Sælir viskubrunnar.
Eg festi kaup á Tutor 40 vél með RMX 48 motor. Vélin er lítið notu og mér virðist hún óslitin, Það fóru að koma í hana gangtruflanir, þá fór ég að yfirfara eldsneytislagnir alveg frá tank að blöndungi. Í tanknum voru óhreinindi og sían lak líka.svo ég hreinsaði tankinn og skipti um allar lagnir og síu.
Þetta hjálpaði takmarkað, svo ég tók blöndunginn frá og í frumeindir og viti menn ég fann einhvernskonar strábút í aðalnálinni. Skemmst er frá að segja að ég fékk vélina til að ganga en samt ekki fyrr en ég hafði lokað báðum nálunum mun meira en grunnstillinginn segir til um.
Það virðist vera svo að hitastigið úti hafi mikið að segja því þó ég hafi fengið vélina góða hér heima við bílskúrdyrnar, og þegar komið er kvöld innlögnin farin og farið að kólna, hringir skólameistarinn og er með naflastrenginn tilbúinn á Wembley, er vélin oftar en ekki ónothæf þ.e. kæfir á sér þegar henni er botngefið í flugtaki en hægagangurinn er oftar en ekki góður og ég get tekið mjög fljótt af kertinu. Hafið þið enhverja reynslu af svona kenjum. Því ég er vanari stærri vélum en þessum. ( aðalskrúfan er opin um einn hring og hægagangskrúfan um 1,25 hringi.).
Kveðja.
Ingimundur Andrésson
Mótelsmiðja Vestfjarða
Patreksfirði.
Vandræði með Rmx 48 glow fuel mótor
Re: Vandræði með Rmx 48 glow fuel mótor
Sæll
opna aðalskrúfuna meira 2 hringi gefa fulla gjöf og reisa vélina upp á endan og ef hún kokar opna meira eða þangað til hún hættir
kv Maggi
opna aðalskrúfuna meira 2 hringi gefa fulla gjöf og reisa vélina upp á endan og ef hún kokar opna meira eða þangað til hún hættir
kv Maggi
- Ingimundur
- Póstar: 11
- Skráður: 6. Apr. 2012 21:00:31
Re: Vandræði með Rmx 48 glow fuel mótor
Sæll vertu. Ég þakka ráðið og prufa þetta næst þegar tækifæri gefst.
Nú fer sjómannadagshelgin á fullt með tilheyrandi annríki.
Kv.
Ingimundur
Nú fer sjómannadagshelgin á fullt með tilheyrandi annríki.
Kv.
Ingimundur