Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Siggi Dags »

Hvað verður um Þyt?
Skipta allir um lið?
Er ódýrara í Fs?
Verður fótboltavöllurinn og sorphaugurinn sprengdir í tættlur?

Sjálfsagt ekki?

Við gætum verið fleiri?

Kveðja
Kveðja
Siggi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Pegasus]Hvað verður um Þyt?[/quote]
Heldur Þytur ekki bara áfram að vaxa og dafna eins og önnur módelfélög í landinu, kannski á nýjum stað sem verður reistur með vísan í góð fordæmi í öðrum bæjarfélögum.

[quote=Pegasus]Skipta allir um lið?[/quote]
Sjálfsagt verður einhver hreyfing en við módelmenn erum náttúrulega fjölhæfir menn og getum spilað með fleiri en einu liði á sama tíma.

[quote=Pegasus]Er ódýrara í Fs?[/quote]
FMS hefur verið ódýrasti klúbbur landsins hingað til en gjöldin fara aðeins upp á við með dýrari aðstöðu, það kostar jú pening að reka svona flottheit.

[quote=Pegasus]Verður fótboltavöllurinn og sorphaugurinn sprengdir í tættlur?[/quote]
Sjálfsagt ekki í þokkabót hefur heyrst að golfklúbbur kunni að bætast við flóruna! :|
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þó annar skemmtilegur og flottur völlur bætist við, ekki svo langt frá þá er engin ástæða til að gleyma því að Hamranesvöllur er ekki síður góð og glæsileg aðstaða, jafngóð eða betri en flest það sem ég hef séð í útlöndum.

Mér sýnist að þrengi að Hamranesflugvelli á næstunni og þá er afar mikilvægt að Þytur standi föstum fótum, meðlimaskráin sé vel fyllt og kristallklárt gagnvart umheiminum að þar sé um dýrmæta toppaðstöðu að ræða sem sé virkilega notuð í starfsemi á hemsmælikvarða (heimsfrægir skalamódelsmiðir, duglegir listflugmenn, og svo framvegis). Nú höfum við frábært fordæmi þar sem Reykjanesbær ofl stóðu flott og heiðarlega að því að bæta mönnum aðstöðumissi. Það væri mikil hneisa og pólítískt hættulegt fyrir yfirvaldið ef illa væri gert gagnvart Þyt þegar þar að kemur.

Það þarf sem sagt að halda áfram að laða fólk að klúbbnum, halda uppi þéttri starfsemi sem er vel sýnileg. Þá er ég ekki að meina að menn standi úti á velli heldur að stöðugt sé vakin athygli á starfseminni í fjölmiðlum á allan hugsanlegan hátt.

Það þarf að vinna vel í því að taka á móti nýrri kynslóð. Spurning fyrir veturinn hvort ætti að auglýsa opna félagsfundi 2-3svar í vetur þar sem fólk með áhuga getur komið og fengið innsýn í starfsemina, ráð með módel í smíðum, prófað hermi osfrv osfrv ????
Bara það að auglýsa svona starfsemi gerir okkur meira sýnilega....

Nújæja...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Pegasus]Hvað verður um Þyt?
Skipta allir um lið?[/quote]
Langt í frá. Það má ekki láta glýjuna af nýja vellinum blinda sig. Hamranes er topp aðstaða og Þytur fínn klúbbur. Fyrir þá sem vilja og geta þá eru félagsgjöldin ekki svo stór að ef menn vilja hafa eigin aðgang að öðrum völlum þá er raunhæfast að gerast meðlimur líka þó maður hafi sinn "heimaklúbb" og "heimavöll"


Það þarf einmitt að passa upp á þá staðreynd að hagsmunir flugmódelsportsins í heild liggja í því að efla bæði Þyt og FS og reyndar alla klúbbana á landinu. Því stærri sem félagaskrárnar eru því betra fyrir sportið.
Þess vegna meðal annars er það hagur klúbbana að hafa félagsgjöldin hæfileg.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5828
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir maggikri »

Ég held að þetta sé hárrétt hjá Birni. Það þarf að passa vel uppá hagsmuni Þyts. Það er ekki meiningin að nýji flugvöllurinn taki við af Hamranesi, það var aldrei í myndinni hjá okkur hérna á suðurnesjunum. Hamranes er ennþá mjög flott svæði. Suðurnesjamenn hafa verið félagar í Þyt, jafnframt því að vera félagar í FMS. Eins og Björn hefur áður sagt þá tekur nýji flugvöllurinn hérna á suðurnesjum ekki við af Hamranesinu eða flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Styrkur félaganna er náttúrulega að hafa fjölda félagsmanna á skrá og að sjálfsögðu þá sem greiða félagsgjald svo að hægt verði að gera flugvellina enn betri og aðstöðuna góða. Ef að Þytur missir Hamranesið í framtíðinni þarf eitthvað að taka við af því sem er þá í kringum höfuðborgarsvæðið. Hugmynd Björn um að gerast félagar í fleiri en einum klúbb er líka mjög góð og styrkir þá alla og flugmódelsportið í heild.

Jæja nóg í bili meira seinna. Þarf að fara út á flugvöll og tyrfa meira.
kv
MK
Passamynd
maggikri
Póstar: 5828
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir maggikri »

Svo auðvitað koma skemmdarvargar á svæðið eins og alltaf hérna á Íslandi, það er náttúrulega engin undantekning. Það þurfti auðvitað að mála kofann að innan eins og meðfylgjandi mynd sýnir.


Mynd


http://vf.is/vefTV/95/default.aspx
http://vf.is/ithrottir/numer/28385/default.aspx
Passamynd
maggikri
Póstar: 5828
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir maggikri »

Við létum þetta ekki stoppa okkur og héldum áfram að tyrfa og höldum áfram á morgun
Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Maggi rauf „einokun“ mína á myndasögunum svo ég verð að koma sterkur inn í dag ;)

Jæja 950 fermetrar komnir á svæðið með aðgerðum dagsins og nú er farið að sjá fyrir endann á brúnu svæðunum.
50 fermetrar eftir af þessum skammti og svo sleppum við kannski með 300 í viðbót og þá verðum við góðir fyrir veturinn.
Búið er að loka öllum moldarsárum nálægt malbikuðu brautunum og næst verður farið í að klára litlu brekkuna við endann á grasbrautinni ásamt þeim hluta suðurhliðarinnar sem eftir er af þeirri sömu braut.

Takið einnig eftir hvað grasið sem var komið niður fyrir vígsluna hefur tekið við sér í rigningu síðustu daga.

Allt að verða vitlaust
Mynd

Gras, gras og aftur gras...
Mynd

það eina sem ég vil fá er graaaaaasssss
Mynd

Á nokkrum stöðum getur verið varasamt að stíga eftir syndaflóð síðustu daga
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Þórir T »

Sverrir minn, það er nóg af grasi á Eyrabakka, http://www.moli.is/smastund þú þarft ekki að vera að puða þetta við að þökuleggja.... ;-) má meira að segja stíga á það í rigningu...!

mbk
Tóti
Svara