Sigurjón og Hafsteinn sýndu einnig samflug sem Rauðu Örvarnar hefðu verið stoltar af og mikil hreyfing var yfir daginn af loftförum af öllum stærðum og gerðum. Hin fornfræga Catalina hóf sig einnig til flugs eftir smá hlé, alltaf jafn glæsileg í Loftleiðalitunum! Hrannar kom einnig og náði í Sopwith Pub sem hann keypti af Skildi og tók reynsluflug á hana í leiðinni.
Glæsilegar veitingar voru á boðstólum venju samkvæmt og var þeim gerð góð skil ásamt ómældu magni af kaffi sem rann ofan í viðstadda flugmenn.
Hægt er að sjá fleiri myndir í myndasafninu.
Einhvers staðar á vesturvígstöðvunum.
Óskum Einari til hamingju með nýju vélina.
Læknavaktin
Óskum Gústa til hamingju með „frumflugið.“
Pub að verða klár í ferðalag vestur.
Ætl'ún sé blýþung!? * búmmtish *
Tapað, fundið, þeir sem voru á svæðinu í dag eru beðnir um að gaumgæfa módelin sín ef ske kynni að þessi hluti pústkerfisins væri glataður!