Flair Fokker DR-1

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir einarak »

Ég áskotnaðist þessa hálfkláruðu Fokker DR-1 þríþekju fyrir allnokkru og hyggst reyna að líma saman þessar spýtur svo úr verði eitthvað sem mögulega getur flogið með einhverju móti einn daginn.

Þetta er kit frá Flair, sennilegast 1/3 skali.

Specification:
Span 73"(1855 mm)
Engines .90 min. 2 strokes
.90-1.20 4 stroke
Radio 4 channel
Weight 11 - 14 lbs (5 - 6.4kg)

Skemað er svo gott sem ákveðið. Sökum uppeldisstöðva núverandi eiganda verður það eitthvert af skemum Manfred von Richthofens "Rauða Barónssins" en þar er um 6 eða 7 skema að velja.



Mynd

Baróninn mátar tilvonandi vígavél sína
Mynd

Freddi fylgist spenntur með á kantinum að allt sé rétt gert
Mynd

Ég hef aldrei smíðað svona kit áður þannig að ég kem örugglega til með að spurja fullt af heimskulegra spurninga, svo verið viðbúnir.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir Árni H »

Frábært að sjá fleiri Fokkera á smíðaborðinu! Þú manst svo að einu heimskulegu spurningarnar eru þær sem ekki eru spurðar... :)
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir Gaui »

Athugaðu bara að al-rauðu glansandi módelin eru ekki flugvélar Barónsins. Það er bara bull frá Brandararíkjunum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir einarak »

[quote=Gaui]Athugaðu bara að al-rauðu glansandi módelin eru ekki flugvélar Barónsins. Það er bara bull frá Brandararíkjunum.

:cool:[/quote]


Samkvæmt (áræðanlegum?) heimildum af síðunni www.fokkerdr1.com var sú sem hann flaug síðast (425/17) og lét lífið í rauð með hvítu hliðarstýri, sennilegast var hún ekki glansandi en rauð var hún.

Mynd


Mynd

Ég hef þó ekki gert upp hugann hvaða skema Barónsins verður fyrir valinu, en þetta rauða er óneitanlega "svalast" ...(en ófrumlegast)
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir einarak »

flestar voru vélarnar hans í þessum dúr, rauðar, grænar og ljósbláar að neðan, Með mismunandi hlutföllum á milli grænt/rautt á milli véla

Mynd
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir Spitfire »

Skemmtilegt Einsi :cool:
Ertu búinn að ákveða hvaða mótor, servo og önnur skemmtileg tæki sem í hana fara?
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir Patróni »

Glæsileg þessi Einar.
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir einarak »

[quote=Spitfire]Skemmtilegt Einsi :cool:
Ertu búinn að ákveða hvaða mótor, servo og önnur skemmtileg tæki sem í hana fara?[/quote]


Þetta er "námsmanns special edition" þannnig það verður hinn alræmdi Lancair skelfir, Turnigy 26cc í nefinu ef tekst að vélvirkja í hann lífi, svo bara einhver chong ching servo og tvær uzi fyrir vélbyssurnar. :)
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir einarak »

þetta mjakast áfram eina vitleysuna í einu

Mynd

Mynd
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flair Fokker DR-1

Póstur eftir einarak »

Þegar ég fæ kitið var búið að setja saman neðsta vængin en í honum höfðu brotnað 6 rif sökum illrar meðferðar í gengum tíðina. Svo það var ekkert annað að gera en að skera út 6 ný rif. Ég hafði aðeins meira kjöt í þessum en orginal rifjunum því ég ætla að nota þessi til endana þar sem vængstífurnar koma á öllum vægjunum og þá get ég notað þau rif sem ætluð voru þar í stað þessara brotnu á neðasta vængnum.

Fyrst var eitt orginal rif skannað.
Mynd

Svo var aðeins krukkað í þeirri mynd og útbúin teikning.
Mynd

Og svo var fræst.
Mynd
Svara