Smíðað í Arnarhreiðrinu

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Gaui]En elsku vinur ekki skemma hana með því að troða mótor á hana. Sviffluga á ekki að hafa mótor![/quote]

Bíddu, bíddu hvaða mótorblammeringar eru þetta? ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir Sverrir »

Nei, nei engar áhyggjur, þetta mun gerast hvað úr hverju! ;)


Svona til gamans þá má geta þess að skrokkurinn er úr níðsterku, en um leið aðeins þyngra, efni sem heitir Ferran. Þetta töfraplastefni þarf að „flambera“ ef ætlunin er að mála það en einnig er það hitað til að ná beyglum úr því. Á vídeóinu hér fyrir neðan bognar skrokkurinn ansi mikið án þess að brotna og eftir smá velgingu þá var hann eins og nýr á eftir.




Hér er svo öllu hefðbundnara flug.


Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6057
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir maggikri »

Kíkti við í hreiðrinu, á leið minni í Reykjaneshöllinatil að skoða með inniflugið. Var enginn í hreiðrinu.

Mynd


Jú þarna er unginn! að vinna í Sagittunni.

Mynd

kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir Sverrir »

Þjóðverjarnir voru ekkert að stressa sig á servófestingum en Gústi átti þetta líka fína vinkiljárn sem var sagað niður í heppilegar einingar. Rafhlaðan kemur svo fremst í nefið ásamt um 100 gr af blýi. Afsakið snúrufarganið, það verður gengið betur frá því þegar rafhlaðan kemur í fulla vinnu.
Mynd

Og hér er gripurinn klár í slaginn eftir fyrstu áframsvif sín á flatlendi en það er svo aftur á móti önnur saga af hanginu!
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1318
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir lulli »

Alveg ertu nú magnaður Sverrir þegar þú kveikir á stóradrifinu.
Til hamingju með þennann kapítula (að vera kominn í Svifflugið líka:)
og falleg er hún Sagitta,,nafnið minnir reyndar á Birgitta.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir Sverrir »

Takk, takk, annars ert þú rúmum áratug of seinn með þá kveðju gamli minn, ég hóf minn feril á síðustu öld! :)

Var sko níundi á Íslandsmeistaramótinu í F3B sumarið 2000! :cool:

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 933
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Betra seint en aldrei. En til hamingju með Sagittu :D
Kv.
Gústi
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir Árni H »

Til hamingju með að vera kominn aftur í svifflugið! Þetta eru skemmtilega "landbúnaðarlegar" servófestingar :D
Passamynd
Gaui
Póstar: 3861
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir Gaui »

[quote=Sverrir]Þjóðverjarnir voru ekkert að stressa sig á servófestingum...[/quote]

Það er vegna þess að þegar þessar flugur komu fram fylgdu sérstök box og grindur með stýringum til að festa servó á svona staði.

Sumt hefur ekki batnað með tímanum !

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
maggikri
Póstar: 6057
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstur eftir maggikri »

[quote=Sverrir]Takk, takk, annars ert þú rúmum áratug of seinn með þá kveðju gamli minn, ég hóf minn feril á síðustu öld! :)

Var sko níundi á Íslandsmeistaramótinu í F3B sumarið 2000! :cool:

http://www.modelflug.net/myndir/albums/ ... 818%29.jpg[/quote]


Og ég var tíundi á Íslandsmótinu á skíðum í gamla daga í Hlíðarfjalli.


kv
MK
Svara