FPV tíðni

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: FPV tíðni

Póstur eftir Valgeir »

Það hefur verið mikið tal um fpv hér að undanförnu og mikið talað um hvaða tíðnisvið er löglegt. Mikið hefur verið um að setja linka inn á t.d. póst og fjarskipta stofnu en persónulega skil ég ekkert í þeim töflum og hef stundum orðið mjög ruglaður á mismunandi töflum sem sega ekki það sama og í þessum þræði http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5513&p=3 á síðu 3 er talað um að 1,3GHz sé löglegt en á þessum http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5846 er að mér skilst talað um að það sé ólöglegt. Ég geri fastlega ráð fyrir því að 900Mhz sé alt ólöglegt en er eithvað af eftirfarandi tíðnum lögleg? 1,2GHz( ch4 1.080G, ch5 1.120G, ch6 1.160G, ch7 1.200G)

1,3GHz( 0-C(0,1,2,3,4,5,6,7,8,9,H,C)

0.910G 0.980G 1.010G 1.040G

1.080G 1.120G 1.160G 1.200G

1.240G 1.280G 1.320G 1.360G

1.3G TX Series:

4-C(4,5,6,7,8,9,H,C)

1.080G 1.120G 1.160G 1.200G

1.240G 1.280G 1.320G 1.360G

Vantar bara hreint út svar ekki eithverja linka sem fara eithvað og síðan annað og síðan upp.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV tíðni

Póstur eftir Þórir T »

Ég mæli sterklega með að meistari Ágúst svari þessu, ég er nefnilega bara ótrúlega sammála þér :)
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: FPV tíðni

Póstur eftir Valgeir »

einhver?
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV tíðni

Póstur eftir Agust »

Stutta svarið er að engin af þessum tíðnum er lögleg fyrir FPV, þ.e. fyrir hvern sem er.

Langa svarið:
Ef þú værir með leyfi radíóamatöra frá Póst og fjarskiptastofnun, þá gætir þú væntanlega notað þær tíðnir sem falla innan sviðsins 1,240 til 1,300 GHz.

Þú listaðir upp slatta af tíðnum. Nokkrar sem eru feitletraðar hér fyrir neðan falla innan þessa sviðs. Þarna eru reyndar tölur eins og 1,240 sem eru akkúrat á enda tíðnisviðsins og á mörkum þess að vera leyfilegt því öll merki taka pláss. Þú færir því aðeins niður fyrir 1,240 GHz þegar merkið er mótað.

Sem sagt ég sé aðeins tíðnina 1.280 GHz sem fellur örugglega innan amatörbandsins.

Þessi tíðni er þó aðeins lögleg fyrir þá sem eru með annað hvort N-leyfi eða G-leyfi radíóamatöra og mega þá nota 50 eða 100 wött samkvæmt reglugerðinni.

Sumar aðrar tíðnir í listanum eru notaðar fyrir almennt flug og örugglega harðbannað að nota þær. Sjá
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5513&p=3

--- --- ---

1,2GHz( ch4 1.080G, ch5 1.120G, ch6 1.160G, ch7 1.200G)

1,3GHz( 0-C(0,1,2,3,4,5,6,7,8,9,H,C)

0.910G 0.980G 1.010G 1.040G

1.080G 1.120G 1.160G 1.200G

1.240G 1.280G 1.320G 1.360G

1.3G TX Series:

4-C(4,5,6,7,8,9,H,C)

1.080G 1.120G 1.160G 1.200G

1.240G 1.280G 1.320G 1.360G

Skoðaðu þetta vel: http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=3 ... ment_id=53
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: FPV tíðni

Póstur eftir Valgeir »

takk fyrir þetta, þá verð ég að fá mér 5.8GHz fpv sem sökkar pínu enn maður verður að láta sig hafa það.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Svara