21.07.2006 - Myndir frá Cosford

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 21.07.2006 - Myndir frá Cosford

Póstur eftir Sverrir »

Hægt er að sjá nokkrar myndir frá Cosford undir Myndasafni Fréttavefsins en þeim er skipt niður í laugardag og sunnudag.

Methiti er búinn að vera í Bretlandi síðustu daga og ef vel er gáð má kannski sjá rauðleita Íslendinga á þessum myndum.

Nokkrar myndir frá flugdegi Þyts eru einnig komnar inn í myndasafn Þyts.

Að lokum minnum við á Flugkomu Flugmálafélags Íslands sem haldinn verður á Hellu nú um helgina.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Birgir
Póstar: 74
Skráður: 4. Apr. 2005 20:52:21

Re: 21.07.2006 - Myndir frá Cosford

Póstur eftir Birgir »

Sverrir, frábærar myndir. ( allar 400 )

þessi ferð hefur líklega verið alveg meiriháttar :) ,, ég kem með á næsta ári. ( yeeeeehaaaaaaaaa )
Veðrið var frábært, en hvernig leið ykkur í þessum hita ?

Bestu myndirnar voru að sjálfsögðu af módelinu hans Guðjóns, með flottasta flugmódelið á svæðinu.

Guðjón, þú varst í sviðsljósinu þarna, var þetta ekki bara góður fíll ? og til hamingju með þennan hrikalega góða áfanga......

Hvernig gekk að hemja taugarnar fyrir flug, með þúsundir áhorfanda ? ehe



Bestu kveðjur, og vonandi sé ég ykkur sem flesta á Hellu á morgun Sunnudag tuttugastaogþriðja.
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 21.07.2006 - Myndir frá Cosford

Póstur eftir Sverrir »

Manni leið svo sem ekkert illa en það þurfti að passa upp á að drekka nóg og vera duglegur að hressa upp á sólarvörnina :cool:

Voru þær ekki 491 ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara