Hamranes - 29.júní 2012

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hamranes - 29.júní 2012

Póstur eftir lulli »

Þegar undirritaður mætti síðdegis blasti við fögur sjón -- Tvíþekja!! Já Rauður Jóns er mættur aftur eftir fjarveru
,, Guðni mætti líka með Sterman, en var í radíóþönkum og ekki nógu sáttur til að setja í loftið.
Ég setti svo Kristján Örn (Christen Eagle) litlu tvíþekjuna í loftið í fyrsta sinn í minni eigu, allt gekk að óskum þar.
Klúbbhúsið var síðan nýtt til að fínisera og "bænda" og setja upp PiperCub vélina hans Húsbíla-Gauja (Gauinn)
Það endaði svo með því að sá taldist flugklár og var því bara drifinn í (endur) frumflug, Það gekk að óskum vélin sú flýgur mjög vel með ´þessum líka fína 4-stroke.
Sigurgeir kom svo með Nextar og hun í loftið fljótlega.. og enn bættist við liðsauki
þegar Gísli slátturhöfðingi Cub-aði endanlega upp svæðið.
Mjög efnilegur nýfélagi nefndur Örn kom svo síðastur til leiks og sýndi fína takta á Epp RearBear..
Ég var ekki með myndavél og læt aðra um að pósta myndum.
Flottur flugdagur og kvöld
Kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hamranes - 29.júní 2012

Póstur eftir Gauinn »

Það var slangur af flugáhugamönnum sem var og kom þann tíma sem við Lúlli vorum þar, veður misvinda og logn, fallegt og gott.
Lúlli var að gera eina flugvélina úr "Flugfélaginu Gauinn" flughæfa, stilla saman fjarstýringuna (rosa flott fjarstýring, þegar hann gerði einhverja skipunina, þá slökknaði á heyrnartækjunum mínum, þið vitið er með svona "bluetooth" tæki við hana fyrir síma og fl. :-) ) Svo var flogið, og flogið, tvíþekju - kvöld og Cub - kvöld.
Voða gaman, eða það fannst mér (það væri nú annaðhvort).
Tók nokkrar myndir, allt of fáar eins og vant er, alltaf upptekinn af fluginu, gleymi myndavélinni. Ég skal setja nokkrar inn svona í smá törnum.
Ég þakka öllum sem mættu fyrir kvöldið.

Mynd
Djúpar pælingar, eða í skýjunum, alla vega hátt fyrir ofan myndavélina.
Mynd
Fyrsta flug Lúlla á nýju tvíþekjunni sinni, ótrúlegur kallinn, listflug á fyrsta flugi, flott saman! Mynd
Sjarmi alltaf yfir tvíþekjum, gleymdi mér við að horfa á hana fljúga, tók engar myndir þá.
Mynd
Tvíþekju "teymið".
Mynd
Þetta voru nú smá pælingar, en auðvitað gekk það allt vel.
Mynd
"Tankað" fyrir flug.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Guðni
Póstar: 380
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Hamranes - 29.júní 2012

Póstur eftir Guðni »

Satt segir þú Lúlli fínasti dagur, þrátt fyrir ekkert flug hjá mér.
Mynd
Mynd

Hér er svo mynd af Stearman eins og uppsetningin var út á velli en signalið var að detta út og inn við 30 metrana undir álagi (range Test),,(DX-8). Sennilega út af legu loftnetanna, any comment..:)
Mynd

Kv. Guðni Sig.
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hamranes - 29.júní 2012

Póstur eftir Sverrir »

Byrjaðu á að snúa satelite-inum í 90° svo loftnetin á honum liggi upp og niður en ekki eins og á aðalmóttakaranum. Þú vilt hafa loftnetin í mismunandi „plönum.“ Svo mætti líka ná sér í lengri snúru og láta hann liggja þvert fyrir aftan flugmanninn eða lengra aftur í stéli.

Hefði ekkert alltof miklar áhyggjur sjálfur þótt virknin sé ekki alveg 100% á 30 metrunum.

Hér er mynd sem einhver teiknaði af þotunni sinni fyrir margt löngu síðan og sýnir loftnetin í henni. Hefði verið flott að láta þennan í nefinu snúa upp og niður en það var ekki pláss til þess.

Mynd

Ég reyni yfirleitt að koma satelite fram í nef og aftur í stél á vélunum sem ég set upp.

Hér sést þetta í Ultra Flash en hún er að auki með einn þvert á skrokk fram í nefi og einn sem liggur upp og niður í stélinu. Þessi á bensíntanknum er í 45°.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðni
Póstar: 380
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Hamranes - 29.júní 2012

Póstur eftir Guðni »

Takk fyrir þetta Sverrir góðir púntar,,,bara vera viss, prufa þetta....
If it's working...don't fix it...
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hamranes - 29.júní 2012

Póstur eftir lulli »

[quote=Gauinn]
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 7702_0.jpg
Fyrsta flug Lúlla á nýju tvíþekjunni sinni, ótrúlegur kallinn, listflug á fyrsta flugi,[/quote]

Í dag gafst svo enn betri tækifæri á að fínstilla trimma og pr/mixa litla kvekindið, finna stallhraða og bara almennt hafa gaman af nýrrri/gamalli græju.
Í ljós kom að þrátt fyrir væga stærð er þetta alveg æðisleg vél og henni fyrirgefst því að vera glóðarsullari ;(

kv. Lulli
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hamranes - 29.júní 2012

Póstur eftir Gauinn »

[quote=lulli][quote=Gauinn]
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 7702_0.jpg
Fyrsta flug Lúlla á nýju tvíþekjunni sinni, ótrúlegur kallinn, listflug á fyrsta flugi,[/quote]

Í dag gafst svo enn betri tækifæri á að fínstilla trimma og pr/mixa litla kvekindið, finna stallhraða og bara almennt hafa gaman af nýrrri/gamalli græju.
Í ljós kom að þrátt fyrir væga stærð er þetta alveg æðisleg vél og henni fyrirgefst því að vera glóðarsullari ;(

kv. Lulli[/quote]
Já ég mætti þér á heimleiðinni, brosandi aftur fyrir herðablöð, sást ekkert, né þekktir neinn. Hamingjusamur drengur á ferð, samgleðst þér. :-)
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
BSB-butterfly
Póstar: 7
Skráður: 18. Jún. 2012 20:07:12

Re: Hamranes - 29.júní 2012

Póstur eftir BSB-butterfly »

Ég var því miður bara með símann við hönd... en það var meiri áhugi á flugi en kosningasjónvarpi :)

Mynd
Klappstýran :)
Svara