Það virðist vera alveg sama hvað menn eru með aldrei eru hlutirnir látnir í friði.

Fyrri hluta vikunnar hafa einhverjir stigamenn tekið sig til og málað vagninn okkar.
Eins og einkennir svo margt í dag þá gátu þeir ekki einu sinni asnast til að klára verkið heldur var allt út í helgidögum.
Ljótt að sjá.
Menn geta ekki einu sinni vandað sig.
Snilldarefni sem ég fékk í Húsasmiðjunni, kostar tæpan 1000 kall en vel þess virði.
Efninu er úðað yfir krotið og það látið standa á í ca. 15-20 mín.
Það verður hlaupkennt svo það lekur ekki niður.
25 mínútum seinna og eftir að hafa skolað efnið af með fínum pússisvamp og vatni.
Það sér örlítið á lakkhúðinni en það er skárra heldur en að leyfa krotinu að vera í friði.
