Hvað er að DA 50cc mótornum?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Nú er þetta virkilega að verða spennandi.
Mótorinn er kominn í kassa og á hraðferð til Toni Clark í Þýskalandi.

En hvað ætli sé að mótornum? Af hverju gengur hann ekki hraða ganginn?
Sjá umræður hér: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6334

Mig grunar að ég hafi kálað þettingunum sem sjást á myndinni að neðan.
Toni og félagar halda að trosnuð einagrunnin á háspennu kaplinum sé um að kenna, og það hafi verið upphafið á vandmálinu.

Mynd

Mynd


Hvað heldur þú?
Tekið við ágiskunum hér á þessum þræði þar til mótorinn kemur aftur frá Toni.
Hver ætli hafi rétt fyrir sér?
Kók og prins á flugkvöldi í boði fyrir þann sem giskar fyrst á rétt svar, ef mín ágiskun er röng.

:( :| :) :/ ;) :D
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Eftirfarandi er það sem ég er búinn að prófa. (Afsakið að þetta er á ensku)

• Changed the ignition battery. Connected 4.8v/1650mA battery to the ignition box through a switch.
• Tried different ignition box and HL cable. My friend had one spare from his DA50cc engine.
• Checked if the ignition was connected correctly to the sensor. It can only fit one way.
• Adjust the needles.
• Checked the filter clunk in the fuel tank and the fuel line. All ok.
• Had a look inside the carburator to check for dirt in the carburator filters and checked the membranes. All ok.
• Checked the fuel mixture. It is 50:1 (e.g. 100ml of mineral oil to 5 liters of bensin)
• Checked the spark plug it was rather wet and dark. Got replacement from another friend with DA motor.
• Replaced all fuel lines.
• Turned the carburator block so the nipple faced towards the cylender by recomention from DA in USA. (I have now turned back the other way)
• Changed fuel membrane. (the old is back in)
• Changed the other membrane on the other side. (the old is back in)
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Gauinn »

Ég stend við mitt, en, hinsvegar hefðir þú átt að fá einhvern viðstaddan til að setja tunguna við kertahettuna og snúa, þá hefðir þú fegið vissu þína hvort neistaði. Nei, nei ekki ég, heldur einhvern annan.
En í alvöru talað, þá langaði gamla bifvélavirkjanum til að nota gömul brögð. Taka kertahettuna af og setja skrúfjárn í, ath, hvort neistar við vél.
Setja síðan smá slurk af bensíni inn í blöndung, og snúa.
Þetta er nú svona það helsta sem vélar þurfa, alla vega til að taka við sér.
Eftir lestur þráðarins, er ég enn þeirra skoðunar að það geti verið þráðurinn, vel þekkt í gamla daga, þegar bílar "blotnuðu" þá fór neistinn út í veður og vind við snúning, hins vegar eru þessir blöndungar voða fingerðir og flókin smíði, svo að formúlan um að gangtruflanir séu 70% rafmagni um að kenna stenst kannski ekki.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Ingþór »

Ég veðja á að við séum að fara að sjá sjá tilganginn með skermingunni og það lagi vandamálið
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Ingþór]Ég veðja á að við séum að fara að sjá sjá tilganginn með skermingunni og það lagi vandamálið[/quote]
Tek undir það.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Fridrik »

Held að þetta sé ekki skerminginn, þar sem Haraldur ef ég hef rétt fyrir mér prufaði aðra kveikju með kertaþræði geri ég ráð fyrir, frekar að eitthvað sé að í blöndung eða þá í mótornum sjálfum,
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ef ég man rétt þá gekk hann ok í hægagangi og það var ekki fyrr en gefið var í sem hann drap á sér. Ekki satt?

Fyrir mér hljómar það ólíklegra að lélegur neisti vegna útleiðslu í kertaleiðslu valdi þessu, held ég. Það hljómar frekar eins og blöndungsvandamál. Of veik (lean) blanda í hraðagangi þeas gefur ekki nógan bensínstraum þegar auka þarf í.
Hljómar frekar það en of rík blanda í hægagangi sem yfirfyllir og kokar þegar gefið er í?
Þú ert væntanlega búinn að prófa að opna hraðagangsnálina?
þrengsli vegna drullu í bensínrás í karbatórnum eða stíf membra sem ekki opnar nóg fyrir bensínflæðið ???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Jú það er rétt. Mótorinn fer strax í gang og gengur mjög flottan hægagang. En þegar gefið er í þá kokar hann.
Var búinn að prófa annað kveikjubox og kveikjuþráð. Búið að prófa að hreifa nálarnar, by Ali.
Búið að skipta um membrur.

Frá Steve DA Australia:
"It sounds like the engine is lean and sucking air. I suspect the problem may be with the Reed Valve rubber retainer, it looks worn and distorted. The other issue may be that you have inadvertently over tightened the carby, which causes the Reed Valve cage to distort, which in turn causes an air leak. The correct tension for the carby bolts is 12 inch/lbs, which is not very tight!

Personally I think you should replace the gaskets between the carby and the engine, including the Reed Valve rubber, and probably fit a carby kit (which you may have already done)."


Það er líka til í málinu að einhver fín hola í blöndunginum hafi stíflast, þar sem þetta gerðist á flugi, og geti ekki hreinsað sig sjálf.


Þetta er að verða mjög spennandi. Ég er búinn að blanda öllum sem ég þekki í málið. Þeir hjá Toni taka sér mánuð í málið svo það verður smá bið í þetta.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Nýtt í málinu. Mótorinn er búinn í viðgerð og fer í póst fljótlega frá Toni.
Það tók þá alls 20mín að gera við hann.

Hér er listi af varahlutum sem fóru í viðgerðina. Þeir sem eru sleipir í þýskunni geta séð hvað þetta er. Kannski einhver geti þýtt þennan lista fyrir mig? ;)

Mynd
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hafa skipt um pakkningar og það virðist eins og Steve sem þú nefndir hafi haft rétt fyrir sér með þessa gúmmíþéttingu eða hvað það heitir í blöndungnum.

Heimsóttir þú Toni? Eitthvað merkilegt að sjá þar?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara