Gott mál.
Þá er að standa við orðin að hafa samband við gjaldkera á síðunni ykkar með það í huga að gerast klúbbfélagi er eitthvað málum blandið....hvert á ég að snúa mér ?
Hmmm, þessi blessaði vefstjóri ekki að standa sig, rekum hann!
Tengillinn hefði átt að vísa hingað > http://modelflug.net/?page_id=6 < svo skjóttu tölvupósti með kennitölu, heimili og símanúmeri á gjaldkerann og hann mun án efa senda þér rukkun um hæl ef ég þekki hann rétt!
Svo þarf að viðhalda tækjabúnaðinum annað slagið. Sá gamli var kvaddur eftir rétt rúmlega áratugs þjónustu í vikunni. Vonum að þessi eigi eftir að eiga jafn farsæla ævi við grasát og forveri hans. Vélstjórunum leiðist ekki að það skuli vera boxermótor í þessu.
Gunni M byrjaði að mosatæta kl. 08:00 í morgun(hann er duglegur kallinn!)Hann hringdi svo i undirritaðan og sagðist vera að mosatæta út á velli. Formaðurinn fékk vægt sjokk, þar sem ég sá daginn hverfa í rakstri á mosa, svo sagði Gunni mér að fara á nýju kerrunni að sækja áburð fyrir völlinn, sem Sverrir var búinn að panta. Fór út á völl með áburðinn og byrjaði að raka þennan f-----g mosa. Gunnar Hámundur kom svo til hjálpar og keyrðum við allir mosatætarann eitthvað og rökuðum þessu upp. Þetta var nú eitthvað í minna lagi núna þar sem við erum búnir að taka á mosanum í nokkur ár í röð. Þetta kláraðist svo um fjögur leytið.