Annað CNC skurðarborð, heimagert
- Tryggvistef
- Póstar: 20
- Skráður: 18. Nóv. 2011 22:10:33
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Blessaðir
Ákvað að pósta hérna nokkrum myndum af skurðarborði sem að ég hef verið að vinna að undanfarið. Það er tilbúið til notkunar en það er alltaf eitthvað sem má bæta á það. Hér má sjá mynd sem að ég teiknaði af borðinu og í hinum fullkomna heimi ætti það að líta svona út:
Hér er síðan ramminn búið að sjóða allt saman.
Hér má síðan sjá festingarnar fyrir plötuna, nota vinkiljárna þarna á milli sem platan festist síðan á.
Ég nota síðan reim á x-ásinn, hér má sjá hvernig hún er fest. Aðrar færslur notast við laggarskrúfur.
Hér er síðan borðið farið að taka á sig mynd. Ég lét vatnskera allar plötur hjá Héðni þar sem ég vinn.
Hér er nærmynd af línulegu færslunum á x-ásnum.
Hér eru síðan nýfræstir og fínir íhlutir, þarna var ég kominn með allt sem mig vantaði þannig að ég gat byrjað að setja allt saman.
Hér er síðan mestallt komið saman. Svona lítur borðið út í dag, á eftir að græja samt fallegra hald utan um dremelinn, þessi útfærsla er vægast sagt ónákvæm og ekki alveg að ná eins fínum skurði og ég hefði viljað. Auk þess stefni ég á að setja plötu á bakvið y og z-færsluna eins og tölvumyndin sýnir til að fá betri styrk og hún er líka hugsuð til að halda undir færslukeðju sem mundi þá geyma alla vírana. Svona færslukeðjur eru bara svo dýrar hérna á Íslandi þannig að ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvernig ég leysi færslu á vírum.
Hér má síðan sjá dæmi um eitt stykki sem að ég var að leika mér að fræsa, ég skýrði semsagt fræsinn minn VESEN enda er þessi smíði og hönnun búinn að taka dágóðann.
Þetta verkefni byrjaði upphaflega sem skólaverkefni, þar náði ég að fá borðið til að geta teiknað en þar var þónokkuð um skítmix. Ég endurhannaði borðið því að miklu leyti en notaði þó mikið úr upphaflegu smíðinni. Virkt svæði á skurðarborðinu er eitthvað í kringum 1000x400x120 (mm). Ég er að nota steppermótora og drivera frá www.probotix.com. mótorarnir eru ca 1,8Nm (260Oz/in) sem er ekkert sérlega kraftmikið. Auk þess er ég ekki sáttur með driverana fyrir stepper mótorana, er þegar búinn að eyðileggja einn. Sá að aðrir hér hafa verið að nota mótora og drivera frá http://www.kelinginc.net/ og virðist það vera betri kaup, allavegana öflugari mótorar á svipaðann pening auk þess sem microstepping (Veit ekki hvað ég get kallað þetta á íslensku, kannski upplausn) eru miklu meiri.
Ef þið eruð að spá í að smíða ykkur svipuð tæki hikið ekki við að spurja mig. Ég er búinn að læra rosalega mikið hvað skal ekki gera
kv. Tryggvi Stefánsson
Ákvað að pósta hérna nokkrum myndum af skurðarborði sem að ég hef verið að vinna að undanfarið. Það er tilbúið til notkunar en það er alltaf eitthvað sem má bæta á það. Hér má sjá mynd sem að ég teiknaði af borðinu og í hinum fullkomna heimi ætti það að líta svona út:
Hér er síðan ramminn búið að sjóða allt saman.
Hér má síðan sjá festingarnar fyrir plötuna, nota vinkiljárna þarna á milli sem platan festist síðan á.
Ég nota síðan reim á x-ásinn, hér má sjá hvernig hún er fest. Aðrar færslur notast við laggarskrúfur.
Hér er síðan borðið farið að taka á sig mynd. Ég lét vatnskera allar plötur hjá Héðni þar sem ég vinn.
Hér er nærmynd af línulegu færslunum á x-ásnum.
Hér eru síðan nýfræstir og fínir íhlutir, þarna var ég kominn með allt sem mig vantaði þannig að ég gat byrjað að setja allt saman.
Hér er síðan mestallt komið saman. Svona lítur borðið út í dag, á eftir að græja samt fallegra hald utan um dremelinn, þessi útfærsla er vægast sagt ónákvæm og ekki alveg að ná eins fínum skurði og ég hefði viljað. Auk þess stefni ég á að setja plötu á bakvið y og z-færsluna eins og tölvumyndin sýnir til að fá betri styrk og hún er líka hugsuð til að halda undir færslukeðju sem mundi þá geyma alla vírana. Svona færslukeðjur eru bara svo dýrar hérna á Íslandi þannig að ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvernig ég leysi færslu á vírum.
Hér má síðan sjá dæmi um eitt stykki sem að ég var að leika mér að fræsa, ég skýrði semsagt fræsinn minn VESEN enda er þessi smíði og hönnun búinn að taka dágóðann.
Þetta verkefni byrjaði upphaflega sem skólaverkefni, þar náði ég að fá borðið til að geta teiknað en þar var þónokkuð um skítmix. Ég endurhannaði borðið því að miklu leyti en notaði þó mikið úr upphaflegu smíðinni. Virkt svæði á skurðarborðinu er eitthvað í kringum 1000x400x120 (mm). Ég er að nota steppermótora og drivera frá www.probotix.com. mótorarnir eru ca 1,8Nm (260Oz/in) sem er ekkert sérlega kraftmikið. Auk þess er ég ekki sáttur með driverana fyrir stepper mótorana, er þegar búinn að eyðileggja einn. Sá að aðrir hér hafa verið að nota mótora og drivera frá http://www.kelinginc.net/ og virðist það vera betri kaup, allavegana öflugari mótorar á svipaðann pening auk þess sem microstepping (Veit ekki hvað ég get kallað þetta á íslensku, kannski upplausn) eru miklu meiri.
Ef þið eruð að spá í að smíða ykkur svipuð tæki hikið ekki við að spurja mig. Ég er búinn að læra rosalega mikið hvað skal ekki gera
kv. Tryggvi Stefánsson
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Þetta er stórflott smíð, lookar mjög professionalt svona vatnsskorið. Við gætum nánast farið að stofna sér cnc deild við erum orðnir svo margir í klúbbnum í þessum pælingum. Þarna er allt burðarvirkið úr járni sem ætti þá að vera nógu rammbyggt til að fræsa t.d. í ál er það ekki?
- Tryggvistef
- Póstar: 20
- Skráður: 18. Nóv. 2011 22:10:33
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Forritið sem að ég nota til að stýra græjunni er EMC2 og er open source og keyrir á Ubuntu.
- Tryggvistef
- Póstar: 20
- Skráður: 18. Nóv. 2011 22:10:33
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Hehe ja spurning með að fara setja upp sérflokk fyrir þetta. Jú hann er að mestu smíðaður úr áli og stáli. Ég var að vonast til að geta farið að vinna ál, hef samt ekki prófað það ennþá. Efast um að ná stáli. Það er reyndar einn ókostur skilst mér sem að einn benti mér á á www.cnczone.com en það er að færslurnar mínar eru einungis fastar í endann. Þessi aðili hafði smíðað svipaðann fræs með eins uppbyggðum færslum, hann var að lenda í því líkt og þú talaðir um á öðrum þræði hérna að þú værir að lenda í því að þegar hann ynni í hörðu efni að þá byrjaði allt að hristast. Eins og ég segi þá hef ég ekki prófað þetta ennþá verð að sjá hvað gerist. Hefði verið mjög skynsamlegt hjá mér að pósta tölvugerðumyndinni inn á cnczone áður en ég smíðaði þetta en maður getur alltaf verið vitur eftir á.
Ert þú búinn að fræsa mikið á þínum? og hvað efni hefur þú aðallega verið að fræsa?
Ert þú búinn að fræsa mikið á þínum? og hvað efni hefur þú aðallega verið að fræsa?
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Mjög flott. Eins og þú bentir á sjálfur þá mætti festa dremlerinn (fræsarann) betur en með benslum.
Færðu ekki friktion (viðnám) í teinunum á hliðinni sem unitið rennur fram og aftur á?
Færðu ekki friktion (viðnám) í teinunum á hliðinni sem unitið rennur fram og aftur á?
- Tryggvistef
- Póstar: 20
- Skráður: 18. Nóv. 2011 22:10:33
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Takk fyrir það.
Hehe já betri festing er nauðsynleg svo að maður geti gert eitthvað að viti.
En nei það er mjög lítið friction í þessu, það eru kúlur inni í þessu þannig þetta virkar bara eins og legur. Þessar færslur fannst mér frekar ódýrar og sniðug lausn og þær halda mjög þétt þannig að það er lítið sem ekkert slag í þeim.
Hehe já betri festing er nauðsynleg svo að maður geti gert eitthvað að viti.
En nei það er mjög lítið friction í þessu, það eru kúlur inni í þessu þannig þetta virkar bara eins og legur. Þessar færslur fannst mér frekar ódýrar og sniðug lausn og þær halda mjög þétt þannig að það er lítið sem ekkert slag í þeim.
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Já já, ég hef fræst í mdf, allt upp í 19mm þá í þrem umferðum, ýmsum þykktum af krossvið, balsa, depron og núna nýjast hef ég verið að vinna eitt verk í 15mm polystirene frauðplast. Svo er ein regla sem ég hef lært að hraðinn er vinur þinn, ef maður er einhvað hræddur og fer of hægt í efnið þá hitnar bara tönnin þangað og eyðilegst... (been there...)
Eg prufaði að fræsa ál en hann réð ekki við það, fyrir utan svo það að fræsinn hjá mér snýst alltof hratt fyrir það án kælingar þannig það festist alltaf spónninn í tönninni
Eg prufaði að fræsa ál en hann réð ekki við það, fyrir utan svo það að fræsinn hjá mér snýst alltof hratt fyrir það án kælingar þannig það festist alltaf spónninn í tönninni
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Borðið er hrikalega flott hjá þér finnst mér.
Keyptir þú línulegurnar hér á landi eða pantaðir þú þær að utan?
Ég hef séð að það er verið að nota tvö sett af línulegum á X ásinn til að koma í veg fyrir vípring,(Af því að það er ekkert hægt að festa þær á miðjunni) en þessi uppsetning hjá þér er allveg örugglega nóg til að byrjameð og svo er það skemmtilega við þessar CNC pælingar að það er sama og í flugmódelunum það er endalaust hægt að pæla og endursmíða og bæta við
Hvaða hugbúnað ert þú að nota CAD og CAM. Er þér að líka vel við EMC 2?
Já það eru mjög spennandi tímar framundan í CNC málum sýnist mér, það er líka svo skemmtilegt þegar hægt er að fara að deila hugmyndum og ráðum manna á milli, það flýtir líka mikið fyrir að allir séu ekki að gera sömu mistökin
Keyptir þú línulegurnar hér á landi eða pantaðir þú þær að utan?
Ég hef séð að það er verið að nota tvö sett af línulegum á X ásinn til að koma í veg fyrir vípring,(Af því að það er ekkert hægt að festa þær á miðjunni) en þessi uppsetning hjá þér er allveg örugglega nóg til að byrjameð og svo er það skemmtilega við þessar CNC pælingar að það er sama og í flugmódelunum það er endalaust hægt að pæla og endursmíða og bæta við
Hvaða hugbúnað ert þú að nota CAD og CAM. Er þér að líka vel við EMC 2?
Já það eru mjög spennandi tímar framundan í CNC málum sýnist mér, það er líka svo skemmtilegt þegar hægt er að fara að deila hugmyndum og ráðum manna á milli, það flýtir líka mikið fyrir að allir séu ekki að gera sömu mistökin
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
- Tryggvistef
- Póstar: 20
- Skráður: 18. Nóv. 2011 22:10:33
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Takk fyrir það. Já keypti línulegurnar að utan, keypti þær á probotix.com. Öxlana lét ég síðan renna hérna heima, eða öllu heldur lét snitta í endana. En já ég held að ég muni mixa einhverjar styrkingar á X-ásinn annaðhvort aðra svona færslu eða græja eitthvað annað seinna meir ef að ég verð ósáttur með hvernig hann er að virka.
Já það eru rosalega miklar pælingar í kringum allt þetta og maður náttúrulega lærir slatta af því að smíða þetta.
Varðandi hubúnaðinn þá er ég að teikna langmest í Autodesk Inventor. Er nýlega búinn að kaupa mér Bobcad/cam og get teiknað þar en á meðan ég hef aðgang að Inventor þá er hann miklu betri fyrir það. Bobcad/cam er ég semsagt bara að nota sem CAM forrit. Ég er mjög sáttur við EMC2, mjög einfaldur í uppsetningu og virkar mjög vel, hann er samt töluvert takmarkaðri ef maður kann ekki mikið í forritun heldur en mach 3 en en sem komið er hefur mér ekki fundist hann takmarkandi.
Hvar annars hafið þið verið að kaupa plexigler?
Er hægt að kaupa depron hérna á Íslandi?
Fer ekki bara að koma að því að setja upp sérstakan þráð fyrir CNC/CAD/CAM?
Já það eru rosalega miklar pælingar í kringum allt þetta og maður náttúrulega lærir slatta af því að smíða þetta.
Varðandi hubúnaðinn þá er ég að teikna langmest í Autodesk Inventor. Er nýlega búinn að kaupa mér Bobcad/cam og get teiknað þar en á meðan ég hef aðgang að Inventor þá er hann miklu betri fyrir það. Bobcad/cam er ég semsagt bara að nota sem CAM forrit. Ég er mjög sáttur við EMC2, mjög einfaldur í uppsetningu og virkar mjög vel, hann er samt töluvert takmarkaðri ef maður kann ekki mikið í forritun heldur en mach 3 en en sem komið er hefur mér ekki fundist hann takmarkandi.
Hvar annars hafið þið verið að kaupa plexigler?
Er hægt að kaupa depron hérna á Íslandi?
Fer ekki bara að koma að því að setja upp sérstakan þráð fyrir CNC/CAD/CAM?
Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Depron fæst í Tómstundahúsinu, plexigler sennilega hjá flestum af þeim fyrirtækjum sem eru í skiltum og tengdu, t.d. Akron, Háborg og Fást. Þarf aðeins meira efni í sér hluta.
Icelandic Volcano Yeti