýringu (RTF)

Þessi rafhlöðu skal nota:
Turnigy nano-tech 3S1800mah

Hinar rafhlöðurnar eru ekki til eins og er og því væri ágætt að panta þessar með.
Turnigy nano-tech 3S1600mah



Jón V. Pétursson ætlar að panta frá vinum okkar í Kína á næstunni og ef það eru einhverjir sem vilja vera í samfloti með honum þá er um að gera að hafa samband við hann.

jvp hjá simnet.is eða í síma 895 7380 (milli 18-21).


Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir INE »

Ready - Steady - inGo ... Búinn að panta.

Góð Hugmynd!

Kv,

I.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Frabær hugmynd, þetta er vel sem allir verða að eignast frabærir flugeiginleikar og algjörlega hrekklaus. Eg sa svona þotu hja besta vini kinverjana aldeilis frabært.
Kv
Einar Pall
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Spitfire »

Hmm, fyrst að smettið á mér :P er notað í auglýsingaskyni, þá veitir ekki af að herða á flugæfingum.
En, hugmyndin er snilld og vill svo skemmtilega til að ég tók einmitt svona rafhlöðupakka með mínum Stinger. :cool:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Sverrir »

Já ég var ekki viss hvort það væri óhætt að nota myndina með póstinum en þar sem síðasta birting á henni olli ekki það mikilli fækkun í aðsókn að vefnum ákvað ég að taka sénsinn! :P

Annars þýðir þetta að þú neyðist til að fjölmenna og taka þátt. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Spitfire »

[quote=Sverrir]Já ég var ekki viss hvort það væri óhætt að nota myndina með póstinum en þar sem síðasta birting á henni olli ekki það mikilli fækkun í aðsókn að vefnum ákvað ég að taka sénsinn! :P

Annars þýðir þetta að þú neyðist til að fjölmenna og taka þátt. :)[/quote]
Ekkert annað, kyndi undir simmanum í kveld :D
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Jónas J »

Ég væri alveg til í eina svona og vera með á næsta ári :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Sverrir »

Jón V. Pétursson ætlar að panta frá vinum okkar í Kína á næstunni og ef það eru einhverjir sem vilja vera í samfloti með honum þá er um að gera að hafa samband við hann.

jvp hjá simnet.is eða í síma 895 7380 (milli 18-21).

Einnig stendur til að hafa alla veganna tvö mót, á Arnarvelli & Hamranesi, og stigahæsti maður sumarsins yrði svo krýndur Íslandsmeistari. Hraðfleygasti módelmaður Íslands, ekki amalegur titill það! :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir einarak »

Það er eginlega ekki til neins að sameinast í pöntun því vinir okkar í HK senda hámark tvær saman, annars er pakkinn orðinn of stór: "Sorry, your weight exceeds the postal weight class. Try splitting your order down into smaller separate orders."
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir INE »

[quote=Sverrir]Einnig stendur til að hafa alla veganna tvö mót, á Arnarvelli & Hamranesi, og stigahæsti maður sumarsins yrði svo krýndur Íslandsmeistari. Hraðfleygasti módelmaður Íslands, ekki amalegur titill það! :cool:[/quote]
Víst að það er titill þá verður að vera bikar. Fá HK til að sponsora "The Stinger Trophy" ;)


Kveðja,

Ingólfur
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Svara