byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir S.A.S. »

Góða kvöldið eins og þráðurinn bendir til þá er ég byrjandi með brennandi áhuga á Rc þyrlum ég er ekki búinn að lesa eða skoða annað á netinu en umfjöllun & video um hitt og þetta um fjarstýrðar þyrlur í svolítinn tíma núna.

nú er svo komið að ég hef tekið ákvörðun að fá mér flotta fjarstýringu og góðan simma til að byrja með sem síðar endar í þyrlu kaupum.

ég ætla að fá mér Aurora 9 fjarstýringuna valið stóð á milli hennar og spectrum DX8 en þar sem ég er búinn að lesa svona 20 umfjallanir um þessar fjarsterýngar þá endaði ég í Aurora 9 (satt best að segja ekki erfitt val) !!

ég er líka búinn að skoða heilmikið af þyrlum og er svona nokkurn veginn búinn að taka þá ákvörðun að fá mér
E-flite blade mCPx.

ég geri mér grein fyrir því að Aurora 9 er kannski soldið overkill fyrir hana en ég er að hugsa um að gera þetta bara einu sinni almennilega eða allavegana þannig að ég þurfi ekki að fara spá í fjarstýringu neitt á næstunni.

hvað finnst mönnum um þetta er ég algjörlega á rangri leið ??

svo nokkrar spurningar .

ég hef lesið að munurinn á batterí og bensin vélum í flugtíma er kannski 4-5 min og að heildar flugtími sé á bilinu 4-7 min á batteríi en 9-14 á bensín. (þá er ég að tala um vélar eins og t.d. trex 600) er þetta rétt getur það verið að flugtíminn sé ekki lengri en þetta ??

ef svo hvað eru þá minni vélarnar að fljúga lengi t.d. trex 250 ?

hvaða vél haldið þið að kæmi til með að henta eftir að ég væri búinn að ná góðum tökum blade mCPx

trek 250?
trex 450?
eða ætti maður að vera kaldur og fara í 550? (er það ekki bara stórhættuleg fyrir þá sem ekki eru orðnir vel færir á þetta)??

afsakið spurningar flóðið :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Sverrir »

Ekkert að afsaka til þess erum við hérna!

Ef þú kaupir þér Aurora þá þarftu að kaupa mCPx með einfaldri fjarstýringu (DX4e), sem þú borgar einhverja $55 aukalega fyrir, þar sem mCPx er með sambyggðum Spektrum móttakara.

Það er ekki verra að kaupa góða fjarstýringu strax ef menn eru ákveðnir og hafa hug á að stefna fram á við svo það er fín ákvörðun hjá þér. Eins og er þá eru bara tvær Aurora hér heima(sem ég veit um) en eigendur þeirra eru mjög sáttir.

Flugtíminn er misjafn eftir því hvernig honum er eytt, nú þekki ég rafmagnsþyrlurnar ekki það vel, en ég get flogið rafmagnsflugvél í 10 mínútur og alveg upp í 20 mínútur á sömu rafhlöðunni eftir því hvernig ég haga fluginu.

En það kemur örugglega einhver þyrlaðri hérna von bráðar og kemur með betri svör. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir S.A.S. »

Takk fyrir svarið

öööggg ég var ekki búinn að átta mig á því að hún væri bara fyrir spectrum fjarstýringar
að kaupa aðra fjarstýringu er ekki drauma staða þar sem mig langaði að æfa mig á Aurora Fjarsterýnguna. En þessi þyrla lýtur út fyrir að vera nokkuð spennandi og ekki verra að fara beinnt í Collective Pitch þyrlu en það er kannski 55$ virði.
veit einhver um góða Collective Pitch byrjandar þyrlu sem ég gæti notað við Aurora Fjarsterýngu?
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir einarak »

Byrjenda þyrla og ekki byrjendaþyrla, Eru þessar litlu rafmagns þyrlur ekki bara erfiðari en stærri nitro þyrlur? Ég prufaði einusinni svona fixed pitch rafmagns þyrlu nokkur flug áður en ég eignaðist sjálfur Hirobo 30 Nitro þyrlu, ég flaug henni svo til án þess að hafa prufað þyrlu áður (fyrir utan þessar 10 min á rafþyrlunni) og það var nú eginlega bara auðveldara að fljúga nitro þyrlunni, hún var mikið stöðugri þótt það væri vindur osf. En hermirinn er klárlega lykilatriðið.
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Tóti »

Mín reynsla er að því stærri sem þyrlurnar eru, því betri fyrir byrjendur. Sjálfur byrjaði ég á því að kaupa stýringu og simma. Æfði mig nánast á hverju kvöldi í heilan vetur. Svo um vorið keypti ég raptor 50. Ég efast um að blade mCPx eigi eftir að endast þér lengi. Ég mæli með að fara í Trex600 eða eitthvað álika sem fyrstu þyrlu.
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Ingþór »

Mig langar núna í svona E-flite blade mCPx.

Svo hvað varðar hvernig á að byrja þá eru til 1000 svör, sjálfur byrjaði ég á:
1. - FP smáþyrlu - Century Humingbird v1
2. - 30 nitro - Kyoso Nexus
3. - Dellu pakkinn
(a - 30 nitro - Raptor 30
(b - 50 nitro - Raptor 50
(c - Simmi - Reflex XTR
4. - Litlar rafmagnsþyrlur - td. e-flite lama v3
5. - 80cc bensín - ;)
6. - 90 nitro - Raptor 90

Þetta hefur gengið nokkuð vel hjá mér svo ég get ekki mælt eingöngu með því að menn byrji á simma og nitro þyrlu.
Ég held að menn geti bara byrjað nokkurn veginn eins og þeim henntar svo lengi sem þeir lesa sig vel til um hvað þeir eru með í höndunum. Viti hvað er leikfang og hvað er alvöru.

Svo fer það líka svolítið eftir því hvernig flugi menn hafa áhuga á að stefna í, hvaða leið henntar best til að ná sem fljótasta árangri.
Þá skipti ég í 3D / F3C / Scale

3D. Þá held ég að best sé að byrja á simma, svo "ódýra" 30 eða 50 nitro (eða 450/600 e) og svo FBL 50 eða 90 þyrlu (eða FBL 600/700 e). Það er líka hægt að fá sér fyrst "ódýra" td 50 nitro og uppfæra hana svo í FBL og jafnvel öflugri mótor.
F3C. Best að byrja á Simma, Simma og simma, svo dýra FBL þyrlu strax.
Scale. Fyrst Simmi svo eitthvað ódýrt og svo scale.

Þessar litlu ódýru inniþyrlur eru máttlausar, erfiðar í stillingum, frekar ónákvæmar í flugi og eiga í raun ekkert voðalega mikið sameiginlegt hefðbundnu RC þyrluflugi, þetta segji ég þó án þess að hafa prufað margar svona þmt. ekki prufað E-flite blade mCPx.

Kosturinn sem ég sé við góðu smáþyrlurnar er að:
A) geta sýnt konunni hvað ég er duglegur
B) æfa nose inn, pyroflug og afturábak flug
en þetta er líka hægt að æfa í simmanum.

Kostirnir við nitro:
- Þegar bensínið klárast er það bara að fylla á og fara í loftið aftur
- Bara einn tankur af bensíni í loftinu í einu ef maður krassar skemmist ekki dýrt batterí.
- Maður er bara meira töff með bensínmótor er batterí ;)

Ókostir við nitro:
- Getur orðið "sóðalegt"
- Meiri hávaði

Kostirnir við batterí:
- aldrei vesen að setja í gang
- litlar líkur á gangtruflunum
- minni hávaði

Ókostirnir við batterí:
-dýrt að eiga mörg sett af batteríum
-stuttur endingartími
-þurfa dýr hleðslutæki
-viðkvæm í geymslu

Svo með fjarstýringarnar... af trúarlegum ástæðum get ég bara mælt með FUTABA.

Það getur oft borgað sig á að kaupa notað fyrst, fæst oft ódýrt. skoðaðu þessar:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5344
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5364
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2518

Og svo getur þú líka póstað inn auglýsingu þar sem þú óskar eftir að kaupa þyrlu.

Og ef ég á að mæla með einhverjum simma þá mæli ég með hvaða simma sem er sem hægt er að tengja sína eigin stýringu við, það viðheldur batteríinu í stýringunni, kunnáttu manns á stýringuna og venur mann við takkastaðsetningar. Bara kostir.

Gangi þér vel

Kveðja
Ingþór
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sæll S.A.S
eg er ekki þyrlumaður en hef gaman að horfa a og fylgjst með þeim sem það kunna, minn ahugi er a hefðbundnum velum með fasta vængi.
Eg vil benda þer a að hafa samband við felaga okkar hann Þröst ( 896 1191) hann var með þo nokkrar þyrlur til sölu kannnski gæti einhver þeirra hentað þer.
Eg er sammala Ingþori með FUTABA ekki af truar astæðu heldur af 40 ara reynslu, tækin hafa aldrey klikkað hja mer, þess vegna nota eg eigöngu FUTABA, gangi þer vel með þyrluflugið og megi það gefa þer mikla anægju
Kveðja
Einar Pall
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir S.A.S. »

takk fyrir svörin strákar það er alltaf gott að fá álit frá mönnum sem eru hokknir af reynslu :)

en Ingþór hvað erum við að tala um að það muni í flugtíma það er að segja betterí eða nitro ??

svo las ég það einhverstaðar að kostnaðurinn er nokkurveginn sá sama þegar litið er yfir heildar pakkan þannig að maður eigi ekki að setja það fyrir sig en takk fyrir góðar ábendingar

K.v Sigurður
Passamynd
Hreidar
Póstar: 23
Skráður: 2. Ágú. 2011 17:53:40

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Hreidar »

Sæll, gaman að sjá fyrsta þyrlupóstinn hér í langan tíma. Ég er eimmit nýlega byrjaður í þessari vitleysu og líkt og þú fór að skoða mig um og ákvað að kaupa Spektrum DX8 og Blade mCPx. Lenti reyndar í tollinum og þurfi að endursenda þetta allt út aftur þar sem fjarstýring frá USA er víst alveg "nó nó" hér á skerinu. Fékk þyrluna svo endursenda frá USA og pantaði Spektrum DX6i frá U.K. Ákvað eftir tollaæfintýrið að byrja á minni fjarstýringu.

Ég er sáttur við bæði þyrlu og fjarstýringu en vill benda þér á að það marg borgar sig að ná sér í RC flug simulator. Litla þyrlan er getur verið tricky og er, miðað við það sem ég hef lesið, ekki góð byrjanda vél. Ég keypti Phoenix simmann og er mjög sáttur. Mér fannst hann sanda upp úr miðað við verð, gæði og tilgang. Í simmanum er best og ódýrast að læra.

Ég stefni svo á að ná mér í stærri vél í vor, er að horfa á Blade 450x, Align Trex 450 Pro eða jafnvel Gaui X5. Fer svolítið eftir því hvernig gengur að safna ;)

Hér eru svo nokkrar hjálplegar síður:

Þessi vefur er mjög góður - http://www.rchelicopterfun.com
Umræðuvefur um RC þyrlur - http://www.helifreak.com
Fín æfingarlisti og video - http://www.helifreak.com/showpost.php?p ... stcount=51
Phoenix flight simulator - http://www.phoenix-simv3.com/default.asp

Gangi þér vel.

kk Hreiðar.
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: byrjandi hér á ferð með nokkrar spurningar

Póstur eftir Ingþór »

[quote=S.A.S.]...en Ingþór hvað erum við að tala um að það muni í flugtíma það er að segja betterí eða nitro ??
svo las ég það einhverstaðar að kostnaðurinn er nokkurveginn sá sama þegar litið er yfir heildar pakkan þannig að maður eigi ekki að setja það fyrir sig ...[/quote]

A) Það fer eftir stærð batteríssins og þ.a.l. kostnaði, ef þú ert með stór (mah) og dýr batterí þá duga þau heillengi, þarft held ég minnst að pæla í því, maður hefur almennt lítið úthald í flug lengur en 8 mínútur.
Ég hef prufað að fljúga nonstop í 25 mínútur og það er bara frekar þreitandi.
En hitt er annað, að ef þú ferð í stóra rafmagns þá þarftu að eiga allavega 2-3 batterísett sem hægt er að hlaða á amk 2c, og hleðslutæki sem getur það.

B) Jú kostnaðurinn er nokkurnveginn sá sami yfir líftímann ef þú geymir batteríin þín rétt (í poka, í ísskáp, með 50% hleðslu) miðað við svo og svo mikið flug osfr. EN(!) þessi batterí eru svolítið dýr og viðkvæm (voru það amk þegar ég pældi í rafmagnsþyrlu síðast) og ef þú krassar eru töluvert miklar líkur á að þau skemmist, eða verða amk þannig að þeim sé tæplega treystandi í annað flug. og þá er þetta svolítið eins og krassa með ársbyrgðir af bensíni á vélinni, óþarflega dýrt...

ps. ekki vera hræddur við að krassa, reynslan sýnir að viðgerðakostnaður við krass á nitro þyrlu er svona 10% af nývirði hennar... yfirleitt um 15 þúsund.
Margir halda nefnilega að ef maður krassi þyrlu þá er 150 þúsund horfið en það er alls ekki oft þannig í þyrlunum
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Svara