Patró International 2012 - Samantekt

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir Sverrir »

Fyrstu menn renndu í hlað í hádegi á föstudeginum og voru svo í rólegheitum að setja saman og fljúga fram eftir degi. Upp úr miðjum degi fóru fleiri flugmódelmenn að detta inn og eftir kvöldmat var farið að færast líf í leikinn. Einar mætti með 1979 módelið af PT-19 og var henni „frumflogið“ um níuleytið þannig að hún var klár í slaginn fyrir flugkomuna. Held að brosið sé ekki enn farið af honum!

Laugardagurinn rann svo upp bjartur og fagur með smá golu þvert á braut en innlögnin kom svo fyrir hádegi og stóð vindurinn beint á braut allan daginn. Mikið var flogið, þrjár þotur hófu sig til flugs hjá jafn mörgum flugmönnum, stærsta flugmódel landsins var í loftinu meir og minna, heimamenn tóku vel á því og mikið var skrafað og drukkið af kaffi. Eitthvað minna var um gesti og gangandi í ár þar sem jarðaför var í firðinum og stórt íþróttamót í næsta firði en áhuginn var mikill og allir vissu af þessu í bænum. Dagurinn var að mestu áfallalaus en eitt módel varð fyrir smá skakkaföllum en verður þó væntanleg flugklárt í ekkert alltof fjarlægri framtíð!

Um kvöldið var svo skundað inn á Patró, skipt um föt, og svo farið í grillveisluna sem þeir heimamenn buðu gestunum í. Fjarðarlax(eitt af dótturfyrirtækjum Fjarðarmálunnar eins og Fjarðarál) buðu upp á þennan líka fína lax en einnig var stórgott svínakjöt og meðlæti á boðstólum. Karið góða var auðvitað á sínum stað! Svo var smalað út í hefðbundna hópmyndatöku en að því loknu var nýjasta aðstaða Módelsmiðju Vestfjarða skoðuð. Eftir mikið skraf og bollaleggingar um fyrrverandi, núverandi og tilvonandi framtíðarverkefni skunduðu nokkuð margir niður í Sjóræningjahúsið til að stunda skemmtanalíf með Patreksfirðingum en aðrir fóru að hitta sængurfötin sín. Stofnfundur Bleiku Fiðrildanna var haldinn um kvöldið í Sjóræningjahúsinu og stefna þær á að verða fleygar á 2013 flugkomunni!

Sunnudagurinn brosti sínu blíðasta og var talsvert heitari heldur en laugardagurinn. Þeir allra hörðustu fóru út á völl til að ná nokkrum flugum fyrir heimferðina. En allt gaman klárast að lokum og síðustu menn voru búnir að pakka og lagðir af stað upp úr kaffinu. Þar með lauk Patró International 2012 en nokkrir módelmenn skelltu sér svo í loftið á Brjánslæk á meðan beðið var eftir Baldri.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir Sverrir »

Áhugasamir geta séð fleiri myndir í myndasafninu.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Lágflug ársins!
Mynd

Gamalt módel, vélin er líka nokkurra ára...
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir Guðjón »

Takk kærlega fyrir mig Patreksfirðingar og takk fyrir samveruna. Þetta var í alla staði frábær helgi enda var það nú eins gott eftir alla þessa fyrirhöfn. Takk, takk, og aftur takk!

Flottar myndir, Sverrir! (fyrirfram)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir Gauinn »

Patreksfirðingar brugðust ekki vonum mínum, alveg einstakt að koma þangað, hvað gestrisnin liggur í loftinu, hef ferðast mjög mikið um landið okkar, og þeir bera af með þetta, hef reynslu frá fyrri árum með það.
Þetta var mjög vel að verki staðið, maturinn hreint sælgæti, og félagsskapurinn allur hreint frábær.
Alveg magnað hvernig svona græningjum er tekið allstaðar í sambandi við módelflugið.
Sérstakar kveðjur fær Gísli? flugkennarinn minn, fyrir ótrúlegann kjark, og samveruna, frá mér.
MMMM, hvað það væri nú ágætt að hafa svona fönduraðstöðu hérna.
Takk öll sömun fyrir skemmtilega helgi.
Gauinn ( á bláa húsbílnum, og með hattinn (sólarvörnina))

(Ég á eftir að fara yfir myndirnar mínar)
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 519
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir Eysteinn »

Takk fyrir mig :)

Frábær helgi!

Hérna er smá myndband sem ég setti saman af þotuliðinu. Kem með meira efni seinna.


Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir Sverrir »

Flott, kannast samt ekki alveg við þessa „þotu“ í byrjun! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir einarak »

[quote=Sverrir]Flott, kannast samt ekki alveg við þessa „þotu“ í byrjun! ;)[/quote]

Þetta var aðal "þotan" maður!
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir INE »

[quote=Eysteinn]Takk fyrir mig :)

Frábær helgi!

Hérna er smá myndband sem ég setti saman af þotuliðinu. Kem með meira efni seinna.


Kær kveðja,[/quote]


Glæsilegt myndband!
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir lulli »

Frábær hópur saman kominn,
nokkuð margir hefðu líka mikið viljað komast ,en ekki áttu þess kost af ýmsum orsökum
,en eiga vonandi kost á því að ári liðnu.
Ég hef það frá fyrstu hendi að kvennadeildin- Bleiku fiðrildin séu að "fiðra sig upp"
Í alla staði frábært - Takk fyrir mig.
Kv. Lúlli.


ps. myndbandið þitt Eysteinn er algjörlega frábært og veldur þotuvímu :)
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Patró International 2012 - Samantekt

Póstur eftir Gauinn »

Aðeins byrjaður að vinna í myndunum, hér kemur fyrsti skammtur.

Flottur frágangur Mynd

Mannlífið: Mynd

Spáð og spekulerað.Mynd

Dýrðgripur, bæði vél og maðurMynd Mynd Mynd Mynd
Langar að vita miklu meira!
Svara