Smáhlutir í módel

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Hreidar
Póstar: 23
Skráður: 2. Ágú. 2011 17:53:40

Re: Smáhlutir í módel

Póstur eftir Hreidar »

Sælir, ekki getur eitthver frætt mig á því hvar hægt er að kaupa mjög smáa bolta hér í henni Reykjarvík?

Er að leita af bolta M2x14 með hex haus. Líkt og hægt er að kaupa hér á þessum vef -> http://www.rc711.com/shop/alzrc-high-st ... -5147.html

Kveðja, Hreiðar.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Smáhlutir í módel

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Íhlutir Skipholti voru með eitthvað af 2mm skrúfum og róm og tilheyrandi.

Eflaust Tómstundahúsið líka.

Hex-haus fast ég um að þú finnir hér en það er bara að fara og spyrja.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Hreidar
Póstar: 23
Skráður: 2. Ágú. 2011 17:53:40

Re: Smáhlutir í módel

Póstur eftir Hreidar »

Takk fyrir það, rúlla þar við á morgun.

HJ
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11509
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smáhlutir í módel

Póstur eftir Sverrir »

Gætir líka prófað Fossberg og Landvélar Ístækni, annars er oft nógu mikið mál að fá 3mm hérna, hvað þá 2mm. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Smáhlutir í módel

Póstur eftir Gauinn »

Þegar maður hefur verið að fikta í ýmsu svona smádóti hafa úrsmiðir oft bjargað manni.
En hins vegar á ég á annað kíló af allskonar pínilitlum skrúfum sem ég hef hirt úr dóti, sem ekki hefur verið viðbjargandi, bæði tommu og mm. mál. væri meir en til í að koma með það með mér á klúbbkvöldin ef menn vildu gramsa. Tel samt litlar líkur á að það sé mikið með "hex" haus, en hvað leynist í 40 ára safni?
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Smáhlutir í módel

Póstur eftir Agust »

Ísól í Ármúla á ýmislegt til, m.a. skrúfur með haus fyrir sexkant.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Smáhlutir í módel

Póstur eftir hrafnkell »

Eitthvað til í íhlutum:
http://ihlutir.com/?q=33013&bt=Leita

Annars myndi ég giska á fossberg, þeir eiga ótrúlegustu hluti, t.d. 0.8mm bora og fleira. ebay er líklega ágætis kostur líka ef þig vantar meira en örfá stykki og getur beðið í 2 vikur eða svo.
Svara