27.07.2006 - Flogið yfir Ermasundið og Íslandsmót

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 27.07.2006 - Flogið yfir Ermasundið og Íslandsmót

Póstur eftir Sverrir »

Rafmagnsknúnu flugmódeli var flogið yfir Ermasundið fyrr í mánuðinum og tók flugið í kringum klukkutíma.

Módelið sem var notað var Tucano með 54" vænghaf hannað af Nigel Hawes og flogið af honum. Brian Collins hjá BRC Hobbies lagði til rafhlöðurnar í verkefnið en um borð voru 14000 mah af lipo rafhlöðum og fóru um 9000 mah í sjálft flugið.

Hægt er að sjá nokkrar myndir hérna og einnig er hægt að sjá mynd af umræddri vél í Myndasafni Flugmódelmanna.

Á morgun hefst svo Íslandsmeistaramótið í F3B og F3F og er mæting á flugvöllinn í Gunnarsholti fyrir kl.10. Einhverjir verða þó sjálfsagt mættir á svæðið í kvöld svo þar verður eflaust gleði mikil eins og ávallt þegar módelmenn koma saman.
Icelandic Volcano Yeti
Svara