GoPro eða Contour Roam?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir Agust »

Elko selur Contour Roam á um 40.000 en GoPro 2 á um 55.000. Verðmunur er 15.000. Contour virðist rennilegri. Hefur nokkur prófað Contour Roam?

http://helmet-camera-review.com/
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir Þórir T »

Ég hef aðeins skoðað þessa Contour, líst nefnilega nokkuð vel á hana, ekki eins mikill klumpur og hin..
Væri gaman að heyra ef einhver hefur reynslu.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hef nú ekki farið djúpt í samanburðinn en þessar myndavélar eru á margan hátt sambærilegar. Contour hefur sama megingalla og GoProinn þegar kemur að því að festa þær á flugmódel, þeas "hlaup-vandann" (Jello-effect) sem felst í bjögun á myndini við titring og hraða hreyfingu. Þetta stafar af því hvernig lokarinn vinnur, svokallað "rolling shutter"

Contour + (plús) hefur það fram yfir GoPro að hún er með innbyggðum GPS og hægt að fá Geo-merki á myndirnar enda mun dýrari.
Eflaust hægt að týna til ýmislegt fleira sem munar á þeim en skiptir minna máli.

Allt spurning um smekk, peninga og nördastig :D

Viðbót:

Fór að skoða þetta betur og fann einn þátt sem slær Contour Roam algerlega út af borðinu. Það er ekki hægt að taka upp video í 50 eða 60 fps. Þetta er lykilatriði í að geta hægt á filmunni og þannig fá falegri skot og losna við titring og snöggar hreyfingar og minnka sultuáhrifin. Dýrari Contour vélarnar eru með þetta.
(Athuga að 720 línu upplausn er alveg nóg fyrir falleg vídeó. Flestir nota þá upplausn til þess að fá miklu minni fæla og meðfærilegri, jafnvel prófessjónal heimildamyndasmiðir og þess háttar)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir raRaRa »

Nokkur comparison video:

http://www.youtube.com/watch?v=IpvQwSAv2Po
http://www.youtube.com/watch?v=W5v36v2zpqQ

Grein á rcgroups.com varðandi muninn:
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1536717

Vona að þetta hjálpi. Sjálfur keypti ég GoPro þar sem það er þekktara merki og slatti af dóti til. T.d. keypti ég mér GoPro pan/tilt mount frá readymaderc.com og GoPro lens protector. Ég hef ekki séð neitt FPV accessories fyrir Contour en það er alltaf hægt að redda því :)

Hmm, góðir punktar að ofan, ég þyrfti að prufa taka upp með 720 60FPS í stað 1080 30fps.
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir Gunnarb »

Gopro eru frabaerar. Mer thykir kostur a theim ad geta haft auka batterí ( sem aukahlut er meira ad segja haegt ad fa aukabatteri med led skja). Er thu ert med stort minniskort er batteriid thad sem klarast fyrr. Thu getur lika tekid video ut af gopro med microjac-plöggi ( t.d. f. FPV videosendi) Contour synist mer bara hafa slik tengi adgengileg ef velin er opnud ad aftan...
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Reyndar Gunnar, þá er bara hægt að hafa annaðhvort aukabatteríbakið eða LCD-bakið. Annar kostur við batteríbakið er að það þjónar sem hleðslutæki.
Ég á hvort tveggja. Það er mjög praktiskt að stilla af með skjánum og setja svo aukabatteríið á.
Það nýjasta er annars WiFi bak sem þú getur fjarstýrt henni með. Átti að vera tilbúið í vor en virðist ætla að dragast fram á sumar að koma út.

Varðandi video-úttak þá bjó ég til svoleiðis snúru úr ónýtum Nokia heyrnartólum. Það þarf 4-póla 2,5mm plögg. En nú sá ég að DIYDrones.com store eru með svona skott
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir Valgeir »

Ég á gopro 2 og er mjög ánægður með hana, fékk mér hana frekar en roam vegna þess að mig langar að geta séð hvaða stillingar ég er að nota og síðan til að skipta á staðnum án þess að hafa tölvu (ease of use). kennarin minn á roam og mér finnst gopro vera með betri liti og skarpari en roam er mikklu betri í vatni.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir Þórir T »

Ég búinn að taka þá ákvörðun að fara í GoPro, en þekkir einhver hér inná það, varðandi minniskortin í þessar
vélar. Ég sé að þau eru rated sem class 4, class 10 og þessháttar, hefur væntanlega einhvað með hraðann
á kortinu að gera. Þekkir einhver hér hvað þetta þarf að vera?
Passamynd
maggikri
Póstar: 5708
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir maggikri »

[quote=Þórir T]Ég búinn að taka þá ákvörðun að fara í GoPro, en þekkir einhver hér inná það, varðandi minniskortin í þessar
vélar. Ég sé að þau eru rated sem class 4, class 10 og þessháttar, hefur væntanlega einhvað með hraðann
á kortinu að gera. Þekkir einhver hér hvað þetta þarf að vera?[/quote]

Já þeir segja í manualnum sem fylgir vélinni að hraðinn eigi að vera að lámarki class 4 og best væri að nota class 10.
Þetta eru meiriháttar skemmtileg tæki. Af hverju ert þú ekki löngu búinn að fá þér þetta í fisið?
kv
MK
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: GoPro eða Contour Roam?

Póstur eftir Þórir T »

Ég var með aðra í fisinu sem var ekki HD (var reyndar extra latur við að nota hana), en þar sem ég er ekki lengur eigandi af fisi, þá verð ég að fá mér einhvað flottar í flugmódel :-)
Svara