Hraðflugskeppni(r) 2012

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
gudjonh
Póstar: 869
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir gudjonh »

Var ekki búið að setja upp standard? Ekki keppa með mismunandi græjur. Átti ekki hæfnin flugmansins að ráða úrslitum?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Sverrir »

Eins og kemur fram í upphafspóstinum þá er bara ein ríkisrafhlaða sem er samþykkt í sjálfri keppninni! Höfum ekki miklar áhyggjur af því hverju er flogið utan keppninnar! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir einarak »

Ég var einusinni að keppa á íslandsmeistaramóti í innanhús onroad Rc bílaakstri, og þar voru þyndarlágmörk, bara alveg eins og í formula 1.
Og þar sem lagerstaðan á batteríum er æði mismunandi hjá HK væri þá ekki ráð að setja bara þyngdar lágmark annaðhvort á heildarþyngd flugvélar, eða á þyngd rafhlöðu?
Dæmi 1: Flugvél tilbúin til flugs þarf að vikta amk. 520gr.
Dæmi 2: Rafhlaða þarf að vikta frá 140-200gr
Þá hafa menn aðeins frjálsara val, og geta jafvel nýtt rafhlöður sem þeir eiga fyrir (ef þeir eiga t.d. 1500mah rafhlöðu sem þeir vilja nota, þá gætu þeir þurft að bæta við þyngingu uppá 10-20gr osf.).

Ég átta mig samt á því að það gæti verið erfitt að breyta þessu svona eftir að búið er að gefa út reglurnar og margir farnir að kaupa sér vélar og raflöður...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Sverrir »

Nei, það verða allir að vera með sömu rafhlöðurnar til að það sé eitthvað vit í þessu, þá er eina breytan móttakarinn og það tekur því varla að minnast á hann. Málið er það að afhleðsla(C) rafhlöðunnar hefur svo mikið að segja um það hvernig hún skilar aflinu frá sér.

Þess vegna var líka farið svona snemma af stað með þetta svo menn hefðu örugglega tíma til að nálgast það sem til þarf.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 869
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir gudjonh »

Jæja, þá er mín að mestu klár. Vantar bara ríkisrafhlöður og kanski að stilla smá.
Mynd
Með græjunni fylgir bók, bara galli að í henni er all mögulegt, meðal annars hvar þyngdarpunkturinn á að vera, en það vantar tillögu að útslagi á stýriflötum. Hef tvær spurningar til þeirra sem eiga svona græju.
1. Útslag á stýriflötum?
2. Þarf auka þyngd í nefið með ríkisrafhlöðunni? Mín er næstum í ballans með 2500 mAht rafhlöðu.
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Ég skar úr til að koma ríkis rafhlöðuni aðeins framar og henti henni svo í loftið og hún flýgur eins og engill :)
Kv.
Gústi
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir INE »

Ég fékk nýju rafhlöðurnar í gær ( 1800mAh 130C). Ákvað að taka fyrst eitt flug á gömlu (30-40C) til að getað borið samann muninn. Eftir 3 mínútur varð módelið "rafmagnslaus" og stakkst á nefið. Mæli því ekki með að fljúga lengur en í 3 mínútur með lægri C rafhlöðum - þetta hafði gerst einu sinni áður.


Mynd


Mynd


Mynd


Eftir að búið var að líma kvikyndið saman þá flaug ég henni með nýju rafhlöðunum og það er talsverður munur á hraða og þó að það sé komið slatti af auka þyngd í mína, svo sem haugur af lími, aviaiton grade aluminum tape (speed tape) og slatti af ljósum þá er hún hraðskreiðari en þegar hún var ný úr kassanum og flogið með 30-40C rafhlöðum.


Mynd
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Ingó! hún hlýtur að verða fljótari að tæma nýju rafhlöðuna, eða hvað :/ ?
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Sverrir »

Sko...

Rafhlaðan „tæmist“ fyrr á lágu C því hún ræður ekki við að gefa strauminn sem mótorinn vill fá, hún er s.s. ekki að tæmast heldur bara búinn á því. Þar sem C-in er talsvert hærra á ríkisrafhlöðunni þá lendir hún ekki á þessum flöskuhálsi.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstur eftir Agust »

Hitec Aurora fjarstýringin mín hefur fídus sem hefur gjörbreytt mínu rafmagnsflugvélalífi. Hvorki meira né minna :)

Mörg Aurora viðtækjanna eru með sérstökum inngangi sem tengja má beint við flestar rafhlöður, eða á bilinu 4,8 til 35 volt. Rafhlaðan spennufæðir þá viðtækið, og viðtækið sendir upplýsingar um spennuna til sendisins þar sem hún birtist á skjánum, og það sem mikilvægara er, sendirinn flautar þegar mótor- spennan er orðin hættulega lág.

Ég stilli sendinn yfirleitt þannig að hann flautar þegar spennan á rafhlöðunni í rafmagnsmódelinu er komin niður í 3,3 volt per sellu, og þá mælt með mótorálagi. Þá hef ég nægan tíma til að taka gott aðflug og jafnvel fara einn hring áður.

Þetta gerir flugið miklu þægilegra þar sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur ar rafhlöðuspennunni og lendingu, og auk þess hefur það væntanlega komið í veg fyrir dead-stick lendingar utan brautar vegna rafmagnsleysis.

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5114
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara