Hraðflugskeppni(r) 2012
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
Eins og glöggir módelmenn hafa eflaust séð þá eru atburðir sumarsins komnir inn hér á vefnum og þar á meðal má finna hraðflugskeppnirnar. Rétt um mánuður til stefnu svo nú fer hver að verða síðastur að verða sér út um keppnisvélina. Tvær bestu keppnirnar munu svo gilda til heildarstigameistara. Keppnirnar hefjast kl.19:30 nema sú fjórða en hún hefst kl.19.
15.maí - Hraðflugskeppni 1 - FMS
14.júní - Hraðflugskeppni 2 - Þytur
10.júlí - Hraðflugskeppni 3 - FMS
16.ágúst - Hraðflugskeppni 4 - Þytur
15.maí - Hraðflugskeppni 1 - FMS
14.júní - Hraðflugskeppni 2 - Þytur
10.júlí - Hraðflugskeppni 3 - FMS
16.ágúst - Hraðflugskeppni 4 - Þytur
Icelandic Volcano Yeti
- Ágúst Borgþórsson
- Póstar: 925
- Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
Þriggja mínútna botnkeyrsla á ríkisrafhlöðunni er að taka út rétt rúmlega 1300 mah (1324). Blandað þriggja mínútna flug er rétt 900-1000 mah.
Þetta er auðvitað ekki hávísindalegar mælingar en ætti þó að gefa smá hugmynd um hverju má búast við þegar farið er að fljúga Stinger á ríkisrafhlöðunni.
Þetta er auðvitað ekki hávísindalegar mælingar en ætti þó að gefa smá hugmynd um hverju má búast við þegar farið er að fljúga Stinger á ríkisrafhlöðunni.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
Ég hef náð 8 mín. flugi í blönduðu flugi.
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
Nú er mánuður + 1 dagur í fyrstu umferð, og það er kýrskýrt hvurslags búnað þarf til að taka þátt, en ég vildi gjarnan fá nánari upplýsingar um framkvæmdina.
Þar sem þessi mótaröð snýst um hraðflug þá reikna ég fastlega með að þurfa að fljúga eins hratt og mögulegt er með ríkisskyldum búnaði, en hvernig verður hraðinn mældur?
Þarf að fljúga ákveðinn hring á sem stystum tíma eða verður Doppler gamli æðsti dómari?
Þar sem þessi mótaröð snýst um hraðflug þá reikna ég fastlega með að þurfa að fljúga eins hratt og mögulegt er með ríkisskyldum búnaði, en hvernig verður hraðinn mældur?
Þarf að fljúga ákveðinn hring á sem stystum tíma eða verður Doppler gamli æðsti dómari?
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
Það eru tveir pilonar (staurar) með X metra á milli og þú átt að fljúga Y ferðir fram og tilbaka og fara útfyrir staurana í hvert sinn. Sá sem er fljótastur að fljúga þessar Y ferðir vinnur og er mælt með skeiðklukku.
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
[quote=Haraldur]Það eru tveir pilonar (staurar) með X metra á milli og þú átt að fljúga Y ferðir fram og tilbaka og fara útfyrir staurana í hvert sinn. Sá sem er fljótastur að fljúga þessar Y ferðir vinnur og er mælt með skeiðklukku.[/quote]
Takk fyrir skjót, skýr og greinargóð svör Haraldur, er u.þ.b. búinn að púsla saman Stingernum (pantaði þó annan til öryggis) eftir langflottustu lendingu utan flugáætlunar í páskaflugi Módelsmiðjunnar. Nú er bara að æfa sig að gera hratt
Takk fyrir skjót, skýr og greinargóð svör Haraldur, er u.þ.b. búinn að púsla saman Stingernum (pantaði þó annan til öryggis) eftir langflottustu lendingu utan flugáætlunar í páskaflugi Módelsmiðjunnar. Nú er bara að æfa sig að gera hratt
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
Ert eiginlega nokkrum tímum of fljótur.
Reglurnar detta inn í kvöld þegar ég kemst í alvöru netsamband.
Reglurnar detta inn í kvöld þegar ég kemst í alvöru netsamband.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
Keppnisreglur fyrir Stinger 64 hraðflugsflokk
- Brautin er 100 metrar á lengd, milli tveggja staura(hlið).
- Flognir eru 10 leggir (5 hringir).
- Hver keppandi flýgur þrjár umferðir í hverri keppni, tvær bestu gilda.
- Keppandi tekur á loft, flýgur út fyrir brautina og svo hefst tímataka þegar hann flýgur fram hjá hliði inn í braut(hliðvörður flautar hann inn).
- Tímatöku lýkur þegar keppandi er flautaður út úr tíunda leggnum.
- Tími er mældur í sekúndum og skal námundað að næsta sekúndutugabroti.
- Refsing fyrir að sleppa hliði er 15 sekúndur í hvert skipti og bætast við heildartíma umferðarinnar.
- Haldnar verða fjórar keppnir í sumar, tvær bestu gilda til heildarstigatitils.
- Ef tveir eða fleiri keppendur verða jafnir þá skal hraðasti tími stakrar umferðar ráða.
- Dugi það ekki skal efna til bráðabana innan tveggja vikna en náist það ekki á því kvöldi sem úthlutað er skal varpa hlutkesti til að skera úr um sigurvegarann.
Icelandic Volcano Yeti
- Flugvelapabbi
- Póstar: 589
- Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06
Re: Hraðflugskeppni(r) 2012
Einfalt og gott
hlakka til fyrstu keppni
Kv
Einar Pall
P.S Takk fyrir Sverrir, mjög gott framtak
hlakka til fyrstu keppni
Kv
Einar Pall
P.S Takk fyrir Sverrir, mjög gott framtak