Nei, nei engar áhyggjur, þetta mun gerast hvað úr hverju!
Svona til gamans þá má geta þess að skrokkurinn er úr níðsterku, en um leið aðeins þyngra, efni sem heitir Ferran. Þetta töfraplastefni þarf að „flambera“ ef ætlunin er að mála það en einnig er það hitað til að ná beyglum úr því. Á vídeóinu hér fyrir neðan bognar skrokkurinn ansi mikið án þess að brotna og eftir smá velgingu þá var hann eins og nýr á eftir.
Þjóðverjarnir voru ekkert að stressa sig á servófestingum en Gústi átti þetta líka fína vinkiljárn sem var sagað niður í heppilegar einingar. Rafhlaðan kemur svo fremst í nefið ásamt um 100 gr af blýi. Afsakið snúrufarganið, það verður gengið betur frá því þegar rafhlaðan kemur í fulla vinnu.
Og hér er gripurinn klár í slaginn eftir fyrstu áframsvif sín á flatlendi en það er svo aftur á móti önnur saga af hanginu!
Alveg ertu nú magnaður Sverrir þegar þú kveikir á stóradrifinu.
Til hamingju með þennann kapítula (að vera kominn í Svifflugið líka:)
og falleg er hún Sagitta,,nafnið minnir reyndar á Birgitta.