Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Það mun víst vera búið að tryggja fjármagn í brautargerð, aðallega með erlendu fjármagni. Mér skilst að Reykjanesbær fari rólega í þetta og sé ekki að afhenda nema visst mikið af landi í einu, væntanlega eftir áföngum!?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5826
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir maggikri »

Sverrir er eitthvað að frétta af þökumálum

kv

MK í Ameríku
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Nei.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5826
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir maggikri »

Góðan dag. Laugardaginn 04.nóv stendur til að setja ca 600 fm af þökum á flugvallarsvæðið við Seltjörn. Allir velkomnir til hjálparstarfa. Einnig er stefnan að setja niður hliðið við innganginn á næstu dögum eða vikum. Girðingarmál eru líka í skoðun. Stefnum á að vera búnir með flest þetta á þessu ári svo að hægt verði að einbeita sér að flugstöðvarmálum á næsta ári.

kv

Magnús Kristinsson, formaður Flugmódelfélags Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

[quote=maggikri]Einnig er stefnan að setja niður hliðið við innganginn á næstu dögum eða vikum.[/quote]
Setja nýja flotta hliðið upp og fjarlægja það „gamla“ ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5826
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir maggikri »

Jæja þá er þessari þökulagningu lokið í ár. 600 fm lagðir í dag í svakalegri rigningu. Veðrið getur breyst alveg skuggalega hratt á klakanum. Mætti út á völl í morgun til þess að bíða eftir bílnum með þökunum og ætlaði að taka einn flughring og þá var myndin hérna fyrir neðan tekin. Síðan byrjaði að rigna og rigna og rigna og þökurnar þyngdust eftir því. Maggi, Gunni, Guðni og Sverrir mættu í þökulagningu og þeim til aðstoðar Jón Sævar og Emil Helgi sem eru ekki í Flugmódelfélagi Suðurnesja, en miklir áhugamenn um þökulagningu og hafa þeir verið með okkur áður og kunnum við hjá Flugmódelfélaginu þeim kærar þakkir fyrir. Þökulagningin í dag var fekar erfið vegna veðurs og einnig erfið lögn þar sem við þurftum að hæla niður þökurnar við brautarendana og í það fóru 500 þökuhælar sem Guðni V. Sveinsson saxaði niður á trésmíðaverkstæðinu sínu. Fleiri hafa komið að þessari þökulagningu á flugvellinum og viljum við þakka þeim fyrir.

Hef þetta ekki meira í bili
KV
MK

Mynd
Hérna var þetta fína veður í morgun en eftir það var ekki einu sinni hægt að taka myndir
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Græna hliðin upp...er það ekki?

Innilega til hamingju strákar, með Þennan flotta völl.

Svo er athyglisvert að sjá tölfræðina um þennan þráð.... Hvernig er það Svermir? er þetta stærsti og mest skoðaði þráðurinn hingað til?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Geri ráð fyrir því. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Birgir
Póstar: 74
Skráður: 4. Apr. 2005 20:52:21

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Birgir »

Frábær þráður, og meiriháttar myndir frá ykkur strákar..., og þessi flugvöllur er án efa einn sá flottasti í Evrópu, og líklega þó
víðar væri leitað.... frábært framtak, og bara enn og aftur til hamingju með völlinn......... :) :) :) :)

......... Biggi ....
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Passamynd
maggikri
Póstar: 5826
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir maggikri »

[quote=Björn G Leifsson]Græna hliðin upp...er það ekki?

Innilega til hamingju strákar, með Þennan flotta völl.

Svo er athyglisvert að sjá tölfræðina um þennan þráð.... Hvernig er það Svermir? er þetta stærsti og mest skoðaði þráðurinn hingað til?[/quote]
Takk fyrir það Björn og Birgir


[quote=Birgir]Frábær þráður, og meiriháttar myndir frá ykkur strákar..., og þessi flugvöllur er án efa einn sá flottasti í Evrópu, og líklega þó
víðar væri leitað.... frábært framtak, og bara enn og aftur til hamingju með völlinn......... :) :) :) :)

......... Biggi ....[/quote]
Spurning um að fara að gera flotvélar klárar. Sennilega verður Seltjörnin flottasta flotflugsaðstaða þegar flotbryggjurnar koma næsta vor.

kv
MK
Svara