Í Slippnum

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Árni H »

[quote=einarak][quote=Árni H]Smíðakvöldin í Slippnum ganga vel :)

Og... og... eru þetta kínverskir rafmagnsvírar, sem hafa haldið innreið sína Norðanlands?
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 8094_3.jpg

Kv,
Árni H[/quote]

Ég veðja á að Gaui sé kominn í kínarafmagnið eftir að hann fekk að taka í frauð í Reykjaneshöllinni! :D[/quote]

Nei - ekki er það svo - það voru aðrir sem laumuðust í rafmagnið í skjóli myrkurs og stórhríðar... :D
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Gaui »

Það var smá sull í Slippnum í dag. Árni var að sýna Mumma hvernig á að klæða frauðplast væng með maskínupappír. Hér er smá myndaröð af þessu ferli:

Árni gerir klárt fyrir Mumma
Mynd

Mummi klippir niður ræmur af maskínupappír -- eitthvað er hann efins
Mynd

Það þarf að blanda trélím í vatni. Hlutfallið er annað hvort 1:1, fiftí-fiftí eða til helminga -- ég fékk það aldrei almennilega á hreint.
Mynd

Mummi ákvað nú samt að bragða þá þessu til að vera viss
Mynd

Og svo var þessari vatns/lím blöndu penslað á vænginn
Mynd

Maskínupappírinn er bleyttur í gegn í volgu vatni
Mynd

og lagður á vænginn
Mynd

Það er um að gera að fá þetta eins hrukkufrítt og miðaldra karlmönnum er kleyft
Mynd

Það þarf að losa loftbólur út og ýta pappírnum niður á allar brúnir. Sem betur fer er hann þægilegur í umgengni svona blautur -- eins og títt er líka um miðaldra karlmenn
Mynd

Og þá er það hinn helmingurinn
Mynd

Þetta má alveg skarast smávegis
Mynd

Baldvin kom með þessa snjöllu rúllu -- hún ýtir loftbólum í burtu eins og ég veit ekki hvað
Mynd

Svo er límblöndunni penslað á aftur
Mynd

Árni þarf auðvitað að skipta sér af, enda þykist hann kunna til verka.
Mynd

Þegar límblandan hefur fengið að sogast inn í pappírinn er megnið af henni skafið (varlega) af með ógildu Visakorti og vængurinn síðan látinn standa óhreyfður í nokkra tugi klukkutíma áður en þetta er framkvæmt á hinni hliðinni.
Mynd

Nánari útlistun á smíði þessa vængs verður sett hér inn ef tilefni gefst.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hmmm... nú er ég pínu hugsi. Pappír sem blotnar degur sig saman þegar hann þornar, þess vegna þarf maður alltaf að líma einhvern pappír á bakhliðina á plötu sem maður límir ljósmynd (blauta) á svo platan verpist ekki. Þetta vorum við oft að gera á ljósmyndastofunni hans pabba hér í fornöld.
Ef maður límir maskínupappír á eina hliðina á svona væng og lætur þorna, verpist hann ekkert? Hefði haldið að maður þyrfti að líma á báðar hliðar í einu?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Gaui »

Samkvæmt sérfræðingnum, þá verpist hann alveg helling, en þegar maður setur hinum megin, þá sléttist hann til baka .

Segir hann !

Og hver er ég að rengja hann?

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ja, allavega var þetta ekki hægt að gera öðruvísi þegar við vorum að líma upp myndir. Kannski vissara að láta ekki þorna alveg áður en sett á hinum megin? Á eftir að prófa þetta sjálfur einhvern tíma. Ku vera algeng aðferð til að búa til "Combat" flugur úr frauðplasti og alklæða með pappír.

Með frauði skal flugvélar byggja, eins og þar stendur :)

Kveðjur norður
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Árni H »

Ég var líka mjög hugsi þegar ég gerði fyrsta vænginn en svo reyndist hann beinn eins og reglustika. Ég klæddi fyrst öðrum megin og síðan hinum megin daginn eftir og þá réttist úr honum. Annars má sjá allt um það fikt hérna: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6539
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Fátt slær út reynsluna :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Í Slippnum

Póstur eftir jons »

Vængurinn er ekkert svo boginn þegar lóðin eru tekin ofan af honum. Það fyrsta sem maður gerir er að skera lausa pappírinn af brúnunum - og ekki má gleyma að vanda sig.

Mynd

Þegar skurði er lokið verpist kvikindið eins og banani! Árni fullyrðir að þetta sé eðlilegt, við sjáum til þegar búið er að líma hina hliðina.. :)

Mynd

Frekari myndir fljótlega.

Mummi
Jón Stefánsson
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Árni H »

Hérna kemur stutt myndskeið af því þegar vængurinn var tekinn undan farginu eftir að hafa verið klæddur að neðan.



Stórskemmtileg aðferð sem ég mæli enn og aftur með!

Kv,
Árni H
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Gaui »

Þessi aðstoðarsmiður þarf að mæta á Grísará líka svo eitthvað gangi hjá þér!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara