Já það var tekið til hendinni á flugmódelvöllum landsins í dag. Steini sást á fleiri en einum velli og allt var á fullu.
Gunni tók sig til í vikunni og reddaði eins og einum 40 feta gámi fyrir félagið svo það var ekki eftir neinu að bíða að koma honum út á Arnarvöll í blíðunni í dag.
Áhugasamir geta séð fleiri myndir á vef flugmódelfélagsins.
Ég og Gunni mættum niður á Sundahöfn fyrir sólarupprás að ná í gáminn.
Svo var land lagt undir fót.
Sökum lengdar þá þurfti að fara ótroðnar slóðir.
Ekkert mál fyrir Jón Pál.
Færa þurfti nokkra hnullunga, þeir fóru létt með það strákarnir.
Reyndar þurfti að beita smá vélarafli á stærri steinana.
Allt að gerast og gámurinn kominn á sinn stað.
Fínasti frystigámur.
Yfirlitsmynd af Arnarvelli, gámurinn breytir svo um lit með hækkandi sól.
Ja hérna,
við hérna á Melgerðismelum hefum verið raðaðir upp og skotnir að skipan Sveitastjórnar og byggingafulltrúa ef við hefðum mætt með svona fínan gám.
en hvað ætlið þið að geyma í honum??
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
[quote=Messarinn]Ja hérna,
við hérna á Melgerðismelum hefum verið raðaðir upp og skotnir að skipan Sveitastjórnar og byggingafulltrúa ef við hefðum mætt með svona fínan gám.
en hvað ætlið þið að geyma í honum??[/quote]
Þetta er nýja flugskýlið. ásamt geymslu fyrir dót sem tilheyrir rekstur á flugvelli.
kv
MK
[quote=Fridrik]Dugnaður er þetta í ykkur, manni sýnist að það sé búið að Clona Steina hann er allstaðar
kveðja frá USA
Friðrik[/quote]
Frikki , Þú ert allstaðar, varst í Hollandi um daginn og kominn til USA. Ætli maður verði að láta verða að því að ganga í Þyt líka, svo maður geti verið allstaðar með Steina.
[quote=maggikri][quote=Fridrik]Dugnaður er þetta í ykkur, manni sýnist að það sé búið að Clona Steina hann er allstaðar
kveðja frá USA
Friðrik[/quote]
Frikki , Þú ert allstaðar, varst í Hollandi um daginn og kominn til USA. Ætli maður verði að láta verða að því að ganga í Þyt líka, svo maður geti verið allstaðar með Steina.
Ég og Gunni skelltum okkur út á völl seinni partinn að þvo innan úr gámnum og fínstilla hliðpóstana eftir vetrarfjörið. Nokkrar myndir í viðbót má sjá í myndasafninu.
Vel græjaðir.
Því miður réð ljósavél félagsins ekki við þessa fínu græju svo það var plan B.
Nei það var ekki uppþvottabursti og fata.
Heldur „örlítið“ minni útgáfa.
Gunni í góðum gír.
Því næst var ráðist á hliðpóstana.
Gunni heimtaði að fá að taka eina mynd, annars myndi engin trúa að ég hefði gert eitthvað. Aldeilis álit á manni!