HobbyKing Bixler 2

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir raRaRa »

Þar sem Bixlerinn er mjög vinsæll meðal byrjenda þá langaði mig bara að benda á að HobbyKing byrjaðir að selja nýjan Bixler, sem heitir HobbyKing Bixler 2.

Aðal breytingin er sú að þeir breyttu búknum þannig að hægt er að koma fyrir stærri prop og low kv motor.

Nýji vængurinn er 1500mm á lengd en sá gamli 1400mm.
Nýji búkurinn er 963mm á lengd en sá gamli 923mm.

Myndir:

Mynd

Mynd

Mynd

Link: http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _ARF_.html

Verð: ARF - $69.99
Passamynd
Bquist
Póstar: 10
Skráður: 1. Júl. 2012 13:07:59

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir Bquist »

Spennandi,, verður gaman að sjá hvernig þessi kemur út, ætti að geta höndlað Gopro (betur en "gamli" Bixlerinn), hefði samt viljað sjá aðeins sverara carbon rör í vængnum... hún er líka komin með flapsa þessi....
sýnist líka að það sé búið að breyta einhverju í sambandi við það hvernig vængirnir eiga að festast/stingast saman
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir raRaRa »

Já sammála því. Félagi minn braut carbon stöngina á lofti þegar hann tók dífu.
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir hrafnkell »

Líst vel á þessa, ég hugsa að ég smelli mér á eina. Ég flaug ca 33.800mAh í gegnum axn floater um verslunarmannahelgina, hún er orðin aðeins lasin eftir margar lendingar á malarvegi og ævintýri sem fól í sér neflendingu :)

Það er líka ekki alveg nógu mikið pláss í henni fyrir fpv græjur, en mikið meira í bixler og hvað þá bixler 2.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir hrafnkell »

Dreif í að panta eina í fyrradag... Snemmbúin afmælisgjöf frá mér til mín :)
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir Agust »

Ég keypti Bixler-1 í vor og nota hann aðallega til að leyfa fólki að prófa. Er með einn nemanda sem er kominn með 7 flugtíma. Bixlerinn hentar mjög vel sem kennsluvél því hann er ódýr, þolir nokkuð vel hnjask og auðvelt og fljótlegt að gera við ef óhapp verður.

Við kennslu var vélinni mikið flogið sem svifflugu, klifrað í sæmilega hæð og síðan svifið fram og aftur, en klifrað aftur upp þegar vélin nálgaðist jörðina. Bixlerinn svífur merkilega vel og eitt sinn sveif hann í rúmar 7 mínútur, en þá var líklega hitauppstreymi. Rafhlaðan sem ég nota er 3ja sellu 2,6 Ah og er það meira en nóg.



Myndir frá flugkennslu með Bixler: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6573
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir hrafnkell »

[quote=hrafnkell]Dreif í að panta eina í fyrradag... Snemmbúin afmælisgjöf frá mér til mín :)[/quote]

Bixlerinn er ekki enn kominn... Hann fór af stað frá HK 22 ágúst, "handover to airline" 26 ágúst og svo hefur ekki spurst meira til hans skv tracking. Hver hefur ykkar reynsla verið á hvað svona tekur langan tíma? Það er komið um 1 ár síðan ég pantaði seinast frá HK, en mig minnir að þetta hafi nú tekið aðeins fljótar af þá.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir Jónas J »

[quote=hrafnkell][quote=hrafnkell]Dreif í að panta eina í fyrradag... Snemmbúin afmælisgjöf frá mér til mín :)[/quote]

Bixlerinn er ekki enn kominn... Hann fór af stað frá HK 22 ágúst, "handover to airline" 26 ágúst og svo hefur ekki spurst meira til hans skv tracking. Hver hefur ykkar reynsla verið á hvað svona tekur langan tíma? Það er komið um 1 ár síðan ég pantaði seinast frá HK, en mig minnir að þetta hafi nú tekið aðeins fljótar af þá.[/quote]

"Snemmbúin afmælisgjöf" :D Hún kemur kannski bara á afmælisdaginn ??????
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: HobbyKing Bixler 2

Póstur eftir Árni H »

Guli kynstofninn hefur brugðist snöfurmannlega við öllum pöntunum mínum upp á síðkastið og pakkarnir verið komnir til Akureyrar á u.þ.b. 3 vikum þannig að þetta hlýtur að fara að birtast...
Svara