Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Sammála síðasta ræðumanni! Þetta er flott.
- Sigurður Sindri
- Póstar: 61
- Skráður: 15. Maí. 2008 18:44:16
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Takk fyrir þetta norðanmenn.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Mér finnst þetta flott. Svakalega flott allt saman. Flottast er áhuginn og eljan í þessum strákum sem hafa lagt svo ótrúlega í þetta. þeir eiga allan heiður skilinn. Ég vil fá hópmynd af vallarsmiðunum.
Mikið vona ég að við fáum okkar lið í gang á svipaðan hátt þegar kemur að endurnýjun Hamranesvallar. Það er mjög líklegt núna, að það sé loksins komið á rekspöl, að finna nýjan stað, en ekkert er örruggt, se´rstaklega í skipulagsmálum.
Mikið vona ég að við fáum okkar lið í gang á svipaðan hátt þegar kemur að endurnýjun Hamranesvallar. Það er mjög líklegt núna, að það sé loksins komið á rekspöl, að finna nýjan stað, en ekkert er örruggt, se´rstaklega í skipulagsmálum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Þeir standa sig vel strákarnir
Hvað áttu gleiða linsu Björn
Hvað áttu gleiða linsu Björn
Icelandic Volcano Yeti
- Sigurður Sindri
- Póstar: 61
- Skráður: 15. Maí. 2008 18:44:16
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Jæja þá er að að halda áfram að setja myndir og texta hérna inn á vefinn til að halda skrá um þetta allt saman og gaman að skoða seinna.
Tveir lúnir vinnukarlar.
Þá er að breiða yfir planið
Hvað ætlar þú með plastið út í Seltjörn Gunni.
Búið bað breiða yfir plötuna.
kv MK
Tveir lúnir vinnukarlar.
Þá er að breiða yfir planið
Hvað ætlar þú með plastið út í Seltjörn Gunni.
Búið bað breiða yfir plötuna.
kv MK
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
[quote=Sverrir]Hvað áttu gleiða linsu Björn [/quote]
Heldurrrað það þurfi? Þið hafið jú allir lagt helling af í þessu basli, er það ekki?
Heldurrrað það þurfi? Þið hafið jú allir lagt helling af í þessu basli, er það ekki?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
[quote=Björn G Leifsson]Heldurrrað það þurfi? Þið hafið jú allir lagt helling af í þessu basli, er það ekki?[/quote]
Satt er það Margar hendur vinna létt verk eins og einhver sagði.
Satt er það Margar hendur vinna létt verk eins og einhver sagði.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Hér á eftir er smá hugleiðing frá formanni FMS, fyrst við erum að tala um flugvallargerð o.fl. og þetta er einmitt þráður um það. Sjáið t.d myndirnar frá Böðvari hérna á 20 ára afmælishátið Hamranesflugvallar, þar var nú slatti af mannskap að vinna við vallargerðina 20 stykki + á sumum myndunum, meira að segja frá
Suðurnesjum(Guðni Vignir Sveinsson o.fl.).
Flugdoktorinn talar um að fá mannskapinn í gang þegar þar að kemur. Ég held líka að það séu breyttir tímar í dag og það er mín tilfinning að menn séu ekki eins fúsir í sjálfboðavinnu, kvöld eftir kvöld eftir kvöld eftir kvöld og endalaus kvöld í einhverri svona vinnu og sérstaklega ekki þegar vel viðrar fyrir flug. Og já handtökin eru mörg við svona vallargerð. Það er ekki nóg að leggja til vinnu eina saman, efniskostnaður er orðin ansi mikill og það kostar peninga, og það mikla, að búa til flugvöll á heimsmælikvarða. Það fara ansi mörg símtöl í að tala við góða verktaka, styrktaraðila og velunnara flugmódelfélagsins, andvökunætur í að teikna upp nýtt flugvallarsvæði og breyta síðan teikningunni næsta dag því að hún var of dýr og vaka síðan aðra nótt við að teikna nýja.
Mér hafa dottið í hug ýmsar hugmyndir varðandi rekstur á svona velli, við erum að tala um félagsgjöld upp á kr. 7500 á ári hjá FMS og í kringum 10 þús á ári hjá FMA, Smástund og Þyt. Hvað ætla menn að framkvæma fyrir þessa peninga sem koma inn í félagsgjöldum, að mínu mati ekkert og þá gera menn hugsanlega ekkert nema bara að reyna lifa daginn. Þegar menn eru með svona félagsgjöld og ætla að reka
flott flugvallarsvæði, þá verða menn að koma og vinna töluvert mikið sjálfir og svolítið í samræmi við það sem þeir eru að borga í félagsgjöld. Það er ekki bæði hægt að vera með lág félagsgjöld og verið með flott flugvallarsvæði og ætlast til að einhverjir dellukarlar í klúbbnum vinni alla vinnuna fyrir hina, svo virðist líka ekki vera slegist um stjórnunarstöður í þessum klúbbum. Félögin eru líka misstöndug og með mismunandi flugvelli og rekstur á þeim. Við hjá FMS vorum með glæsilegan og góðan grasvöll í Grófinni í Keflavík í mörg ár. Það var ekki miklum peningum eytt í hann í mörg ár, fyrir utan slátt og smotterí í kringum hann. Félagsgjöldin voru þá kr. 3000 til margra ára og sáum við ekki ástæðu til þess að breyta því til þess eins að safna peningum. Það komu til okkar Bandaríkjamenn af vellinum og skráðu sig í klúbbinn og sumir spurðu þó okkur hvort þetta væri mánaðargjald hjá okkur, þeim fannst verðið fyrir klúbbaðild vera brandari og þeir væru að borga þetta verð einungis fyrir bilastæðið sitt við flugmódelvellina í USA. Öðrum könum þótti þetta of mikið gjald og komu bara þegar enginn var á vellinum. Það hefur líka vaknað hjá mér sú spurning að reka slíkan völl eins og t.d. golfvöll. Menn koma þá einungis til að fljúga og nota aðstöðuna, en greiða 50-60.000 kr. í félagsgjöld á ári, eða 4-5 þúsund krónur á mánuði, Þá þurfa menn ekkert að gera nema gagnrýna það að peningunum þeirra væri ekki nógu vel varið og öll vinna yrði keypt út, jafnvel fullu verði. Það væri líka gaman að sjá hversu margir klúbbfélagar kæmu á þessu verði. Ég held að menn séu orðnir ansi vanir því að þetta sé hálfpartinn ókeypis.
Hvað Þyt varðar þá voru harðduglegir menn sem fóru út í þessar flugvallarframkvæmdir fyrir 20 árum og reistu eitt flottasta og besta flugvallarsvæði norðan Alpafjalla, og menn ættu nú að taka ofan fyrir þessum jöxlum sem lögðu á sig mikla vinnu og jafnvel fóru út í persónulegar peningaskuldbindingar út af framkvæmdunum. Flestir þessara manna eru orðir 20 árum eldri í dag og er það skiljanlegt að þeir hlaupi ekki til og fari að byggja annan flugvöll og það að flugvöllur sé reistur á 20 ára fresti er svo sem ekkert fjarri lagi miðað við hvað byggðin hefur vaxið hratt á síðustu árum. Vonandi fær Þytur viðeigandi lausn á aðstöðumálum sínum. Við megum ekki við því að missa flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur aldrei staðið til af minni hálfu að flugvöllur FMS við Seltjörn tæki við af Hamranesflugvelli og við værum að keppast um að ná félagsmönnum Þyts til okkar. Það hefur aldrei verið inn í myndinni og ég held að ég geti talað um það sama hjá félögum mínum í stjórn FMS. Mönnum er hins vegar frjálst að velja sér módelfélög til þess að vera félagar í. Við höfum alveg haldið haus í þessu flugvallarbrölti okkar. En það fer ekkert á milli mála að við erum mjög stoltir af flugvellinum okkar við Seltjörn og flotflugsaðstöðunni. Það er staðreynd að við erum með stærsta módelflugvöll landsins sem er bæði malbik og grasbrautir í spegilmynd og svo núna steypt flughlað sem er hugsað sem gangsetningarsvæði. Ég hef sparað stóru orðin varðandi hvaða flugvöllur sé flottastur og bestur á landinu. Það verður bara hver og einn að meta fyrir sig.
Flugdoktorinn okkar var á tímabili í þremur klúbbum(og er kannski enn?) og alltaf hefur hann haldið mest upp á Hamranesið og er það bara hið besta mál.
Hvað flugstöðvarmál varðar þá höfum við ekki lagt neitt stórlega upp úr því að vera með stórt húsnæði á vallarsvæðinu. Reykjanesbær afhenti okkur 120 fermetra hús sem við gátum þess vegna flutt út á vallarsvæðið, en það hefði verið gríðarlega stór framkvæmd og afsöluðum við okkur því húsi. Þarna var líka spurning um að slátra ekki stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum FMS við slíka framkvæmd. Þarna urðum við að hugsa okkur vel um og tel ég rétta ákvörðun hafa verið tekna. Það verður að stilla svona vinnu í hóf, en það er fyrirséð að það má aldrei stoppa alveg, það verður alltaf eitthvað að vera í gangi. Aluvan vagn á hjólum sem okkur hlotnaðist frá góðu fyrirtæki, gerðum við upp og er hann bara hinn huggulegasti og kemur alveg til að vera sjálfur sér nógur í bili.
Í þessum mánuði er ég búinn að vera formaður FMS í 10 ár (í stjórn í 13 ár)eða frá því 1998 þá þegar okkar frábæri félagi og fyrrverandi formaður Örn Kjærnested féll frá og er Arnarvöllur nefndur eftir honum og fær formlega nafn í lok þessa mánaðar. Einnig fær norður/suður brautin nafn og mun heita „Reynisbraut“ eftir okkar frábæra félaga og yfirverktaka flugvallarsvæðisins, Reyni Þór Reynissyni hjá RR verktökum en án hans og starfsmanna Reykjanesbæjar sem komu að þessu verkefni væri þetta verkefni hvorki fugl né fiskur. Þess má einnig geta að Örn heitinn hannaði félagsmerki Flugmódelfélags Suðurnesja.
Kv
MK
Suðurnesjum(Guðni Vignir Sveinsson o.fl.).
Flugdoktorinn talar um að fá mannskapinn í gang þegar þar að kemur. Ég held líka að það séu breyttir tímar í dag og það er mín tilfinning að menn séu ekki eins fúsir í sjálfboðavinnu, kvöld eftir kvöld eftir kvöld eftir kvöld og endalaus kvöld í einhverri svona vinnu og sérstaklega ekki þegar vel viðrar fyrir flug. Og já handtökin eru mörg við svona vallargerð. Það er ekki nóg að leggja til vinnu eina saman, efniskostnaður er orðin ansi mikill og það kostar peninga, og það mikla, að búa til flugvöll á heimsmælikvarða. Það fara ansi mörg símtöl í að tala við góða verktaka, styrktaraðila og velunnara flugmódelfélagsins, andvökunætur í að teikna upp nýtt flugvallarsvæði og breyta síðan teikningunni næsta dag því að hún var of dýr og vaka síðan aðra nótt við að teikna nýja.
Mér hafa dottið í hug ýmsar hugmyndir varðandi rekstur á svona velli, við erum að tala um félagsgjöld upp á kr. 7500 á ári hjá FMS og í kringum 10 þús á ári hjá FMA, Smástund og Þyt. Hvað ætla menn að framkvæma fyrir þessa peninga sem koma inn í félagsgjöldum, að mínu mati ekkert og þá gera menn hugsanlega ekkert nema bara að reyna lifa daginn. Þegar menn eru með svona félagsgjöld og ætla að reka
flott flugvallarsvæði, þá verða menn að koma og vinna töluvert mikið sjálfir og svolítið í samræmi við það sem þeir eru að borga í félagsgjöld. Það er ekki bæði hægt að vera með lág félagsgjöld og verið með flott flugvallarsvæði og ætlast til að einhverjir dellukarlar í klúbbnum vinni alla vinnuna fyrir hina, svo virðist líka ekki vera slegist um stjórnunarstöður í þessum klúbbum. Félögin eru líka misstöndug og með mismunandi flugvelli og rekstur á þeim. Við hjá FMS vorum með glæsilegan og góðan grasvöll í Grófinni í Keflavík í mörg ár. Það var ekki miklum peningum eytt í hann í mörg ár, fyrir utan slátt og smotterí í kringum hann. Félagsgjöldin voru þá kr. 3000 til margra ára og sáum við ekki ástæðu til þess að breyta því til þess eins að safna peningum. Það komu til okkar Bandaríkjamenn af vellinum og skráðu sig í klúbbinn og sumir spurðu þó okkur hvort þetta væri mánaðargjald hjá okkur, þeim fannst verðið fyrir klúbbaðild vera brandari og þeir væru að borga þetta verð einungis fyrir bilastæðið sitt við flugmódelvellina í USA. Öðrum könum þótti þetta of mikið gjald og komu bara þegar enginn var á vellinum. Það hefur líka vaknað hjá mér sú spurning að reka slíkan völl eins og t.d. golfvöll. Menn koma þá einungis til að fljúga og nota aðstöðuna, en greiða 50-60.000 kr. í félagsgjöld á ári, eða 4-5 þúsund krónur á mánuði, Þá þurfa menn ekkert að gera nema gagnrýna það að peningunum þeirra væri ekki nógu vel varið og öll vinna yrði keypt út, jafnvel fullu verði. Það væri líka gaman að sjá hversu margir klúbbfélagar kæmu á þessu verði. Ég held að menn séu orðnir ansi vanir því að þetta sé hálfpartinn ókeypis.
Hvað Þyt varðar þá voru harðduglegir menn sem fóru út í þessar flugvallarframkvæmdir fyrir 20 árum og reistu eitt flottasta og besta flugvallarsvæði norðan Alpafjalla, og menn ættu nú að taka ofan fyrir þessum jöxlum sem lögðu á sig mikla vinnu og jafnvel fóru út í persónulegar peningaskuldbindingar út af framkvæmdunum. Flestir þessara manna eru orðir 20 árum eldri í dag og er það skiljanlegt að þeir hlaupi ekki til og fari að byggja annan flugvöll og það að flugvöllur sé reistur á 20 ára fresti er svo sem ekkert fjarri lagi miðað við hvað byggðin hefur vaxið hratt á síðustu árum. Vonandi fær Þytur viðeigandi lausn á aðstöðumálum sínum. Við megum ekki við því að missa flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur aldrei staðið til af minni hálfu að flugvöllur FMS við Seltjörn tæki við af Hamranesflugvelli og við værum að keppast um að ná félagsmönnum Þyts til okkar. Það hefur aldrei verið inn í myndinni og ég held að ég geti talað um það sama hjá félögum mínum í stjórn FMS. Mönnum er hins vegar frjálst að velja sér módelfélög til þess að vera félagar í. Við höfum alveg haldið haus í þessu flugvallarbrölti okkar. En það fer ekkert á milli mála að við erum mjög stoltir af flugvellinum okkar við Seltjörn og flotflugsaðstöðunni. Það er staðreynd að við erum með stærsta módelflugvöll landsins sem er bæði malbik og grasbrautir í spegilmynd og svo núna steypt flughlað sem er hugsað sem gangsetningarsvæði. Ég hef sparað stóru orðin varðandi hvaða flugvöllur sé flottastur og bestur á landinu. Það verður bara hver og einn að meta fyrir sig.
Flugdoktorinn okkar var á tímabili í þremur klúbbum(og er kannski enn?) og alltaf hefur hann haldið mest upp á Hamranesið og er það bara hið besta mál.
Hvað flugstöðvarmál varðar þá höfum við ekki lagt neitt stórlega upp úr því að vera með stórt húsnæði á vallarsvæðinu. Reykjanesbær afhenti okkur 120 fermetra hús sem við gátum þess vegna flutt út á vallarsvæðið, en það hefði verið gríðarlega stór framkvæmd og afsöluðum við okkur því húsi. Þarna var líka spurning um að slátra ekki stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum FMS við slíka framkvæmd. Þarna urðum við að hugsa okkur vel um og tel ég rétta ákvörðun hafa verið tekna. Það verður að stilla svona vinnu í hóf, en það er fyrirséð að það má aldrei stoppa alveg, það verður alltaf eitthvað að vera í gangi. Aluvan vagn á hjólum sem okkur hlotnaðist frá góðu fyrirtæki, gerðum við upp og er hann bara hinn huggulegasti og kemur alveg til að vera sjálfur sér nógur í bili.
Í þessum mánuði er ég búinn að vera formaður FMS í 10 ár (í stjórn í 13 ár)eða frá því 1998 þá þegar okkar frábæri félagi og fyrrverandi formaður Örn Kjærnested féll frá og er Arnarvöllur nefndur eftir honum og fær formlega nafn í lok þessa mánaðar. Einnig fær norður/suður brautin nafn og mun heita „Reynisbraut“ eftir okkar frábæra félaga og yfirverktaka flugvallarsvæðisins, Reyni Þór Reynissyni hjá RR verktökum en án hans og starfsmanna Reykjanesbæjar sem komu að þessu verkefni væri þetta verkefni hvorki fugl né fiskur. Þess má einnig geta að Örn heitinn hannaði félagsmerki Flugmódelfélags Suðurnesja.
Kv
MK
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Hérna smá viðbót þar sem við erum að tala um flugvallarmál, þá læt ég fylgja eina mynd sem ég tók úr lofti af flugvallarsvæðinu við Seltjörn árið 1996 eða fyrir 12 árum. En 1994 fékk FMS þessu svæði úthlutað fyrir starfsemina og vorum við byrjaðir að byggja flugvöll, og voru komnar tvær brautir með hjálp frá ÍAV og Njarðtak. Þarna vorum við búnir að fara marga daga í margar vikur og mánuði til þess að rannsaka vindstefnu upp á brautarleguna. Flugvöllur er ekki byggður á einni nóttu og bara eitthvað út í loftið.
Þessi flugvöllur átti að vera grasvöllur. Flugvallarsvæðið var í landi Njarðvíkur sem var síðan sameinað Keflavík og Höfnum og ber nafnið Reykjanesbær. Óskað var eftir styrk frá Njarðvíkurbæ til þess að fá þökur í þennan flugvöll en því var hafnað. Ástæðan fyrir því þarna 1994 að við voru að reyna flytja völlinn á þennan stað var út af því að á gamla vellinum okkar(Suðurflugvellli í Grófinni)átti að koma fótboltavöllur og æfingasvæði fyrir fótbolta. Þarna átti bara að henda okkur út af og Keflavíkurbær sem þá hét var svotil landlaust bæjarfélag. Fótbolti virðist vilja allstaðar vera þar sem flugmódelvellir eru og fylgja hestamenn þar fast á eftir. Við vorum í mörg ár að reyna að finna svæði fyrir okkur og þá var ekki sjálfsagt að Keflavíkurbær ætlaði að greiða fyrir þann flutning. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll setti líka strik í reikninginn vegna aðflugsins. Það er ekki vinsælt að vera með módelvélar ofan í farþegavélunum. Félagið er að verða 16 ára núna í desember og er mikið búið að ganga á í flugvallarmálum þess.
kv
MK
Þessi flugvöllur átti að vera grasvöllur. Flugvallarsvæðið var í landi Njarðvíkur sem var síðan sameinað Keflavík og Höfnum og ber nafnið Reykjanesbær. Óskað var eftir styrk frá Njarðvíkurbæ til þess að fá þökur í þennan flugvöll en því var hafnað. Ástæðan fyrir því þarna 1994 að við voru að reyna flytja völlinn á þennan stað var út af því að á gamla vellinum okkar(Suðurflugvellli í Grófinni)átti að koma fótboltavöllur og æfingasvæði fyrir fótbolta. Þarna átti bara að henda okkur út af og Keflavíkurbær sem þá hét var svotil landlaust bæjarfélag. Fótbolti virðist vilja allstaðar vera þar sem flugmódelvellir eru og fylgja hestamenn þar fast á eftir. Við vorum í mörg ár að reyna að finna svæði fyrir okkur og þá var ekki sjálfsagt að Keflavíkurbær ætlaði að greiða fyrir þann flutning. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll setti líka strik í reikninginn vegna aðflugsins. Það er ekki vinsælt að vera með módelvélar ofan í farþegavélunum. Félagið er að verða 16 ára núna í desember og er mikið búið að ganga á í flugvallarmálum þess.
kv
MK
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Jæja þá heldur vinnan áfram og komu þökurnar í dag í rigningunni. Það Var Gylfi hjá Túnverk ehf sem kom með 60 m2 af þökum sem eiga að fara í lagfæringu á flughlaðinu nýja og ýmislegt sem vantar upp á í fíniseringu. Stendur til að reyna eftir hádegi á morgun sunnudaginn 08.06 og allir sem sjá sér fært um að koma til aðstoðar eru vel þegnir. Gott væri að klára þetta fyrir lendingarkeppnina ofl. Þökkum við Gylfa hjá Túnverki ehf kærlega fyrir aðstoðina og skjót viðbrögð eins og áður. Þess má geta að Gylfi kom með allt grasið sem fór í brautirnar og svæðið í kringum þær árið 2006.
kv
MK
kv
MK