Flugmódelfélög og FPV

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Gaui »

[quote=einarak]...það verður bara gert annarsstaðar en frá flugvellinum ykkar...[/quote]

Það er þá ágætt, því að aðflug að flugvöllum er á mjög fáum stöðum: Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Reykjavík ... og þess vegna er ekki sama hættan fyrir hendi og er hér á Melunum.

[quote=einarak]Því þeir sem hafa ástríðu fyrir sínu áhugamáli koma til með stunda það, sama hvað allir aðrir segja. [/quote]

Við erum ekki að reyna að stöðva FPV flug, hugmyndin hjá okkur er að setja sjálfir reglur um hvernig það verður stundað á stað eins og Melgerðismelum, sem er undir aðflugsleið og samtímis annarri flugumferð.

[quote=einarak]Þessvegna á að fá FPV menn í klúbbana og leifa þeim sjálfum að vera með í ráðum um hvernig reglurnar eiga að vera svo hobbýið haldi áfram að vera skemmtilegt.[/quote]

Ég hélt ég þyrfti ekki að taka fram að þessar reglur sem ég nefndi (og hafa, vel að merkja, enn ekki verið samdar formlega) eiga ekki að vera reglur fyrir allt landið, bara Melgerðismela. Þeir sem vilja fljúga með FPV geta verið áfram í klúbbunum, þeir geta sett sér þær reglur sem þeir vilja, eða ekki sett sér reglur, en á Melunum eru nú þegar mjög strangar reglur um hvernig má fljúga módelflug af því við erum á þessum stað en ekki annars staðar og FPV flug verður að taka tillit til þeirra aðstæðna sem hér eru.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Agust »

Það er auðvitað nauðsynlegt að flugmódelfélögin setji sér reglur um þessi mál, þar sem fjallað er um m.a:

- Hvar má fljúga.
- Hve hátt má fljúga.
- Hve fjarri flugmanninum má fljúga.
- Hve nærri flugvöllum fyrir 1:1 flug má fljúga
- Nauðsyn á aðstoðarflugmanni.
- Getu flugmanns og aðstoðarflugmanns.
- Hámarks þyngs flugmódels.
- Hvaða senditíðnir má nota fyrir fjarstýringu og fyrir sendi í flugvél.
- Tíðnigæslu.
- Tillitssemi.
- Að geta sýnt fram á gildar tryggingar.


O.s.frv.

Dæmi um tillögu að reglugerð er t.d.:



U.S. FPV Safety Code and SUAS Notice of Proposed Rulemaking
AMATEUR MODEL FPV SAFETY CODE



DEFINITIONS

FPV
First Person View (FPV) piloting is defined as remotely controlling a model aircraft by the pilot in command (PIC) by the use of an onboard video camera and wireless video transmitter which sends a live video image of the aircraft’s attitude in flight to a “ground station” which consists of a wireless video receiver and display devices such as a video monitor and/or video “goggles”.


AMATEUR
Non-commercial hobbyists and amateur model aircraft users operating for sport and recreation. Commercial operations (e.g.: pay-for-hire, aerial photography, etc) are not recreational activities, and as such are not covered under these guidelines.



AMA
The Academy of Model Aeronautics (AMA) is a self-supporting, non-profit organization whose purpose is to promote development of model aviation as a recognized sport and worthwhile recreation activity, and is the official national body for model aviation in the United States.



OPERATING REQUIREMENTS
1. Maximum flight altitude of 400ft AGL as per FAA guideline AC 91-57.
2. Flights are not permitted over densely populated areas of cities, towns or over any open-air assembly of persons.
3. Flights within 3 statute miles of an airport require prior approval of the airport manager.
4. Maximum operating range shall be limited to AMA safety rules and FAA guidelines.
5. Flights shall be conducted in such a way as to prevent harm to full-scale aircraft, people, animals or property.
6. Flights should be only conducted under VFR weather conditions.
a. Day = 1 statute mile of visibility
b. Night = 3 statute miles of visibility
7. Night flights require on-board aircraft lights that show the aircraft’s attitude visible from 1000 ft.
8. Fully autonomous aerial vehicles that lack the ability to be totally controlled by the pilot in command are not considered to be FPV aircraft and as such are not covered by these guidelines.
9. Aircraft will be flown by regular visual line-of-sight method during initial testing and/or testing of any flight system changes that could affect performance and/or handling.
10. Aircraft will contain contact information for the pilot, including but not limited to, the pilots full name, address, and phone number.



RECOMMENDATIONS

1. Aircraft maximum weight and speed limited to AMA safety rules and FAA guidelines.
2. The use of spotters is recommended during initial flight training or at congested flying fields.
3. GPS based programmable redundant failsafe systems are encouraged and if used for return to home purpose should be programmed to bring the aircraft back to a safe location away from people and property. If a return-to-home feature is not used, it is advisable to
4. Have on-board capability (fail safe) of landing the aircraft if pilot control is interrupted.
5. Any record attempts that exceed these guidelines require the prior approval of all official agencies involved that would include but are not limited to FAA and FAI.


FREQUENCY MANAGEMENT

FPV pilots shall adhere to frequency control and licensing set forth by the FCC. This applies to both the RC control systems used, as well as the wireless video transmissions. FPV pilots will also take care to minimize frequency conflicts with other model aircraft pilots.


FLIGHTS AT AMA SANCTIONED AIRFIELDS (See also Supplement Code 550)

Preface: Keep in mind some AMA fields are located within congested or populated areas. Furthermore these sites may have contractual agreements with land owners restricting activity within a limited flight zone. These areas do not have the space requirements for FPV flying and should not be used. The AMA model aircraft Safety Code will apply at all times!

1. An FPV-equipped model must be flown by two AMA members utilizing a buddy-box system. The pilot in command must be on the primary transmitter, maintain visual contact, and be prepared to assume control in the event of a problem
2. The operational range of the model is limited to the pilot in command’s visual line of sight as defined in the Official AMA Safety Code (see Radio Control, item 10).
3. The flight path of model operations shall be limited to the designated flying site and approved overfly area.
4. The model weight and speed shall be limited to a maximum of 10 pounds and 60 miles per hour.


Flying at a AMA field is a privilege and not a right! Please do not get into arguments regarding FPV at AMA fields. Arguing if you can fly FPV will only give FPV'ers a bad name!
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Agust »

Það væri kannski ekki úr vegi að einhver löggiltur enskukunnáttumaður sem jafnframt er módelflugmaður og bóndi tæki að sér að snara þessum reglum á Íslensku. Hvað segir Gaui um það?

Síðan mætti etv. staðfæra reglurnar og nota sem grunn að okkar reglum.

-

Hér eru svo til viðbótar ágætar vinnureglur sem hafa má til hliðsjónar, þó þær eigi ekki eingöngu við um FPV flug.:

RCAPA (Remote Control Aerial Photography Association) general guidelines

http://www.rcapa.net/guidelines.aspx
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir einarak »

[quote=Gaui]
Ég hélt ég þyrfti ekki að taka fram að þessar reglur sem ég nefndi (og hafa, vel að merkja, enn ekki verið samdar formlega) eiga ekki að vera reglur fyrir allt landið, bara Melgerðismela. Þeir sem vilja fljúga með FPV geta verið áfram í klúbbunum, þeir geta sett sér þær reglur sem þeir vilja, eða ekki sett sér reglur, en á Melunum eru nú þegar mjög strangar reglur um hvernig má fljúga módelflug af því við erum á þessum stað en ekki annars staðar og FPV flug verður að taka tillit til þeirra aðstæðna sem hér eru.

:cool:[/quote]

Þar liggur hundurinn grafinn... ég tók þessu sem ykkar hugmynd að "almennum" reglum um FPV flug, því ég spáði ekki í ykkar sérstöku reglum varðandi flugsvæðið. En átta mig á þeim nú í samræmi við fyrra svar þitt í þræðinum.
Annars virðast þessar reglur sem Ágúst kom með hljóma mjög sanngjarnar.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Gaui »

[quote=Agust]Það væri kannski ekki úr vegi að einhver löggiltur enskukunnáttumaður sem jafnframt er módelflugmaður og bóndi tæki að sér að snara þessum reglum á Íslensku. Hvað segir Gaui um það?[/quote]

Ég er að vísu ekki bóndi þó ég eigi ekki heima í stórbæ, en hér er snörun á þessum reglum. Ég sleppti skilgreiningunum í upphafi, enda held ég annars vegar að þær hafi ekki gildi hér á landi og hins vegar að við erum sammála um hvað FPV flug er.

Okkur vantar hins vegar gott íslenskt orð fyrir First Person View (Fyrstu persónu flug ???). Komið með tillögur!

-------------------------------------------

ÖRYGGISREGLUR FYRIR FPV FLUG UTAN ATVINNUSTARFSEMI

SKILGREININGUM SLEPPT

NOTKUNARSKILMÁLAR
1. Hæsta flug yfir jörðu er 400 fet (120 metrar) samkvæmt FAA reglum nr. AC 91-57.
2. Ekki má fljúga yfir þéttbýli í borgum og bæjum eða samkomum fólks utan húss.
3. Flug inna 3 mílna (5 kílómetra) frá flugvelli þarf heimild frá flugvallarstjóra.
4. Mesta stjórnunarfjarlægð skal fara eftir öryggisreglum AMA og skilmálum FAA.
5. Flug skal framkvæmt þannig að ekki skaði flug fullstórra flugvéla, fólk, dýr eða eignir.
6. Flug skal framkvæmt eftir sjónflugsreglum þar sem gildir
a. að degi til = 1 míla ótakmörkuð útsýn (1690 metrar)
b. að nóttu til = 3 mílna ótakmörkuð útsýn (5 km)
7. Við næturflug þurfa að vera ljós um borð í módelinu sem sýna afstöðu þess og skulu þau vera sýnileg í 1000 feta (300 metra) fjarlægð.
8. Flugför með fulla sjálfsstýringu og sem ekki er hægt að stjórna af flugmanni á jörðu niðri eru ekki talin FPV flugför og falla þannig ekki undir þessa skilmála.
9. Flugförum skal flogið samkvæmt venjulegum sjónflugsaðferðum við fyrstu prófanir og/eða við prófun á nýjum eða breyttum búnaði sem gæti haft áhrif á flugeiginleika og/eða stjórnun.
10. Flugfar skal innihalda upplýsingar um flugmanninn, þar með talið en ekki eingöngu, fullt nafn flugmanns, heimilisfang og símanúmer.

TILLÖGUR
1. Mesta þyngd og hraði flugfars skal fara eftir reglum AMA og skilmálum FAA.
2. Mælt er með notkun aðstoðarmanns við fyrstu flugæfingar eða á mikið notuðum flugstöðum.
3. Mælt er með GPS varakerfi til öryggis og ef það er notað til að skila módeli til baka, að það fari þá á stað fjarri fólki og eignum. Ef skilakerfi er ekki notað, þá er mælt með að
4. Um borð sé búnaður (forstilling e. fail safe) sem getur lent módelinu ef stjórn flugmanns er trufluð.
5. Sækja skal um heimilt til tilrauna til að slá met, sem ganga lengra en þessir skilmálar segja til um, til þeirra opinberu aðila sem um gætu fjallað, þar með talið, en ekki eingöngu, FAA og FAI.

TÍÐNIMÁL
FPV flugmenn skulu fara eftir þeim reglum sem FCC setur um notkun útvarpstíðna. Þetta á bæði við um fjarstýringar og þráðlausar sjónvarpssendingar. FPV flugmenn skulu einnig aðgæta að orsaka ekki tíðnitruflanir við aðra módelflugmenn.

FLUG Á FLUGSTÖÐUM SAMÞYKKTUM AF AMA
Formáli: Athugið að sumir flugstaðir AMA eru innan þéttbýlis. Þessir flugstaðir gætu að auki verið samningsbundnir við landeigendur þar sem flugsvæði eru takmörkuð. Slík svæði hafa ekki það rými sem þarf fyrir FPV flug og ætti því ekki að nota. Farið skal eftir öryggisreglum AMA!

1. Flugmódeli með FPV búnað skal flogið af tveim AMA félögum sem nota naflastreng. Flugmaðurinn sem stýrir módelinu skal vera á móðurstýringunni, skal hafa módelið stanslaust í augsýn og vera tilbúinn að taka yfir stjórn þess ef eitthvað kemur upp á.
2. Stjórnsvið módelsins takmarkast af sjónlínu flugmannsins með móðurstýringuna eins og tilgreint er í öryggisreglum AMA.
3. Flug módelsins takmarkast af tilgreindu flugsvæði og þar sem heimilt er að fljúga yfir.
4. Þyngd módelsins og hraði takmarkast við 10 pund (4,5 kg) og 60 mílur á klukkustund (96 km/klst).

Flug á flugsvæðum AMA er forréttindi, ekki réttur! Ekki koma af stað rifrildi um FPV flug á AMA flugsvæðum. Þeir sem það gera koma bara illu orði á FPV flug!
-------------------------------------------
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir raRaRa »

Er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að fljúga flugmódeli í ákveðna hæð?

First Person View (FPV) væri flott sem Fyrstu Persónu Mynd eða Fyrstu Persónu Mynd-flug

Eru annars einhverjar reglur í þessu sem eru léttari á íslandi? Þ.e. FAA og AMA reglurnar, eru þær virkar um allan heim?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Gaui »

[quote=raRaRa]Eru annars einhverjar reglur í þessu sem eru léttari á íslandi?[/quote]

Það eru nánast engar reglur um flugmódel á Íslandi. Og þess vegna þurfum við ekki að sækja um leyfi fyrir einu né neinu. Þess vegna erum við (nokkrir okkar) hræddir um að allt í einu verði ákveðið af einhverjum yfirvöldum að það þurfi að setja reglur og að þær verði óásættanlegar fyrir okkur.

Það sem er líklegast til að kalla á slíka reglusetningu er óhapp eða slys sem einhver veldur með óábyrgu flugi. Nokkrir okkar (ég og Doktorinn aðallega) höfum verið að hvetja menn til að fara varlega út af þessu, en því miður hafa sumir talið það vera óþarfa afskiptasemi og frekju.

En ég ætla ekki að fara út í það hér. Nóg eru dæmin hérna á spjallinu.

Nú er það FPV og hvernig við tökum á því sem er málið.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sælir.

Mín tillaga að íslenskun á FPV er "sjónvarpsflug" (Skammstafað SVF?)

Þetta er mjög þörf umræða sem ég fagna að skuli vera komin í gang. Mér líst vel á þann reglugrunn sem er settur fram hér og held að flestir geti sætt sig við að nota hann til þess að smíða íslenskar reglur eftir, ekki satt?
Eru einhverjir sem sjá annmarka eða hafa betri tillögur til að nota við að smíða íslenskar reglur fyrir FPV flug?

Komið gjarnan með hugmyndir ykkar hér.

Það er, eins og Gaui bendir á, mjög skynsamlegt ef við sjálfir setjum fram skýrar og skynsamlegar reglur sem eru í sem mestu samræmi við það sem er miðað við annars staðar og þær litlu loftferðareglur sem til eru á Íslandi.
Annars fara bara einhverjir hlandhausar (afsakið orðbragðið) hjá ákveðinni stofnun að gera það.

Legg til að Gaui staðfæri þetta (breyti þannig að það passi okkar aðstæðum)?
Svo getum við skoðað það áfram hér á þessum vetvangi og sjá hvort allir geti sæst á það.

Annað.
Einhver nefndi OSD (skjámælaborð?) hér ofar sem eitthvað valkvæmt (optional) við sjónvarpsflug
Mér sýnist lítið vit í að fljúga sjónvarpsflug nema nota OSD. Það er meðal annars nauðsynlegt til þess að geta haldið sig innan hæðar- og fjarlægðarmarka og til að bjarga sér heim úr villu. Til þess þarf það að vera með GPS búnaði.

Bestu kveðjur frá Skáni. Hlakka til að komast heim og í gang með að fljúga. Kannski veður um páskana??
BGL
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Páll Ágúst »

[quote=Björn G Leifsson]
Mín tillaga að íslenskun á FPV er "sjónvarpsflug" (Skammstafað SVF?)
[/quote]

Mér líst vel á þessa þýðingu :D
Væri til í að koma mér upp SVF setti en það kostar bara svo hl***i mikið með almennilegum græjum :/
Spurning um að byrja bara á GoPro og fá seinna SVF búnað...

@Björn (o.fl.) Hvað er OSD (skjámælaborð) ??
Hæðartakmörkun eða mælar eða?
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Björn G Leifsson]Sælir.

Einhver nefndi OSD (skjámælaborð?) hér ofar sem eitthvað valkvæmt (optional) við sjónvarpsflug
Mér sýnist lítið vit í að fljúga sjónvarpsflug nema nota OSD. Það er meðal annars nauðsynlegt til þess að geta haldið sig innan hæðar- og fjarlægðarmarka og til að bjarga sér heim úr villu. Til þess þarf það að vera með GPS búnaði.

BGL[/quote]

Vandamálið við það er að gott osd með gps og öllu er orðið um 150 usd (nova osd með rth 144) það er um það bil jafn mikið og alt sistemið sem ég er að spá í (vél+fvp+aukadrasl) sem er verulega stór biti. Síðan er það vandamálið með að þetta dót tekur bara hæð þar sem að það byrjaði og tekur ekkert mið af fjöllum, ég sem bý á Svalbarðsströnd, labba 500 metra upp í heiði og þá er ég búinn að hækka mig um 100 metra (ég hef mælt það með gps)
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Svara