FPV Selfoss

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Þórir T »

[quote=raRaRa]Hún er ótrúlega flott hjá þér! Hlakka til að sjá FPV selfoss myndbönd ;P
[/quote]
Takk fyrir það kærlega, þó þetta sé ekki merkilegt flygildi, þá gerir maður nú það sem hægt er til að þetta líti þokkalega út.. :)

Aðeins tekin snögg athugun í hádeginu, fannst skýring sem gæti verið líkleg fyrir aflleysi..
Vonast til að ná annari prófun í kvöld...
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust][quote=Björn G Leifsson]eCalc -propcalc að þú tekur loftskrúfuna af (ef hún skyldi fara að snúast), Hefur kveikt á sendinum. Setur inngjöfina í botn þeas upp eins langt og hún kemst. [/quote]


Gættu þess að láta mótorinn helst ekki snúast á fullri ferð án þess að loftskrúfan sé á honum. Ég var næstum búinn að skemma mótor þannig, ...[/quote]

Eh. Ég tók þetta nú bara fram til að foraðst slys. Ef maður fer rétt að við að "innissíalæsa Esc-inn" þá snýst hann ekkert á meðan. Ég hefði átt að taka það fram að þetta væri bara til öryggis.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ef maður hækkar mótorfestinguna þá breytir maður því sem kallað er "thrust-line" og hún getur þá farið að leita of mikið niður á við nema maður beini mótornum eilítið upp á við um leið. (niður á við ef mótorinn er framaná og togar ;) )
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=raRaRa]Hún er ótrúlega flott hjá þér! Hlakka til að sjá FPV selfoss myndbönd ;P

Flestir (meðal annars ég) fljúga með BEVRC motor sem er 980kv með 4s battery. Notebene, motorinn verður að styðja 4s ef þú ætlar að nota 4s battery. Ég nota Turnigy plush 60amp ESC frá HobbyKing, meira en nóg en það er alltaf öruggara.

Það eru semsagt margir sem uppfæra sig frá 3s upp í 4s battery til að fá meiri kraft úr BEVRC mótornum. CG-ið á vélinni hefur líka mikið að segja um hversu vel hún flýgur og þú þarft minni kraft ef hún hefur rétt CG.

9x6E prop er mjög góður, mundu að snúa proppinum rétt á vélina annars færðu ca 50% minni kraft en þú ættir að fá.[/quote]

Samkvæmt því sem ég fann þolir þessi mótor sennilega ekki 4s Þess vegna nefndi ég ekki þann möguleika.

Menn sem eru jafn bugaðir af balsareynslu og við Þórir mundu aldrei snúa proppinum öfugt. (Og aldrei í lífinu viðurkenna það fyrir nokkurri sál ef það skyldi alveg óviljandi koma fyrir :D :D )
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Þórir T »

Jæja, smá update. Ég prófaði græjuna aftur áðan, og viti menn, aflið komið í ljós, enginn sérstakur skortur á því núna. ( Segi aldrei hvað var að :D ) Tók nokkur flug sem gengu bara fínt, vídeó samband nokkuð stabílt og framhaldið lofar góðu. Tók aðeins vídeó með Muvi cameru sem ég átti til, en er búinn að fjárfesta í GoPro2 sem allt kapp verður lagt á núna að koma fyrir.
Mynd
Málaði "gróðurhúsið" eins og þessir sem eiga flottu og dýru vélarnar... :D

More to come....
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Þórir T]( Segi aldrei hvað var að :D )[/quote]

Engar áhyggjur, við vitum alveg hverju þú klikkaðir á!!! Og til lukku.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Þórir T »

hahahaha vertu ekki of viss! :D

En takk samt!
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir raRaRa »

Til hamingju! Við ættum að stofna Skywalker FPV group á íslandi ;)

Næsta skref hjá þér er að setja camera pan á vélina, það er ótrúlega gaman að fljúga með þannig!

Smá flug sem ég tók um daginn:
http://www.youtube.com/watch?v=IDR0AWoP ... ture=g-upl
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Þórir T »

Þetta pan dæmi er hrikalega flott hjá þér, ertu að fljúga eftir vídeóinu frá Gopro?
Þyrftum að ná smá hittingi til að bera saman bækur okkar... hvað segirðu með það?
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir raRaRa »

Takk, það væri skemmtilegt. Jafnvel taka smá formation flug ef aðstæður leyfa. Ég nota GoPro bara fyrir upptöku en GoPro og FPV camerurnar eru báðar saman í camera mount sem liggur ofaná 360° servo.

Ég var líka að fjárfesta í stærra vænghaf, 1900mm frá BEVRC. Verður skemmtilegt að prufa muninn.
Svara