Loksins

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Loksins

Póstur eftir Agust »

Hvers vegna ætti Tómas að hætta að birta myndbönd hér?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 911
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Loksins

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Þetta er mjög flott og skemmtilegt fyrir brottflutta að fá svona yfirlit.
Kv.
Gústi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Loksins

Póstur eftir Gaui »

[quote=Agust]Hvers vegna ætti Tómas að hætta að birta myndbönd hér?[/quote]
Það sem Ingþór á við er að Tómas haldi áfram glæfrafluginu sem hann (Ingþór) veit að við erum skíthræddir við, en segi okkur ekki frá því. Síðan vill Ingþór að Tómas setji vídeóin á stað þar sem Ingþór getur komist að þeim.

Ég er bara hræddur um (og búinn að vera lengi) að við fyrsta slys, hvar svosem þá á sér stað, þá muni reglugegerðatröllin sem eru langt komin með að kaffæra einkaflugið sjá að þarna sé hægt að setja reglur og geri okkur í raun ófært að stunda okkar sport.

Þetta er mín skoðun og Ingþór er á móti henni, en það er hans réttur. Þetta mun, hins vegar, koma jafn illa niður á honum eins og okkur hinum. Ef eitthvað óheppilegt gerist.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Loksins

Póstur eftir Tómas E »

Ég skal alveg deila myndböndunum með ykkur engar áhyggjur :)
En svo vill ég minnast á að þetta er frekar hættulaus frauðplastvél með hreyfilinn aftan á.
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Loksins

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Björn G Leifsson]Á netinu má finna "flott" myndbönd þar sem menn hafa verið að FPV-fljúga inni í stórborgum, t.d. í New York. Af umræðunum sem hafa spunnist um þetta þá er klárt að þeir sem standa að þessu eru klárlega að brjóta loftferðareglur og lifa mjög hættulega. Gætu fengið slæma fangelsisdóma í USA allavega. Hér á landi gilda svo til hliðstæð loftferðalög.[/quote]
Þú ert þá að vitna í team black sheep og þeirra æfintíri rétt? Þeir voru teknit í þrjú af fjórum skiptin í New York og það eina sem að þeir settu út á þetta var að þeir væru að fljúa í almennings görðum. Seinna skiptið þar sem að þeir voru í Berlí var það með leifi frá AMA. Enn ég er sammála þér í því að hann mætti fara pínu varlegar innan um flólk.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Loksins

Póstur eftir Jónas J »

[quote=Björn G Leifsson]Hmmm... Er ég einn um að hafa alvarlegar áhyggjur.

Hefurðu velt fyrir þér Tómas, hvað til dæmis mundi gerast ef flugvélin rekst á bíl eða bara dregur athygli ökumannsins og hann fer útaf og einhver slasast, jafnvel lífshættulega? Eða bara ef flygildið lenti á manninum með barnið sem sást þarna einhvers staðar og þau dyttu og slösuðust. Ert þú eða fjölskyldan þín borgunarmenn fyrir skaðabótunum? Ekkert tryggingarfélag mundi samþykkja að heimilistrygging eða jafnvel sérstök módelflugtrygging gilti.

Flug ofaní bílaumferð er ekki í lagi og alls ekki skynsamlegt að vera að þessu innan þéttbýlis. Þú ert ekki tryggður við slíkar aðstæður og ef eitthvað gerist sem vekur áhuga flugmálayfirvalda á þessu þá er eins víst að það verði skellt yfir okkur módelflugmenn alls konar þvingandi reglum, boðum og bönnum.
Við mundum reyna að verja okkur með þvi að benda á að FPV flug sé ekki módelflug og ekki á ábyrgð flugmódelfélaga en ég er hræddur um að yfirvöld væru ekkert að gera neinn greinarmun þar á.

Á netinu má finna "flott" myndbönd þar sem menn hafa verið að FPV-fljúga inni í stórborgum, t.d. í New York. Af umræðunum sem hafa spunnist um þetta þá er klárt að þeir sem standa að þessu eru klárlega að brjóta loftferðareglur og lifa mjög hættulega. Gætu fengið slæma fangelsisdóma í USA allavega. Hér á landi gilda svo til hliðstæð loftferðalög.

Þetta flug er ekki bara og brot á landslögum/reglugerðum heldur líka glannalegt, ábyrgðarlaust og ef þú værir félagi í flugmodelfélagi þá tel ég að stjórn þess ætti að áminna þig um að þetta er ekki leyfilegt og við endurtekið brot yrði að vísa þér úr félaginu.

Seinni hutinn er tekinn við mun skynsamlegri aðstæður. Spurning um hvort það sé samt ekki hreint tæknilega lögbrot að fara yfir 4-500 feta hæð því þá ertu kominn inn í flugumsjónarsvið með loftfarið þitt. Passaðu þig líka á því að vera ekki nálægt flugvellinum.

Nú ertu búinn að prófa þessa vitleysu. Vertu skynsamur og haltu þig utan þéttbýlis í framtíðinni. Það er sko meira en nóg flott myndefni í náttúrunni samanber filmurnar sem team Black sheep hafa verið að búa til í Ölpunum.[/quote]
Hvað með þennan ? http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5764

Skiptir máli hver flýgur innan bæjarmarka ? Ég hef tekið eftir því að sumir fá ræðuna en aðrir ekki :(

Ég er ekki að hvetja til þess að menn fari að stunda flug innan bæjarmarka (sérstaklega ekki óreyndir) :(

Eru ekki allir félagar hér ? Auðvita ;) Gleðilegt ár (eftir smá) og takk fyrir það gamla :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Loksins

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Jónas...
Þú ert ekki alveg að ná þessu.
Þessa "ræðu" fengi hver sem væri sem sýndi okkur eitthvað á borð við það sem var tilefni hennar.

Tómas á mikið hrós skilið fyrir að stunda sitt áhugamál af kappi og elju. Tilgangur "ræðunnar" er ekki skammir heldur tæpitungulaus leiðbeining.
Ég held hann skilji það fullkomlega, taki tillit til sjónarmiðanna og ég hlakka til að sjá flottu filmurnar frá honum í framtíðinni.

Það er reginmunur á því sem hér um ræðir og því sem Ágúst & son voru að dunda við. Það síðarnefnda kallast park-flying og er almennt viðurkennt tómstundagaman með léttar rafmagnsflugur sem flogið er í almenningsgörðum. Það er líka almennt reglan í því að halda sig fjarri fólki og sérstaklega halda sig fjarri umferð bíla. Ekkert í þeim myndum sem þarna sjást sem bendir til annars en þeir hafi farið nógu varlega.

Legg til að þú lesir "ræðuna", horfir aftur á myndbandið frá eyjum og takir vel eftir að það flug sem þar er sýnt og sem var kveikjan að "ræðunni" var svokallað FPV-flug sem stýrt er gegnum þráðlaust vídeó. Þar sem opinberir aðilar og/eða flugmódelsamtök hafa sett sér reglur um slíkt (ekki ennþá hér á landi) þá gilda eftirfarandi meginatriði:
FPV-flug verður að fara fram utan þéttbýlis, undir 400 feta hæð og vélin verður (!) alltaf að vera innan sjónmáls aðstoðarmanns sem horfir berum augum á hana allan tímann og getur tekið stjórnina ef þurfa þykir. Menn um allan heim eru auðvitað að brjóta þessar reglur hægri-vinstri sér til spennu og ögrunar og hljóta fyrir bragðið svipaðar ræður á hinum og þessum vetvangi. Það gerði Tómas og ekki nóg með það heldur flaug hann lágflug nálægt fólki og yfir og eftir bílagötum þar sem bílar sáust á ferð. Slíkt eru flestir hugsandi flugmódelmenn sammála um að fordæma.

Ástæðan fyrir því að sumir okkar taka að sér að vera "löggur" og láta í sér heyra um svona lagað er að okkur þykir vænt um áhugamálið og félaga okkar, (þæga jafnt sem óþekka) og viljum gera okkar til þess að þetta gangi allt vel.

Við þessir gömlu, feitu og freku látum í okkur heyra af því að við þykjumst vita hlutina og hafa reynslu.
Ef einhver hefur aðra skoðun eða finnst þessi eða aðrar "ræður" í svipuðum dúr ekki í lagi, þá endilega koma með tillögur og við skulum ræða kosti og galla þeirra og koma okkur saman um hvar við setjum mörkin.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Loksins

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Valgeir][quote=Björn G Leifsson]Á netinu má finna "flott" myndbönd þar sem menn hafa verið að FPV-fljúga inni í stórborgum, t.d. í New York. Af umræðunum sem hafa spunnist um þetta þá er klárt að þeir sem standa að þessu eru klárlega að brjóta loftferðareglur og lifa mjög hættulega. Gætu fengið slæma fangelsisdóma í USA allavega. Hér á landi gilda svo til hliðstæð loftferðalög.[/quote]
Þú ert þá að vitna í team black sheep og þeirra æfintíri rétt? Þeir voru teknit í þrjú af fjórum skiptin í New York og það eina sem að þeir settu út á þetta var að þeir væru að fljúa í almennings görðum. Seinna skiptið þar sem að þeir voru í Berlí var það með leifi frá AMA. Enn ég er sammála þér í því að hann mætti fara pínu varlegar innan um flólk.[/quote]
Það er nú ekki merkilegt þó einhverjar fattlausar NY-löggur hafi látið sér nægja að stugga við þeim fyrstu sem reyndu þetta. Það er ekki þar með sagt að þeir eða aðrir sleppi í framtíðinni því þetta er farið að vekja verulega athygli yfirvalda vestra. Mikil umræða hefur verið um þetta og um hugsanleg lög sem þrengja verulega að möguleikum að stunda ómannað flug hvar sem er.
Menn telja næsta víst að löggan og TSA sé búin að fá fyrirmæli um að handtaka hvern sem sést fljúga fjarstýrðu flygildi á Manhattan. Ég held þeir séu ekki hrifnir af því að fullt af copy-cats fari að reyna að feta í fótspor TBS.

Eh... varðandi Berlínarflug TBS þá virkar nú ekki leyfi frá bandarísku módelsamtökunum (sem þeir hefðu aldrei gefið) þar. Ekki nema AMA sé einhver Þýsk yfirvöld??
Það eina sem ég hef séð TBS svara því hvort þeir hafi beðið um leyfi í Berlín var: "Þar sem við þurfum leyfi þar biðjum við um það"
Bendir ekki til þess að þeir hafi spurt neinn um leyfi.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
kpv
Póstar: 82
Skráður: 30. Mar. 2011 11:11:01

Re: Loksins

Póstur eftir kpv »

Þetta var Flott. En er'etta ekki bara myndband frá sogslöngunni í Scandia? Held það bara...
Kristján P. Vigfússon.
Módelsmiðja Vestfjarða.

"Árangur er að gera hver mistökin á fætur öðrum af miklum eldmóði."-Winston Churchill
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Loksins

Póstur eftir Agust »

[quote=Jónas J]Hvað með þennan ? http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5764

Skiptir máli hver flýgur innan bæjarmarka ? Ég hef tekið eftir því að sumir fá ræðuna en aðrir ekki :(

Ég er ekki að hvetja til þess að menn fari að stunda flug innan bæjarmarka (sérstaklega ekki óreyndir) :(

Eru ekki allir félagar hér ? Auðvita ;) Gleðilegt ár (eftir smá) og takk fyrir það gamla :)[/quote]
Það er rétt að taka fram að vélin sem við feðgarnir flugum vegur 680 grömm með rafhlöðu og ljósum, en ég vigtaði hana til að vera viss. Vélinni var flogið í litlum almenningsgarði sem er fyrir aftan húsið. Þessi litli garður er líklega um 250m á lengd en töluvert mjórri. Þarna eru tvö mörk í fullri stærð því svæðið er m.a notað sem sparkvöllur. Vélinni var alltaf flogið skammt frá flugmanninum, enda annað erfitt vegna smæðar hennar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara