[quote=Agust]Mér sýnist þetta vera um 2200 fermetrar. Eru ekki brautirnar á Hamranesi tvær 6 x 70 m, eða samtals 840 fermetrar. (Leiðréttið mig ef með þarf).
Þetta er stórglæsilegt.[/quote]
Eitthvað nálægt því já, það eru frekar stórar tölur í öllu sem viðkemur þessum vallarmálum.
Það fara ca. 2800 rúmmetrar í uppfyllingu og svo kemur toppefni ofan á það, þannig að við eru sennilega að tala um hátt í 3000 rúmmetra í brautarundirlag og svo var mokað upp eitthvað á billinu 1800-2000 rúmmetrum. Við höfum fengið vilyrði fyrir að hafa flotbryggju þannig að aðstaðan niður við vatn verður líka stórfín.
[quote=Björn G Leifsson]Það skyldi þó ekki verða svo að maður gerðist félagi þarna líka

[/quote]
Allir velkomnir í félagið, veitir ekki af að hafa sem flesta félagsmenn á þessum uppbyggingartímum
