Í dag festi ég mótorinn í. Ég sagaði rétta rauf í krossviðarplötuna sem mótorinn á að sitja á, með átak til hægri eins og lög gera ráð fyrir, heilar 3,5°. Síðan setti ég nokkra furulista undir plötuna til að taka við átökum frá mótornum.
Hér er svo mótorinn kominn á sinn stað í nefinu:
Nú þarf að taka úr vélarhlífinni (húddinu ??) fyrir mótornum og þá er best að taka lítið í einu. Ég byrjaði að bora með þrepabor nokkurn vegin þar sem hausinn á mótornum er:
Svo er bara að naga smátt og smátt, hér og þar, þangað til húddið dettur á sinn stað.
Að lokum ætti að vera hægt að setja húddið nákvæmlega þar sem það á að stija og skrúfa hljóðkútinn á. Ef eitthvað snertir, þá er það bara tálgað eða pússað í burtu.
Svo maskaði ég allt sem ekki á að vera svart og sprautaði með svörtum grunni á módelið þar sem ég vil að ekkert sjáist.
Það er gott að nota bílagrunninn, því hann þornar tiltölulega hratt og verður mattur. Síðan þegar ég er búinn að klæða módelið með filmu, þá pensla ég epoxý á þessa staði og þá fæ ég fallega glansandi svart yfirborð sem hryndir frá sér eldsneyti og olíu.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði